Mikið var að Össur rumskaði.

Því ber auðvitað að fagna að lögfræðingur úr utanríkisþjónustunni sé á leið til Tyrklands.

Sá er sendiráðunautur (counsellor) sem er tign sem er næst fyrir neðan aðalræðismann (consul-general) sem nú þegar er með málið í Tyrklandi. 

En för hans sýnir vonandi tyrkneskum yfirvöldum að við höfum sérstakan áhuga á þessu fáránlega máli.

Eða frekar að sýna okkur þjóðinni, svona rétt fyrir kosningar, að eitthvað sé verið að gera.

En Össur sá sér ekki fært að senda sendiherrann enda bara um einstakling úr hópi okkar almennings að ræða.  

Ef þetta hefði verið einhver ESB óþarfinn hefði hann nestað út heila sendinefnd með sendiherra í broddi fylkingar.   

Sjálfur gat þessi ónytjungur farið alla leið til Apaflóa í Afríku til að afhenda þar fjarskyldum ættingjum sínum sjúkraskýli. 

Já einmitt um það leiti sem okkar eigin sjúkrahús voru að gefast upp vegna ónýtra tækja.  Þetta er ekki auli nema það sjáist á einhverju.  

Þessi uppákoma í Tyrklandi nú, er svipuð, en þó skárri, og í hryllingsmyndinni Midnight Express

Í leiðbeiningum breska sendiráðsins í Ankara er dregin upp hroðaleg mynd af Tyrklandi í þessu tilliti.

Búast má við að bíða í þrjá til sex mánuði í fangelsinu eftir að dómsmál verði tekið fyrir.

Búast má við að málsmeðferðin fyrir dómi taki sex til átján mánuði.

Áfrýjun tekur meira en 12 mánuði.

Útlendingum er sjaldan sleppt gegn tryggingu, fram að málsmeðferð fyrir dómi. 

Fangar eiga rétt á fjórum heimsóknum í mánuði frá fjölskyldu sinni. 

Þremur þar sem þeir ræða við gestinn í gegnum síma og horfa á hann í gegnum gler.  Eins og í myndinni Midnight Express.

Og einni heimsókn í mánuði þar sem þeir ræða við gestinn, þar sem fanginn og gesturinn sitja sitt hvoru megin við borð.

Tær viðbjóður. Ég er ekki að fara að endurskoða þá afstöðu mína að fara aldrei til Tyrklands. 

Davíð Örn er ekki hryðjuverkamaður, morðingi né var hann tekinn með heildsölupakkningu af sterkum fíkniefnum. 

Hans glæpur var að fara til Tyrklands og kaupa sér minjagrip af innfæddum aðila sem óáreittur bauð ferðamönnum slíka gripi.

Hvert okkar ætti þá ekki að vera í fangelsi ef að það er ekki lengur þorandi án þess að afla sér vottorðs frá yfirvöldunum?

Sjá "prisoners-pack" frá breska sendiráðinu í Ankara hér: 

http://ukinturkey.fco.gov.uk/resources/en/pdf/3723724/prisoners-pack-pdf

Vonandi tekst utanríkisþjónustunni að ná árangri í málinu. 

Sem yrði þá frábært og þá myndum við smyrja Össur sem þjóðardýrðling og sýna túristum í Þjóðminjasafninu.      


mbl.is „Líður illa í prísundinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kanski tekst þetta misheppnaða Tyrkjarán með hjálp Össurar.

Áhættan var ábyggilega metin minni af bófagenginu að hafa burðardýrin Íslensk.

Kaupa bautarstein á túristamarkaði.

Bara á Íslandi væri það eftilvill hægt. Ekki á Tyrkneskum steina og plastperlumarkaði.

Sókri gamli (IP-tala skráð) 13.3.2013 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband