Uppskrift að kúgun meirihlutans frá degi til dags.

Nákvæmlega svona hafa einræðisflokkar og einræðisherrar hagað sér.

Öll óhæfa byrjar alltaf á svona fallegri réttlætingu. 

Til bráðabirgða.

Vegna sérstakra aðstæðna.

Vegna neyðarástands.

Það er algerlega óþolandi að ríkisstjórn geti látið þingmeirihluta sinn breyta stjórnarskránni án þess að hún fari svo sjálf frá völdum. 

Að hún sjálf geti svo misnotað aðstöðu sína til að þvæla almenningi, eða hræða hann, til að samþykkja.

Hvaða aðstöðu fengu þeir sem væru á móti breytingunum til að kynna sínar hugmyndir fyrir kjósendum?

Þegar þeir sem væru þeim fylgjandi væru á ráðherrastólum. 

Með ótakmarkað kynningarfé úr ríkissjóði, ótal aðstoðarmenn, fjölmiðlafulltrúa og fréttastofu RÚV undir hælnum.

Og það á að taka heila sex til níu mánuði í að þvæla málin ofan í almenning eða þreyta okkur. 

Algerlega óþolandi hugmyndir og stórhættulegar.

Hvað svo næst? 

Fídel Castró ætlaði strax eftir byltingu að halda almennar kosningar.

Hann frestaði því svo aðeins til bráðabirgða.

Í meira en hálfa öld. 

Svona byrja öll glæpsamleg tilræði við lýðræðið og frelsið.  

Stjórnarskráin á að vera stutt hnitmiðuð og gilda til langs tíma.

Hún á ekki að vera plagg sem hægt er að breyta á stjórnartíma einnar ríkisstjórnar.

Hún á einmitt að tryggja grundvallarstöðugleika sem einstakar ríkisstjórnir geta ekki hringlað með frá ári til árs.

Þeir sem virða það ekki eiga að hypja sig úr stjórnmálum. 

Helst ætti að vera hægt að dæma þá til skóggangs.

Slæmt að sú gamla góða refsing sé aflögð.


mbl.is Fleiri vildu ekki vera á málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband