22.2.2013 | 01:49
Gott hjá Bjarna.
Ef hann á við að vogunarsjóðirnir eigi að tapa þessum kröfum sínum.
Þá er þetta hárrétt stefna hjá Bjarna.
Erlendir vogunarsjóðir gerðu aftur og aftur aðsúg að íslensku krónunni og íslensku efnahagslífi.
Ekkert nema sanngjarnt að þeir tapi öllum því sem þeir ætla að græða á braski með hagsmuni þjóðarinnar.
Sama er að segja um krónuna, hún hefur alla tíð tryggt atvinnu á Íslandi eða fram á síðustu ár.
Hér væri skelfilegt ástand eftir hrun ef við hefðum ekki haft hér íslenska krónu.
Hitt er vafasamara að hún sé látin berskjölduð á markaði með fljótandi gengi.
Ef alþjóðlega fjármagnskerfið kemur ekki höndum yfir glæfrastarfssemi vogunarsjóða.
Þá getur krónan einfaldlega ekki verið með fljótandi gengi.
Þá þarf að fara aftur fyrir aldamótin og stýra gengi hennar.
Og ef til vill er íslenska hagkerfið allt of lítið til að hér séu allir hlutir frjálsir.
Að minnsta kosti að óbreyttum hugsunarhætti þjóðarinnar.
Að við viljum eyða meiri erlendum gjaldeyri en við öflum.
Það getur aldrei gengið upp.
Og þar myndi evra engu breyta.
Við fengjum ekki meiri evrur en sem nemur útflutningsverðmætum.
Þar gildir einu hvað gjaldmiðillinn heitir.
Að bankar í ESB bíði í röðum eftir að lána okkur evrur á afsláttarvöxtum er ekki annað en óráðshjal.
Af hverju lána þeir okkur þá ekki núna á þessum lágu vöxtum?
Ekkert er trúlegra en að vextir til okkar yrðu, í ljósi sögunnar, hærri en til allra annarra.
Eigendur vilja ná þeim úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:58 | Facebook
Athugasemdir
Nei þetta er bull í Bjarna og þér líka. það eina sem hægt er að seigja jákvætt um krónuna er að hún bjargaði okkur í hruninu. Eða öllu heldur því litla sem hægt var að bjarga. Enn til framtíðar gengur þetta ekki upp. það er að vera með krónuna. Hún rokkar hér upp og niður og er svo misnotuð og braskað með hana hægri vinstri.
Svo fer líka bara best á því að peningamálum okkar sé stjórnað frá útlöndum. Sagan sýnir okkur að við kunnum ekki fótum okkar forráð í þeim efnum frekar enn öðrum!
óli (IP-tala skráð) 22.2.2013 kl. 04:57
Óli, Já það, eða hinn kosturinn að við reynum að læra eitthvað í þetta skiptið og byrjum að hugsa sjálfstætt, og trúum ekki öllu því sem fyrir okkur er lagt, eins og einhvurskonar McDonaldsæði eða kókakóla-jójó. Trúgjörn þjóð, athyglissjúk þjóð, þjóð með minnimáttarkend, þjóð með yfirlæti gagnvart umheiminum, eða þjóð með þetta reddast kend bara í hugarfari. Þetta er kannski það sem vantar og/eða er bilað í kýrhausnum. E.t.v. væri einnig ráð að reyna að laga þetta - líklegast að byrja í grunnskólunum - endurmeta sjálfstæðisbaráttuna aðeins og kenna virðingu og krítíska hugsun að hætti forngrikkja og kínverja?
Jonsi (IP-tala skráð) 22.2.2013 kl. 13:30
Sæll Óli.
Ég veit ekki hvað þú ert að kalla þetta bull.
Og samþykkir svo allt sem ég var að segja.
Orðar það bara öðru vísi. Það þarf að STJÓRNA hér peningamálum eins og þú segir.
Einnig gengi krónunnar.
Og það þarf ekki að stjórna frá útlöndum það er það eina sem kannski mætti kalla bull í þessari samræðu okkar.
Við þurfum bara að skipta út stjórnmálamönnunum.
Burt með aulanna sem ekkert kunna eða geta og inn á með almennilegt fólk.
(Les burt með hálfvita úr Samfylkinguna sem ekki treysta sér til að vera íslenskir stjórnmálamenn fyrir Íslendinga. )
Þannig að við erum þá sammála um þetta líka.
Viggó Jörgensson, 22.2.2013 kl. 17:05
Jonsi það vantar mann eins og þig á Alþingi.
Þú ert nákvæmlega með þetta.
Og átt við að við séum ýmist með minnimáttarkennd eða yfirlæti gagnvart öðrum þjóðum.
Þú ert með málefnaleg rök, eitthvað annað en Óli vinur okkar hér ofar.
Nú um stundir hafa þau ekki aðrar málefnalegri röksemdir en að allt sé bull sem andstæðingarnir segja.
Málefnastaðan er alveg komin í núllið.
Því miður.
Viggó Jörgensson, 22.2.2013 kl. 17:12
Er þetta ekki vandamál íhaldsins eða hvað?
Skuggi Frjálshyggjunnar er ógnarlgur sem lýstur inn á hvert heimili landsins. Hrammur græðginnar er enn að og Bjarni ætti að átta sig á hver ábyrgð ber!
Guðjón Sigþór Jensson, 23.2.2013 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.