Spurning um samfélagslega ábyrgð og fagmennsku.

Auðvitað má Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir gefa út Fréttablaðið og dreifa því í öll hús. 

Og hún má gefa út dagblað, og reka fjölmiðla, í hagnaðarskyni, ef það er tilgangurinn?  

Og hún má vera gift Jóni Ásgeir Jóhannessyni. 

Og hún má líka ráða því hvað skrifað er í blaðið hennar.

Það sem þarf hins vegar að vera á hreinu gagnvart okkur almenningi er aðeins þetta.

Er Fréttablaðið ekki annað en stórt sendibréf frá þeim hjónum til samfélagsins, dulbúið sem dagblað, til að blekkja almenning?

Á það sama við um aðra fjölmiðla þeirra?

Eru þetta þá aðeins fjölmiðlar til að hafa áhrif á álit almennings á þeim hjónum og fyrirtækjarekstri þeirra?

Og til að styðja við þau stjórnmálaöfl sem dansa eftir bendingum þeirra hjóna?

Eða er þetta fjölmiðill sem stjórnað er af fagmönnum, á ritstjórninni, með eingöngu fagleg sjónarmið í fréttamennsku?  

-----------------------

Svo kemur forstjórinn Ari Edwald og segir Jón Ásgeir vilja njóta andmælaréttar eins og aðrir í blaðinu.

Það er eðlileg krafa svo fremi sem hún sé ekki í rauninni krafa um að blaðamenn fari að stunda sjálfsritskoðun um hans mál.

En vandamál Jóns Ásgeirs er ekki að hann hafi ekki komið sínum sjónarmiðum á framfæri.

Hann hefur skrifað ótal blaðagreinar sem mikið hefur verið látið með í Fréttablaðinu.

Vandamál Jóns er að enginn les þessar greinar hans eða trúir neinu sem þar stendur. 

Almenningur hefur myndað sér álit á Jóni Ásgeir sem engin blaðaútgáfa getur breytt.

Sama hvað hann skrifar og skrifar. 

Eða segir. 


mbl.is Eðlileg afskipti af ritstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill.

Ætli Jón Ásgeir hafi beðið Ara Edwald að skrifa þetta ? Maður getur ekki annað en hugsað það.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 22.2.2013 kl. 07:48

2 identicon

LOL, kostulegt,

Þú súmmerar grein Ara Edwalds fullkomlega. 

Það sem einhver háttsettur yfirmaður fjölmiðils skrifar um hið augljósa í torskildum 3000 orða pistli, skrifar þú í 200 orðum. Fyrir utan síðust tvær setningarnar hjá þér eða svo því þær auka aðeins á innihaldið tel ég.

Já Ari telur ekkert óvenjulegt við það að innanhúsmaður hafi greiðari aðgang og áhrif á ritstjórnun blaðsins en hinn almenni maður sem verður fyrir umfjöllun miðilsins.  Ekkert "bias" í því.... 

Skrítið að maður skildi ekki fatta þetta,

því þá væri nú þjóðfélagið mun einfaldara, því þá væri allt í lagi að hafa þetta bara gegnumgangadi.  Leyfum lögregglumönnum að handtanka sig sjálfa og líka dómurum að dæma sig sjálfa, og lögmönnum að sækja sig til saka sjálfa.

Jonsi (IP-tala skráð) 22.2.2013 kl. 13:21

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Birgir.

Ari veit áreiðanlega hvað til hans friðar heyrir.

Man þegar Jón Ásgeir var að blogga undir dulnefni á Eyjunni.

Hann er ekkert sérstaklega ritfær þannig að það er rétt hjá honum að leita sér aðstoðar við skrifin.

Ari er flugklár maður og fer létt með að hripa niður sendibréf fyrir vinnuveitandann.

Viggó Jörgensson, 22.2.2013 kl. 17:16

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Jonsi.

Sem betur fer er fólk nú óðum að átta sig á heildarmyndinni í þessu öllu saman. 

Eini maðurinn sem ekkert virðist skilja í stöðunni er Jón Ásgeir sjálfur.

Viggó Jörgensson, 22.2.2013 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband