Steingrímur fékk taugaáfall þegar Ingibjörg Sólrún myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.
En þegar Jóhanna og þau í Samfylkingunni leyfðu Steingrími að vera með í ríkisstjórn.
Þá einsetti Steingrímur sér að vera þægur og góður, við Jóhönnu, svo að hann yrði ekki aftur settur í stjórnarandstöðu.
Steingrímur varð fjármálaráðherra og þar með handhafi alls hlutafjár í bönkunum.
Fyrsta verk Steingríms sem hlaupatík hjá Jóhönnu, og Samfylkingunni, var að hlaupa niður í Landsbanka.
Og tryggja þar að Jón Ásgeir, og fjölskylda, héldi fjölmiðlaveldi 365 miðla.
Það er mjög mikilvægt að almenningur gleymi þessu ekki.
Þetta var fyrsta þjóðþrifamálið hjá núverandi ríkisstjórn og það sem hún taldi þá liggja mest á.
Ekki mál þeirra sem þá voru svangir í matarröðinni.
Ekki mál þeirra sem voru atvinnulausir á leið til Noregs.
Ekki mál þeirra sem voru að missa ofan af sér húsnæðið.
Jóhanna hafði fengið kr. 80.000. í prófkjörsstyrk frá Baug og kannski eitthvað af fríum auglýsingum.
Fyrir hrun lýsti Jón Ásgeir því yfir í öllum samkvæmum að hann ætti Samfylkinguna.
Hvað sem þeim fullyrðingum líður var ekki annað að sjá en að forysta Samfylkingarinnar teldi sig eiga honum skuld að gjalda.
Hver ætli eigi nýja útibúið Bjarta framtíð?
Einhver ætti kannski að rannsaka tengsl Gumma Steingríms og Róberts Marshalls við Baugsveldið.
Jón Ásgeir reynir að þrýsta á blaðamenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.2.2013 kl. 01:18 | Facebook
Athugasemdir
Góður pistill.
someone (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 23:36
Thank you someone.
Viggó Jörgensson, 22.2.2013 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.