Dansi dansi dúkkan mín.

Því miður er allt of mikið til í þessu hjá Lilju Mósesdóttur að Katrín verði eins og auglýsingaskilti hjá Steingrími.

Ef hann ætlar ekki að hypja sig algerlega er ekkert trúlegra en að hann verði skuggastjórnandi og ráði öllu áfram veginn.

Katrín hefur ekki sýnt sig að öðru hingað til en að vera svona dansi dansi dúkkan mín hjá Steingrími.

Steingrímur er nauðbeygður til að fara úr bílstjórasæti VG þar sem nú eru þar aðeins þrjú hjól undir bílnum. 

Frábær stúlka Katrín en ekki trúverðugur ökumaður með pólitíska hræið af Steingrími í skottinu. 


mbl.is „Veit ekki fyrir hvað Katrín stendur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Viggó, ef hjólin eru svo mörg sem 3 þá eru þau flest örgglega sprungin og affelguð, ég held að VG eigi ekki nokkra möguleika meðan Steingrímur og Árni Þór eru þar innanborðs, að ætla að nota Katrínu fyrir front á þetta flokkspólitíska hræ sem VG er orðið dugir ekki því til bjargar, VG hefur ekkert að bjóða okkur kjósendum þau hafa sýnt það og sannað að það er akkúrat ekkert að marka þeirra stefnu og kosningaloforð.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 18:19

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Blessaður Kristján

Þetta verður ekkert orðað betur. 

Viggó Jörgensson, 17.2.2013 kl. 21:14

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt mín tilfinning fyrir þessar dúkku líka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2013 kl. 10:11

4 identicon

Margt til í þessu þó Katrín sé eflaust fín.  En er þetta ekki svipuð taktík og Samfylkingin gerði fyrir síðustu kosningar, þ.e. að fá vinsælan kvenráðherra til að leiða flokkinn í kosningum? Það reyndist þeim vel og spurning hvað gerist hjá VG.  En á meðan Steingrímur heldur áfram sem þingmaður mun þetta tal um hann sem aftursætisbílstjóra vera óstöðvandi, því miður fyrir Kötu.

Skúli (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 16:30

5 Smámynd: Sólbjörg

Steingrímur mun aldrei hleypa einhverjum með sjálfstæðar skoðanir upp á dekk, hann getur ekki falið öðrum völd það er andstætt eðli hans og sá einn er í náðinni hjá Steingrími sem lýtur hans valdi. Björn Valur og Katrín eru jáklíkan hans en nú ætlar Steingrímur að skrifa fylgisgjaldþrot flokksins í vor á Katrínu. Í sögubókum verður skráð á Steingrím blússandi fylgi en fylgistapið verður staðreynd eftir að Katrín tók við. Menn þora ekki einu sinni í varaformanninn undir klækjastjórn Steingríms.

Sólbjörg, 18.2.2013 kl. 16:54

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Jamm Ásthildur

stelpan hefur verið lygilega þæg hjá Steingrími.  

Viggó Jörgensson, 19.2.2013 kl. 02:24

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já Skúli.

Hún verður sökuð um að vera eins og hvert annað auglýsingaskilti hjá gömlu kommunum.

Steingrími, Birni Val, Álfheiði, Árna Þór o. s. frv.  

Gamalt vín á nýjum belgjum hét það einhverju sinni.

Viggó Jörgensson, 19.2.2013 kl. 02:26

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það er enginn munur á Stalín og Steingrími að þessu leyti Sólbjörg.

Margrét Frímannsdóttir lýsir því vel hvernig Steingrímur pesterar alla í burtu sem ekki gegna honum.

Svo var hann í Kastljósi að reyna að gera grín að einhverjum sem hættu en hættu samt ekki. 

Sá hefur nú efni í gríninu eins og vant er. 

Þó að Katrín eigi nú að fá að stýra líkbíl VG fram yfir kosningar þá tekst Steingrími aldrei að klína afhroðinu á hana.

Enda engan veginn mögulegt með nályktina úr skottinu af Steingrími og félögum.  

Viggó Jörgensson, 19.2.2013 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband