Auðvitað snerist málið um rannsóknina á Wikileaks.

Bandaríkjamenn færu ekki að senda hingað alríkisþotu vegna yfirvofandi tölvuhrekks við stjórnarráðið.  

Og því síður að með alríkislögreglumönnunum kæmu alríkissaksóknarar frá Virginíu og New York.

Alríkissaksóknarinn sem rannsakar Wikileaks lekann er einmitt í Virginíu. 

Bandaríkjamönnum er miklu meira en slétt sama um tölvukerfið í stjórnarráðinu hérlendis.

Ekki einu sinni víst að þeir telji að við þurfum yfirleitt tölvur í svona litlu stjórnkerfi. 

Og þeir myndu líta á það sem hrekk að einhver valsaði hér um tölvukerfið. 

Að sjálfsögðu var það yfirskin að þeir hefðu svo þungar áhyggjur af slíku að hingað kæmi alríkisþota. 

Ekki bara með alríkislögreglumönnum heldur einnig alríkissaksóknurum bæði frá Virginíu og New York.

Slíkir menn hafa nú líklega öðrum hnöppum að hneppa en að hafa áhyggjur af tölvupóstum frú Jóhönnu sem sendiráðið les hvort sem er. 

Eða hvort að krakkar brytust hér inn í tölvukerfi stjórnarráðsins og breyttu þar matseðlinum í mötuneytinu.    

Þeir voru að rannsaka leka á skjölum til Wikileaks og ekkert annað. 

Í yfirlýsingu, dagsettri 4. febrúar 2013, frá Ríkislögreglustjóra, og Ríkissaksóknara, er þetta sagt:

"...Hjá ríkislögreglustjóra var unnið áfram að íslenska hluta rannsóknarinnar í samvinnu við ríkissaksóknara..."

...

"...Þeirri rannsókn er ekki lokið en fram hafa komið vísbendingar um að íslendingur og erlendir aðilar með tengsl við Wikileaks samtökin eigi hér hlut að máli..."

Ekki verður annað séð en að embætti ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra hafi staðið sig frábærlega í þessu máli.

Sama er ekki að segja um framgöngu innanríkisráðherra hvorki þá né síðar. 

Að öllu leyti algert klúður hjá Ögmundi þar sem hann hefur meira að segja orðið að bera fyrir sig minnisleysi.

Afskipti Ögmundar urðu til þess að íslenski pilturinn var í viðtölum hjá FBI án þess að njóta aðstoðar íslenskra yfirvalda.

Þau viðtöl áttu sér stað á fimm daga tímabili frá 25. ágúst til 30. ágúst 2011. 

30. ágúst voru fulltrúar FBI, með dónaskap, beðnir um að hypja sig frá landinu. 

Eins og að Ísland sé orðið eitthvað skjól fyrir tölvuglæpamenn í heiminum. 

Er það Ögmundur?

-------------------

Fram kemur í ofangreindri yfirlýsingu að:

  "...Þann 23. júní komu fulltrúar FBI til fundar við fulltrúa ríkislögreglustjóra og gerðu frekari grein fyrir málinu..."

Hvenær fóru þessir lögreglumenn úr landinu?

Voru þeir hér alveg þangað til þess tíma að FBI var beðið um að fara úr landi eða eftir 30. ágúst 2011?

"...fóru þrír fulltrúar frá ríkislögreglustjóra til fundar með FBI í Bandaríkjunum þann 11. júlí..."

Nákvæmlega hvert fóru þeir og hvenær komu þeir aftur? 

"...Þann 30. ágúst...    ...auk þess sem gefið var í skyn að vera þeirra hér á landi væri talin óæskileg. Í framhaldi af því yfirgáfu þeir landið..."

Nákvæmlega hvaða dag fóru þeir úr landinu? 

Gáfu þeir íslenskum yfirvöldum skýrslu um niðurstöður sínar?

Hvar fóru viðræður FBI við íslenska piltinn fram?   Var það í bandaríska sendiráðinu?

Var piltinum sagt að ef hann færi að ljúga þar að fulltrúum FBI, þá væri það mögulega glæpur samkvæmt bandarískum lögum?

Var piltinum sagt að mögulega væri það glæpur að ljúga að FBI yfirleitt, þó að hann væri á Íslandi?  Rangt yes eða no er nægilegt.

Þeir nefnilega voru hér að framkvæma rannsókn með leyfi íslenskra yfirvalda.  

Samkvæmt bandarískum lögum voru þeir að framkvæma hér rannsókn samkvæmt þeim valdheimildum sem þeir hafa erlendis.   

Innan lögsögu Bandaríkjanna er það glæpur sem varðar allt að fimm ára fangelsi að ljúga að löggæslumönnum alríkisins. 

Skiptir þá engu máli hvort logið er í yfirheyrslu eða hvort að viðkomandi er að ræða sjálfviljugur við alríkislögreglumann.

Bandarískir alríkislögreglumenn hafa ekki heimild til að handtaka fólk í öðrum löndum.

En þeir geta engu að síður verið að störfum sem slíkir utan heimalandsins.

Á einum 75 skrifstofum eru alríkislögreglumenn starfandi í tengslum sendiráð Bandaríkjanna sem legal attaché.

Á þeim starfa um eitt hundrað alríkislögreglumenn auk aðstoðarmanna.

Þannig eru FBI fulltrúar í Ottava, Berlín og Kaupmannahöfn.  

Vonandi koma þeir stundum í heimsókn.   

------------------------

Svo segir í frétt, þann 6. 2. 2013, á visir.is  - Hvað skyldi nú vera rétt af þessu?

"...Heimildarmaður sem Vísir ræddi við fullyrðir að Siggi hafi fengið 4000 dollara greidda fyrir harða diska úr tölvum fyrir um ári síðan. Það er um hálf milljón á núverandi gengi. Þetta rímar við það sem Siggi segir og sýnir ennfremur að hann virðist vera uppljóstrari FBI frekar en að hann hafi haft réttarstöðu grunaðs manns. Eins og kunnugt er synjaði innanríkisráðherrann, Ögmundur Jónasson, alríkisfulltrúunum um réttarbeiðni til þess að athafna sig hér á landi vegna meintrar tölvuárásar sem var yfirvofandi. Engu að síður athöfnuðu mennirnir sig hér á landi í fimm daga eftir að þeim var synjað um heimildina. Þeir ræddu svo við Sigga daglega þessa fimm daga á fimm mismunandi hótelum. Eftir að ráðuneytið kom þeim skilaboðum áleiðis til fulltrúanna að þeir væru ekki velkomnir hér á landi fór Siggi, þá nítján ára gamall, með þeim til Washington í Bandaríkjunum þar sem viðtölin héldu áfram. Síðar hitti hann þá einnig í Danmörku. Spurningarnar alríkisfulltrúanna snéru helst að Julian Assange og Wikileaks. Svo virðist sem áherslan hafi ekki verið á rannsókn vegna yfirvofandi tölvuárás hér á landi..."

 


mbl.is Hugsaður sem tálbeita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband