Er hún "sekari" en Jacob Appelbaum?

Félagi Birgittu í Bandaríkjunum er Jacob Appelbaum sem ennþá hefur ekki verið kærður fyrir eitt eða neitt.

Hann er að vísu alltaf tafinn á öllum flugvöllum um nokkra klukkutíma og hefur misst þar farsíma sína og jafnvel tölvuna.

Ef að Birgitta ætlar til Bandaríkjanna verður hún að vera viss um að hún sé á engan hátt "sekari" en Jacob.

FBI má ekki hafa fundið út að hún hafi hvatt til þess að trúnaðarupplýsingar yrðu birtar.  

Ekki umfram það sem Jacob gerði, því að þá á hún á hættu að vera ákærð fyrir samsæri.

Ef að yfirvöld þættust einhvern veginn hafa fundið út að slíkar hvatningar hafi ratað til Bradley Manning er Birgitta í hroðalegum málum. 

Og Birgitta má ekki hafa verið sekari en Jacob í að meðhöndla upplýsingar í eigu bandaríska ríkisins. 

Það sleppur þó til ef að Birgitta meðhöndlaði aðeins upplýsingar um þyrluárásina sem varð meðal annars blaðamönnum að bana. 

Birting þeirra upplýsinga nýtur verndar 1. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar.

Allt öðru máli gegnir um birtingu upplýsinga sem hefðu t. d. sett leyniþjónustumenn eða hermenn í hættu.  

Árið 1983 féll njósnadómur þar sem engu skipti þó að viðkomandi væri ekki bandarískur og að brot hans hafi verið framið utan Bandaríkjanna.

Bandaríska réttvísin er skrítin skepna.

Hún getur látið sem ekkert sé af stjórnmálalegum ástæðum í þessu tilfelli. 

En ef að einhver setur hana af stað, á annað borð, skiptir engu máli hvort menn heita Bill Clinton eða Dominique Strauss Kahn. 

Um þetta mál sagði Eric Holder dómsmálaráðherra árið 2011: 

 "Let me be very clear,"  "It is not saber rattling." "To the extent there are gaps in our laws,"  "we will move to close those gaps, which is not to say . . . that anybody at this point, because of their citizenship or their residence, is not a target or a subject of an investigation that's ongoing."

Og um það hvort að njósnakafli hegningarlaganna ætti alls kostar við, sagði Holder:  

"I don't want to get into specifics here, but people would have a misimpression if the only statute you think that we are looking at is the Espionage Act,"  "That is certainly something that might play a role, but there are other statutes, other tools that we have at our disposal."

En um njósnakaflann sagði lagaprófessorinn Stephen Vladeck sem er sérfræðingur á þessu sviði:

"One of the flaws in the Espionage Act is that it draws no distinction between the leaker or the spy and the recipient of the information, no matter how far downstream the recipient is,"

Á sama tíma lofaði Holder því að allir þeir sem tengdust Wikileaks málinu yrðu ákærðir. 

Og það heimtuðu einnig sumir af lykilmönnum demókrata á Bandaríkjaþingi s.s. Dianne Feinstein.

Birgitta ætti ekki að fara til Bandaríkjanna nema fá það staðfest að Holder sé runnin reiðin.

Líka fyrir að hafa boðið Julian Assange hér í bandaríska sendiráðið og látið menn þar halda að hann væri íslenskur aðstoðarmaður hennar.

Alveg einstaklega heimskulegt athæfi.

Fari réttarvélarskrímslið í gang þegar Birgitta kemur til Bandaríkjanna getur enginn hjálpað henni.

Það myndi skipta nákvæmlega minna en engu máli að hún sé þingmaður í einhverju örríki hér uppi á heimsenda.

Og þó að hún myndi svo sleppa með málamyndadóm, í svo sem eins og tvö ár, þá er það engin skemmtivist. 

Í alríkisfangelsi fá karlmennirnir að fara út úr klefanum í eina klukkustund á sólarhring. 

Í sturtu tvisvar í viku. Í heilar fimm mínútur í senn. Þetta er ekkert til að leika sér með þó að dömurnar séu með meiri fríðindi.   

Ætti að halda sig hér heima blessunin. 

----------------

Almennt gera Íslendingar sér enga grein fyrir hversu alvarlegt brot það var sem Bradley Manning framdi. 

Hann er m. a. ákærður skv. 92. og 134. greinunum í Uniform Code of Military Justice (UCMJ). 

En brot á 92. greininni varðar hermenn dauðarefsingu á stríðstímum, sem voru einmitt í Írak þegar Manning stal skjölunum. 

Það er bara af mildi sem herinn ákvað að krefjast ekki dauðarefsingar en heimta í staðinn ævilangt fangelsi án möguleika án náðunar.

Og nú bendir ekkert til annars en að það verði dómurinn sem Manning fær, þannig að sólina sér hann aldrei aftur nema úr fangelsisgarði.

En þau í Wikileaks virðast líta þetta sem einhverja unglingaskemmtun.  

Það gera Bandaríkjamenn ekki. 

 

 


mbl.is Birgitta neitar að lifa í ótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Oh hún fær að fara í sturtu á hverjum degi, en það verður enginn hafragrautur og slátur fyrir hana blessaða.

ég held ég mundi fara að heimsækja hana til að segja henni hversu lítið peð hún er í hein-msmálunum.

Þegar ég er á ferðalig um heiminn eins og Kína, Ástralíu Malasíu o.s.frv. þá er ég alltaf spurður þekkir þú Bjork? Eins þau segja nafnið hennar, en hef aldrei fengið spurningu, þekkir þú Birgittu? I wonder why?

Kveðja frá Las vegas.

Jóhann Kristinsson, 13.2.2013 kl. 04:34

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Blessaður Jóhann.

Ertu ekki að tala um county jail ?

Birgitta færi í federal jail. 

Auðvitað veit engin hver hún er í samanburði við Björk. 

Björk er eini Íslendingurinn sem er heimsfrægur í alvöru.

Hvað svo sem varið er í það. 

Viggó Jörgensson, 13.2.2013 kl. 05:46

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þú virðist ekki vera með alveg á hreinu hvað Birgitta vill? Það er athygli, eins og hún segir sjálf þá þolir hún ekki að vera í skugga sviðsljósins.

Eins og Sólbjörg sagði í athugasemd við annan pistil, ef hún verður ekki handtekin þá fær hún athygli firir að vera hugrök.

Ef hún verður handtekin þá fær hún athygli fyrir það.

En ef hún verður handtekin þá er það algjör misskiningur hjá henni að JóGríma geti eitthað hjálpað henni.

Nei sturta er í boði daglega, hvort sem það eru county jail eða federal, nema að fanginn hafi ekki virt reglur fangelsins, þá missa fnagar ýmis réttindi. Svo hefur mér verið sagt. Kanski er það ekki rétt, veit það ekki af reynslu, og hef engan áhuga að reyna á það.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 13.2.2013 kl. 06:01

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Manning er mikil hetja og nafn hans verður lengi í minnum haft, Birgitta er sannkallað hörkutól og lætur flesta karla landsins líta út sem hálfgerðar mýs. Hælbíta á hún samt næga eins og gjarnt er um mikla kvenskörunga, alltaf einhverjir kallar, smáir í sniðum, sem þola þær ekki.

Georg P Sveinbjörnsson, 13.2.2013 kl. 09:38

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Blessaður Jóhann.

Auðvitað er þetta athyglissýki. Flestir í stjórnmálunum þjást af henni eða fá hana.

Þetta sá ég um federal í Atlanta:

http://www.wikihow.com/Survive-in-Federal-Prison

"You will be allowed to shower twice a week and have exactly five minutes to shower."

En það eru sérstök female federal svo að vonandi er þetta skárra þar.

Við erum auðvitað ekki að dæma dömuna í tukthús hér á síðunni.

En ég færi ekki þó að líkurnar væru ekki nema eitt prómill.

Þetta er greinilega herfileg vist.

En tímasetningin hjá Birgittu er líka augljós.

Hún að vonast til að lenda þarna í stuttu ævintýri sem yrði til þess að hún næði aftur kosningu inn á þing.

En það held ég að sé borin von.

Íslenskum almenningi er skítsama um Wikileaks og ævintýrin þar.

Og hefur takmarkaða samúð með lögbrjótum.

Viggó Jörgensson, 13.2.2013 kl. 11:37

6 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég ber einfaldlega mikla virðingu fyrir "whistleblowers" almennt og oft alveg gríðarlega mikilvægum verkum þeirra, án þeirra væri margur glæpurinn (og stríðsglæpurinn) sem við hefðum aldrei frétt af. Ég ber líka mikla virðingu fyrir fólki sem hefur kjark og dug til að berjast gegn mannréttindabrotum og fyrir frjálsara samfélagi manna eins og Birgitta óumdeilanlega er, alltof sjaldgæf manntegund á síðari tímum en sem betur fer ekki alveg útdauð ennþá þótt æði margir vildu það eflaust gjarnan, valdníðsla og spilling þrífst best á bak við leyndarhjúp og fáu er valdinu verr við en óþægilegar og afhjúpandi upplýsingar sem berast upp á yfirborðið, tala ekki um í lögregluríki ein og Bandaríkin eru.

Georg P Sveinbjörnsson, 13.2.2013 kl. 11:44

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Held Georg að Manning sé í einhverjum vandræðum með sjálfsmynd sína frekar en að hann sé hetja.

En sé hann hetja þá fórnaði hann eigin lífi fyrir fólk sem þegar var dáið.

Og hann kom upp um sig sjálfur með því að blaðra á netinu.

Hetja segirðu. Kannski en fyrir mér er hann frekar kjáni.

Vonandi er þetta rétt hjá þér með Birgittu að hún sé hörkutól.

En hörkutól við hvað?

Íslenskur almenningur minnist hennar ekki sérstaklega fyrir baráttuna.

Nema helst þetta Wikileaks ævintýri.

Þeir sem voru svangir í matarröðinni voru jafn svangir þó að eitthvað læki á Wikileaks.

En hvað er hugrekki og hvað er einfaldlega heimska?

Vonandi braut hún engin lög þegar hún laumaði Julian Assange inn í bandaríska sendiráðið?

Eða var hún hlutdeildarmaður í tilraun til að njósna þar?

Það er ómögulegt að átta sig á hvað kananum getur dottið í hug þegar hann er kominn í fýlu.

Þegar þú ert að fást við hernaðarstórveldi með óútreiknanlegt réttarvörslukerfi þá er það ekki hugrekki.

Heldur heimska að stingu höfðinu upp í slíkt skrímsli þegar þú ert búin að sparka í það.

Annað hvort er kanninn búinn að missa áhugann á Birgittu eða finnst hún ekki nægilega merkilegt viðfangsefni.

Og þá er hún heppin.

Eða þá að þeir taka hana fyrir öðrum til viðvörunar, af því að bið verður á að þeir nái í Julian Assange.

Þeir gætu skellt sér í að saksækja þau Jacob Appelbaum og Birgittu saman.

Og skellt á þau tveimur árum eða kannski tíu eða tuttugu árum.

En miðað við það sem sendiherrann sagði Birgittu munnlega, að hennar sögn, þá höfðu þeir misst áhugann á henni.

En þá er það bara spurningin hvað þeir hafa fundið á netinu sem gæti komið sér illa fyrir hana.

Viggó Jörgensson, 13.2.2013 kl. 11:50

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég er bara algerlega sammála þér George í athugasemd númer sex. Sem á að vera á eftir minni númer sjö.

Vona bara að Manning hafi sjálfur áttað sig á áhættu sinni og verið tilbúinn að taka afleiðingunum og sé sáttur.

Ef ekki þá er þetta mjög sorglegt fyrir hann.

Ekki er búið að sanna, svo að ég viti, að Julian Assange hafi náð að hvetja Manning til að senda sér efnið.

En ég er ekki viss um að hinn barnalegi Manning hafi gert sér grein fyrir alvarleika málsins.

En ef Assange hefur verið að nota sér það, þá var það ljótt.

En Assange gat ekki vitað af því að Manning færi að blaðra um þetta á netinu

sem jú hluti af því hversu laskaður hann var.

Viggó Jörgensson, 13.2.2013 kl. 11:59

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þetta er rétt hjá þér Jóhann.

Dömurnar fá að fara í sturtu á hverjum degi.

Þær eru aðeins vistaðar Hazelton í Vestur Virginíu.

Það er þessar sem komast upp á kannt við alríkið.

http://www.bop.gov/locations/institutions/haz/HAZ_sff_aohandbook.pdf

Viggó Jörgensson, 13.2.2013 kl. 12:38

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Takk fyrir confirmation á sturtu tíðni stúlknana, en eins og ég sagði, mér var sagt þetta.

Ég vil endilega að Birgitta fái að þrífa sig daglega.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 13.2.2013 kl. 14:21

11 identicon

þið gleymið samt einu. Hún er þingmaður hjá NATO ríki. það vegur þungt. Mjög þungt. þeir munu láta hana vera að mestu. Hún verður hleruð og elt um allt enn annars látin vera.

ólafur (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 22:01

12 Smámynd: Viggó Jörgensson

Rétt Ólafur en við gleymdun því ekki.

Bara ekkert sem kaninn þarf að láta Nató samþykkja eins og er.

Á meðan þeir þurftu að láta okkur samþykkja hernaðaraðgerðir í Líbíu.

Þá þóttist Hillary vera að hlusta á bullið í Össuri um norðurskautið og fleira.

Um leið og Líbíusamþykkið var komið þá fékk Össur spark í rassinn út af hvalveiðum.

Þannig að þessa stundina er þeim skítsama um Nató og hvað þá stjórnarandstöðuþingmenn þar.  

Viggó Jörgensson, 13.2.2013 kl. 23:10

13 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þungu fargi af okkur létt Jóhann.

Ekki viljum við hafa þessar elskur óbaðaðar.

Viggó Jörgensson, 13.2.2013 kl. 23:11

14 Smámynd: Viggó Jörgensson

En eins og ég segi ef Birgitta gerði ekkert fyrir Wikileaks annað en að koma á framfæri upplýsingum

um árásir Bandaríkjamanna með Apache þyrlunum þann 12. júlí 2007 í Írak,

eða um sprengingar á konum og börnum, með B-1 sprengiflugvél,  í suður Afganistan þann 4. maí 2009, 

þá þarf hún ekkert að óttast í Bandaríkjunum.

Ef hún að einhverju leyti var á einhverjum tímum í hlutverki Julian Assange þá býð ég ekki í það. 


Viggó Jörgensson, 13.2.2013 kl. 23:43

15 identicon

Wikileaks og Birgitta geta ekki haft neitt að fela, allt opið og gegnsætt hjá þeim.

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 17:06

16 identicon

það er samt eitt sem menn verða að muna. USA er EKKI réttarríki lengur. 2002 voru samþykt svo kölluð patriot lög. Ég nenni ekki að útlista þau nánar enn svona í stuttu máli gefa þau stjórnvöldum þar álíka frelsi til að gera nánast hvað sem er við hvern sem eins og þau lög sem Hitler náði í gegn eftir brunan í þínghúsinu. Eini munurin á þeim er að það er ekki búið að banna aðra enn repuplikana saman ber bann við öðrum flokkum enn nasistum.

Ég held samt ekki að þeir taki Birgitu. Enn þeir munu vera með hana undir smásjá meðan hún dvelur þarna og sennilega út hennar ævi.

Ég mæli með því að fólk kynni sér þessi patriot lög! það er sko lesning sem slær öllu við!

ólafur (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 20:14

17 identicon

Enn varðandi þetta sem þú nefnir réttilega með Hillary þá er það nú þannig að USA Á enga vini eða bandamenn lengur. Enga og þá er Bretland meðtalið. USA eiga sér bara hagsmuni og það skammtíma hagsmuni. þeir stinga alla í bakið og njósna um allt og alla. Allir eru hugsanlegir óvinir og fíknin í olíu og auðlindir annara þjóða stjórnar öllu þarna hjá þeim. Sorglegt enn satt.

ólafur (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 20:20

18 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvernig væri að íslendingar frá landi siðferðis og réttlætis hætti að ferðast og hafa viðskipti við þetta viðbjóðslega land þar sem allir eru nautheimskir?

Í hvað eru íslendingar að sækja?

Af hverju ferðast ekki íslendingar til Brussel/Evrópu þar sem allt er svo gott og fínt, álva siðferðis og réttlætis.

Við hér í BNA erum ánægð með siðferðið og réttlætið og ef okkur finst eitthvað af því þá verður því breitt og þá sérstaklega ef eitthvað er ólöhlegt.

Það er rétt að það kaupir enginn vini, en núverandi Forseti BNA hét því að hann mundi koma því til leiðar að allir mundu elska BNA. En við vitum að raunin er önnur, bezta vinaþjóð BNA í Evrópu hefur yfirgefið BNA eftir að núverandi Forseti settist í stólinn.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 14.2.2013 kl. 20:42

19 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég vona að það sé rétt hjá þér Ólafur að þeir láti stelpuna í friði.

Og hitt er allt rétt sem þú segir um þessi stórháskalegu Patriot lög þeirra.

Aldeilis ótrúlegt að þessi þjóð sem þykist útvörður frelsis, lýðræðis og mannréttinda skyldi koma slíkum óhugnaði upp.

Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað að lögsaga dómstólsins næði til bandarískra ríkisborgara í Guantanamo á Kúbu.

En að honum kæmi útlendingar þar ekkert við.

Fangabúðir Bandaríkjamanna á Kúbu eru brot á öllu sem vestræn lýðræðis- og réttarríki standa fyrir.

Og nú reyna haukarnir í Öldungadeildinni að koma í veg fyrir að Chucks Hagels verði varnarmálaráðherra.

Hann er einn af allt of fáum repúblikönum sem er með eðlilega skynsemi.

Viggó Jörgensson, 15.2.2013 kl. 13:17

20 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þetta er því miður allt of satt hjá þér Ólafur hversu sjálfmiðaður kaninn er og hefur alltaf verið.

Verstir eru hins vegar haukarnir í GOP.

Held að demókratarnir væru skárri en þeir sýnast væru þeir ekki í minnihluta í fulltrúadeildinni.

Mér fannst Obama alveg ótrúlega kurteis við þá í stefnuræðunni nú í vikunni.

Viggó Jörgensson, 15.2.2013 kl. 13:21

21 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég sé Jóhann að þú ert að fara að reima á þig boxhanskanna á leið á æfingu.

Vissulega er veröldin ekki svört eða hvít.

Í Evrópu eru að sjálfsögðu sams konar fasistar og eru í The Grand Old Party.

Í BNA eru þeir bara lengra komnir í heilaþvottinum um að allt sé best í BNA.

Á ekki þessi örlitla yfirstétt alla fjölmiðlanna eins og flest annað?

Ég skammast mín fyrir hönd Bandaríkjamanna, sem mér er mjög vel við, (ekki þó haukanna í GOP)

þegar ég sé þætti um að venjulegir láglaunamenn hafi ekki efni á að fara til læknis eða tannlæknis.

BNA er vissulega á toppnum í vísindastarfi, háskólastarfi og margs konar tækni og listum.

Ömurlegt að sjá BNA missa niður forskotið í flugvéla- og bílaframleiðslu, hvað gerðist eiginlega?

Og er ekki misskiptingin bara að versna ef eitthvað er?

Viggó Jörgensson, 15.2.2013 kl. 13:33

22 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki gott dæmi hjá þér um fjölmiðlana.

Hvernig er fjölmiðlaástandið á íslandi?

Er ekki einn yfirstéttarmaður sem notar konuna sína sem er skrifuð sem eigandi á all flestum fjólmiðlum Íslands.

Ekki hef ég orðið var við þetta lækna vandamál sem þú bendir á hér í BNA, en á Íslandi þá er fólki neitað að fá meðhöndlun af lækni af því að það er orðið of gamalt.

Faðir minn misti heyrnina en það var hægt að koma í veg fyrir það, en af því að það var svo dýrt og hann orðinn svo gamall þá var ekkert gert.

Svo eru biðin eftir að fá að komast undir læknishendur, tók móður mína 2 1/2 ár að fara í aðgerð með augun. Af hverju var biðin svona löng, jú Ríkið útbítir bara vissum fjárhæðum árlega fyrir aðgerðina sem móðir mín þurfti að fara í. Skipti engu máli hvað voru margir á biðlista. Þetta voru skýringar læknisins.

Það er flott að Evrópa er að taka yfir flugvéla og bílaframleiðsluna, vandamálið er efitr nokkur ár þá hefur enginn efni á að keyra eða fara í flug útaf háum eldsneitiskostanaði og svo karbonskatturinn.

Hvort að Hagel verður Secratery of War eða ekki skiptir engu máli. Ef Hagel verður það ekki þá verður einhver annar settur í það.

Auðvitað er veröldin svört og hvít. Það er bara til rétt eða rangt, er það ekki?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 15.2.2013 kl. 15:19

23 Smámynd: Viggó Jörgensson

Blessaður aftur.

Ástandið á fjölmiðlunum á Íslandi er jafnvel verra en hjá ykkur þarna úti nema að enn höfum við RÚV hvað sem það þýðir.

Nákvæmlega rétt að sá piltur vildi eignast landið, ráða hér öllu og allra helst umfjölluninni um sjálfan sig.

Ég er bara að tala um þessa þætti frá BNA þar sem einhver skipuleggur sjálfboðastarf með heilbrigðisstarfsfólki.

Þau mæta í t. d. íþróttahús í eina helgi og gefa vinnuna sína. Alls konar læknar, tannlæknar o. s. frv.

Alla nóttina bíður fólk svo í biðröð eftir að komast að í fría læknisskoðun og ráðgjöf.

Þar kemur fram að fullt af þessu fólki er í fullri vinnu en hefur samt ekki ráð á læknisþjónustu.

Veit ekki meira en þetta, þetta er bandarískir þættir um starf bandarískra sjálfboðasamtaka í Bandaríkjunum.

Ég kannast við þessa forgangsröðun sem þú nefnir í heilbrigðiskerfinu hér, þetta er frekar nýtt en alveg ömurlegt.

Þetta með augnaðgerðina er eitthvað mjög skrítið.

Fyrir 10 árum fylgdi ég ömmu minni í tvær aðgerðir, augasteinsaðgerð og ventilísetningu vegna gláku.

Hún beið í mesta lagi í 3 mánuði alls.

Nú í desember s. l. fylgdi ég 82 ára gamalli frænku minni í tvær augasteinsaðgerðir. Hún beið eftir þeim í sex mánuði.

Móðir þín hefur ef til vill farið í flóknari aðgerð hjá sérhæfðum augnlækni sem er að skera á mörgum norðurlöndum?

Mér finnst það ekkert flott að Evrópa sé að taka yfir flugvélaiðnaðinn.

Þeir eru svo vitlausir hjá Airbus að þeir eru alltaf að reyna að finna upp flugið sjálfir.

Afleiðingarnar eru fjöldi flugslysa sem aldrei þurftu að eiga sér stað.

Já sjálfsagt verður dýrara og dýrara að fljúga þangað til að þeir fara að nota loftskipin aftur.

En þá með helíum en ekki vetni eins og í Hindenburg.

Auðvitað fer í einhver í þetta ráðherraembætti en mér líst persónulega einstaklega vel á þennan Hagel.

Eins og hann talar gæti hann farið að afla Bandaríkjamönnum vina og gæti jafnvel leyst einhver mál.

Full stærðfræðileg nálgun þetta með rétt eða rangt.

Við getum, hvor um sig, haft ágæt markmið án þess að við getum í sjálfu sér sannað hvort þeirra sé betra.

Ekki frekar en að sanna að bleikur litur sé fallegri en fjólublár.

Besta kveðja héðan.

Eftirskrift: Ég er annars að fara að kaupa mér hjálm.

Það var loftsteinadrífa í Rússlandi í nótt.

Vona að þið sleppið við það.

Viggó Jörgensson, 15.2.2013 kl. 17:06

24 Smámynd: Jóhann Kristinsson

He he he, og ættli að þú þurfir nokkuð að vera eyða í hjálm, ef einn molinn fer í hjálminn þá held ég að skipti ekki máli, endalokin verða þau sömu og hjálmlaus.

Já þetta er allt upp í loft hvoru megin Atlantshafsins sem það er. Ég fer nú alltaf til Tóta tönn þó svo að það se dýrara heldur en hér í BNA.

Það verður lítið sem við getum gert ég og þú, en ef við getum fengið fólk til að hugsa aðeins um hlutina ekki bara lesa fréttina og trúa öllu sem þar er skrifað.

Því miður þá er blaðamenska orðin svo pólitízkur fréttaflutningur að það þarf að kanna málin nánar og finna hvað er rétt og hvað er ekki rétt í fréttini.

Mér skilst að RÚV gæti þess vegna verið kölluð samfylkingin, svo oft er talað frá þeirri hlið í póltízkaheiminum, en þú veizt það betur, en ég hlusta yfirleit ekki á RÚV en hlusta á stöðvar Jóns Ásgeirs ;>)

Ég vildi óska að fjármál íslendinga fari að lagst og Snjóhengjan komist í örugga höfn, svo að það sé hægt að afnema gjaldeyrishöftin.

Og það er hárrétt hjá þér það hefur enginn rangt fyir sér í pólitízkum spekulagsjónum. Gaman að lesa aðrar hugsjónir, keep up the good work.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 15.2.2013 kl. 17:34

25 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sammála þér með þetta.

Þó að við bloggarar séu oft á tíðum á eintali sálarinnar. 

Þá er mikilvægt, eins og þú segir, að fólk noti sér málfrelsið og taki þátt í þjóðfélagsumræðunni.

Sem betur fer gerir netið okkur kleyft að afla okkur betri og meiri upplýsinga en áður var.

Bestu kveðjur. 

Viggó Jörgensson, 15.2.2013 kl. 20:15

26 Smámynd: Viggó Jörgensson

Skoðaði amerískan hjálm með árs ábyrgð.

Afgreiðslumaðurinn lofaði mér endurgreiðslu ef það kemur svona gat eins og þú lýsir.

Er að hugsa málið. 

Viggó Jörgensson, 15.2.2013 kl. 20:23

27 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Var að heyra í fréttum að stóri steinninn er farinn framhjá um 17,000 mílur frá jörðu og er að fjarlægjast jörðina, skip the helmet and save your money ;>)

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 15.2.2013 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband