8.2.2013 | 16:07
Bjarni er búinn að vera.
Því miður fyrir þann góða dreng sem Bjarni Benediktsson er.
Þá er hann búinn að vera sem trúverðugur stjórnmálamaður.
Hann var farinn að daðra við aðild að ESB.
Hann greiddi atkvæði með icesave á Alþingi.
Hann var hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni nóttina sem Glitnir féll. Hvað var hann að gera þar?
Hann var umboðsmaður við ýmis konar fjármálagerninga sem ekki reyndist alls kostar heppilegt.
Hann sat í stjórn stórfyrirtækja þar sem ýmislegt fór síður en skyldi.
Fyrrum forysta Sjálfstæðisflokksins hratt af höndum sér þeim fjármálamönnum sem ekki gátu unnið við dagsljós.
Á fundi í Borgarnesi tók Samfylkingin þá upp á arma sína við mikinn fögnuð í sal. Og lauk þá einsemd þeirra í Öskjuhlíðinni.
Bjarni Benediktsson er allt of tengdur ýmsu því sem miður fór í hruninu til að vera formaður Sjálfstæðisflokksins.
Þeir einu sem ekki koma auga á þá staðreynd eru ellihrumir fulltrúar fortíðarinnar á Landsfundi Sjálfsstæðisflokksins.
Ef allt væri með felldu væri Sjálfstæðisflokkurinn nú með yfir 50% fylgi í skoðanakönnunum en þvert á móti minnkar það stöðugt.
Fleiri eiga þar sök en Bjarni en hann á þar stærstan hlut eða öllu heldur endalaus umfjöllun um aðild hans að ýmsum málum.
Í fari stjórnmálaforingja á einfaldlega ekkert að vera til staðar sem fjölmiðlar geta velt sér upp úr.
Það virðist hafa farið framhjá ótrúlega mörgum.
Að framvegis verða stjórnmálamenn að hafa algerlega hreinan skjöld.
Annað er óþolandi.
Og verður ekki þolað.
Fleiri kjósa Hönnu Birnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:41 | Facebook
Athugasemdir
Þessi Stokkseyjarætt hefur fyrir löngu samið sér frest vegna lánakjara sinna. Alltaf þarf Hanna Birna að vera fyrst til að benda á ámælisverðan málflutning vinstrimanna. Getur hún ekki bara slakað á í skattagóðærinu?
Ragnar (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 16:49
Alveg ljómandi góð upplesning frá þér Viggó. Bjarni er helsti dragbítur íslenskra hægrimanna og raunverulegt árangusrþak sem ekki verður horft framhjá.
Gylfi Gylfason, 8.2.2013 kl. 16:58
Tek undir þetta flest, Viggó
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2013 kl. 17:29
Sæll Viggó, Bjarni gerði best fyrir Sjálfstæðisflokkinn með því að viðurkenna stöðuna og segja af sér formennskunni, það er ótrúlegt að flokkurinn skuli sætta sig við það að vera ekki á miklu meiri siglingu í stjórnarandstöðu við verst þokkuðu ríkisstjórn allra tíma.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 17:53
Þakka ykkur öllum.
Viggó Jörgensson, 8.2.2013 kl. 21:00
Tek undir þetta, Viggó
Skúli Víkingsson, 8.2.2013 kl. 21:31
Þakka þér Skúli.
Viggó Jörgensson, 9.2.2013 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.