5.2.2013 | 13:42
Þarf að afturkalla ESB umsóknina og sættast við þjóðina.
Samfylkingin var með umboð frá 30% kjósenda til þess að hefja þessa för sína í ESB.
Öll sú ferð var drottinsvik við meirihluta þjóðarinnar eða með öðrum orðum landráð.
Og forysta Samfylkingarinnar hélt að hún kæmi Íslandi inn í ESB á hraða sem yrði nýtt Evrópumet.
Hún áttaði sig ekki á að stjórnarskráin heimilaði ekki inngöngu.
Þá hófst leiksýningin; valdið til fólksins þar sem fólkið átti að fá að semja nýja stjórnarskrá.
Tilgangurinn var eingöngu að breyta stjórnarskránni þannig að heimilt yrði að ganga í ESB.
Blekkingin í stjórnarskrármálinu var þríþætt:
* Leyna átti raunverulega tilganginum sem var að fá heimild til að ganga í ESB.
* Telja átti almenningi trú um að þarna væri á ferðinni ósk um að fólkið í landinu fengi einhverju að ráða. Fallegt ekki satt.
* Látið var að því liggja að úrelt stjórnarskrá ætti að einhverju leyti sök á efnahagskreppunni í landinu.
Þetta síðasta hentaði ágætlega til að reyna að fela þá staðreynd að bankareglurnar komu algerlega frá ESB.
Svo mikið lá á að fá hraðferð inn í ESB að kröfur Breta og Hollendinga í icesave voru allar samþykktar af forystu ríkisstjórnarinnar.
Svo slæm var samviskan að ekki einu sinni þeirra eigin stjórnarþingmenn máttu fá að sjá samninganna um icesave eða við AGS.
Enda reyndust þeir hreint tilræði við framtíð þjóðarinnar að sögn eina stjórnarþingmannsins sem hafði menntun til að skilja þá.
Stjórnarþingmaðurinn Lilja Mósesdóttir, með BBA próf í viðskiptafræði, meistarapróf og doktorsgráðu í hagfræði, afsagði að styðja málið.
Og afhjúpaði vangetu forystu ríkisstjórnarinnar og hrein landráð í samningagerðinni.
Svo mikið lá á að fá hraðferð inn í ESB að kröfur verndara alþjóðlegrar fjárglæfrastarfssemi voru allar samþykktar.
Ríkisstjórnin hugsaði fyrst og fremst um kröfur ESB, AGS og "markaðarins" en ekkert um svangan almenning í matarröðinni.
Ríkisstjórnin gerði bráðræðislega samninga um icesave, skuldasöfn gömlu bankanna og hneigði sig fyrir alþjóðlegu peningavaldi.
Ríkisstjórnin reyndi að hræða okkur þjóðina til þess að gera hið sama.
Það gerðum við ekki heldur höfnuðu rúmlega 98% kjósenda að samþykkja icesave hræðslusamninga ríkisstjórnarinnar.
Forysta ríkisstjórnarinnar sagði að okkar biði hreint svartnætti framundan ef við samþykktum ekki.
Það reyndist vera lýgi eins og nánast allt sem þau sögðu okkur í næstum öllum málum.
Nú er Samfylkingin komin úr um 30% kjörfylgi niður í 14% og 12% í skoðanakönnunum.
Verkefni Árna Páls verður kannski það eitt að leggja Samfylkinguna niður og skríða inn í nýja útibúið í von um Betri framtíð.
Þröng staða Árna Páls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:49 | Facebook
Athugasemdir
Flottur pistill ...orð i tima töluð .takk .takk
rhansen, 5.2.2013 kl. 14:08
Þakka þér rhansen.
Þetta er samt sorgarsaga sem ég vildi óska að hefði farið öðru vísi.
Viggó Jörgensson, 5.2.2013 kl. 14:35
Rétt og satt orð fyrir orð. Munur eða allt sem frá þessari ríkisstjórn hefur komið.
Magnús Óskar Ingvarsson, 6.2.2013 kl. 04:37
Kvitt. Því miður svo átakanlega satt. Meira að segja stjórnarskrárvinnan sem ég fagnaði og hafði beðið eftir í áratugi reyndist óþverralegur blekkingarleikur sem auðvelt var að réttlæta.
Allt er þetta umsóknarferli svo óþverralegt og andstyggilegt að það er árás á viðleitni manns til að trúa því að stjórnmálamenn vilji fólki í rauninni vel en séu bara mismunandi heppnir með aðferðir.
Og maður spyr sig:
Hvers vegna í ósköpunum?
Árni Gunnarsson, 6.2.2013 kl. 08:30
Ef að Árni Páll vill það sem hann sagði í ræðu eftir formannskjörið verði að veruleika, að þingheimur starfi í sameiningu um þau mál sem skipta landið mest. Þá verður það fyrsta sem Árni Páll þarf að gera að setja Stjórnarskrárfrumvarpið á ís, og setja ESB ferlið í þjóðaratkvæði í koningunum í vor. Það er of mikill klofningur landsmanna um þessi tvö mál
Ef Árni Páll lætur ekki verða að þessu, þá getur hann gkeymt allri þessari samvinnu allra flokka sem hann var að predika og það beytist ekki neitt. Jóhönnu og Steingríms illindin halda áfram.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 6.2.2013 kl. 22:30
Þakka þér Magnús Óskar
Viggó Jörgensson, 7.2.2013 kl. 10:33
Það er von að þú spyrjir Árni.
Ég held að hluti af svarinu sé að gamlir stjórnmálamenn átti sig ekki á breyttum tímum.
Þegar miklu erfiðara var að nálgast upplýsingar þá gátu stjórnmálamenn reynt að stjórna umræðunni, og almenningsálitinu, með spuna.
Það þýðir ekki lengur að segja okkur, til dæmis, að allt sé í himnalagi með evruna ef við getum sjálf lesið, í öllum fjölmiðlum Evrópu,
að allt sé í klessu með evruna og frú Merkel á stöðugum neyðarfundum út af evrunni.
Samt reyndu þau Jóhanna og Össur að segja okkur eitthvað annað en þennan einfalda sannleika.
Maður spyr sig hvort að fólkið gangi heilt til skógar og í hvaða heimi það sé eiginlega statt.
Og svo er það hræðilegt að stjórnmálamenn geti ekki sagt fólki satt um raunveruleg áform sín.
Eða hafa þeir engin raunveruleg áform nema að sitja á valdastólunum? Er það orðin einhver sálsýki hjá þessu fólki?
Er stefnan bara eitthvað sem er upp á punt, þannig að eftir kosningar geti þeir gert hvað sem er? Svo fremi sem þeir séu ráðherrar sjálfir?
Það er kominn tími til að þjóðin afþakki slíka stjórnmálamenn sem ekkert er að marka.
Og eru orðnir svo bilaðir að halda að enginn, geti, eða eigi, að stjórna nema þeir sjálfir.
Þó að nánast allir aðrir sjái annað til þeirra.
Viggó Jörgensson, 7.2.2013 kl. 10:47
Sammála þér Jóhann Kristinsson.
Nema hvað ég held að ekkert þurfi að setja ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Skoðanakannanir sýna að flest okkar höfum engan áhuga á að ganga í ESB, hvað sem síðar kann að verða.
Við sjáum einfaldlega í hendi okkar að það eru alls ekki okkar bestu hagsmunir.
Við sjáum að kjör almennings í ESB eru hreint út sagt ömurleg, atvinnuleysi gífurlegt, spilling í algleymingi og endalaus vandræði.
Viggó Jörgensson, 7.2.2013 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.