31.1.2013 | 03:50
Eitt endemið enn.
Allt er í uppnámi í skólamálunum í Grafarvogi og borgarstjórinn Jón Gnarr veit þar ekki sitt rjúkandi ráð.
En hefur hins vegar daginn fyrir sér til sinna hverri endemisvitleysunni á fætur annarri.
Eftir fund í Grafarvoginum kvartaði Jón Gnarr yfir virðingarleysi einhverra fundarmanna þar.
Og heldur svo ótrauður áfram að haga sér eins og hann sé 12 ára.
Von að hann kvarti.
Jón Gnarr tekur áskoruninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:05 | Facebook
Athugasemdir
Thad er ekki furda thott folk se reitt thegar borgarstjorinn svarar ekki spurningum.
Hann hefur um kring sig hird sem a ad verja konginn aföllum. Mig minnir thetta upplegg helzt a ungmeyjar i betri familium sem adur fyrr höfdu med ser svo kallad "förkläde", svuntu, sem atti ad sja til thess ad ungmeyjan kaemist ekki i snertingu vid hitt kynid!
Hitt er svo rett ad islenzkri umraeduhefd er mjög abotavant.
S.H. (IP-tala skráð) 31.1.2013 kl. 11:43
Æi verið ekki svona gamaldags. Þið eruð eins og gamlar kerlingar í Vesturbænum að skrifa í Velvakanda. Það er allt í lagi með skólamálin í Grafarvogi og borgarstjórinn er tákn nýrra tíma og skemmtilegur. Hættið að vera svona mikið íhald!
Gleðipinninn (IP-tala skráð) 31.1.2013 kl. 12:06
S. H.
Já er Jón strax búinn að koma sér upp fílabeinsturni með varðmönnum?
Það er þá ákaflega sorglegt þar sem hann er svo nýbyrjaður í stjórnmálum.
En strax búinn að tileinka sér það versta sem þeir gömlu gerðu.
Að trúa einungis þessum örfáu sem segja þeim það sem þeir vilja sjálfir heyra.
Og dauðleiðist ef ekki er verið að tala um þá sjálfa og öll þeirra "afrek".
Móðgast eðlilega.
Viggó Jörgensson, 31.1.2013 kl. 17:32
Svona svona Gleðipinni.
Ég er ábyggilega langt kominn að breytast í gamla nöldrandi kerlingu í Vesturbænum.
Þó að ég átti mig ekki á því sjálfur sem er eitt af fyrstu einkennunum.
Segðu okkur meira af skólamálunum í Grafarvogi.
Er þetta bara allt vitleysa sem Grafarvogsbúarnir hafa tjáð sig um á netinu?
Ég hef engan séð lýsa yfir ánægju sinni.
Að það sé tilfellið að þar séu menn ósannsögulli en í öðrum borgarhverfum?
Borgarstjórinn er auðvitað með skemmtilegri mönnum landsins.
En það er hætt að vera skemmtilegt að hann sé borgarstjóri hafi það einhvern tímann verið.
Ég styð eindregið að Jón verði ráðinn sem borgarlistamaður.
Og að ráða þá einhvern í borgarstjórastöðuna sem nennir að setja sig inn í borgarmálin þannig að hægt sé að svara borgarbúum af þekkingu.
En það er nýi tíminn segirðu?
Að æðstu stjórnendur viti ekkert í sinn haus um þá starfssemi sem þeir eru yfir?
Eitthvað rámar mig í að hérlendis hafi verið hópur af barnungum bankastjórum sem ekkert vissu í sinn haus um bankarekstur.
Og hvernig endaði það nú aftur?
Nöldur, nöldur já svei mér bölvað kerlingarnöldur.
Eru kerlingarnar verri en við karlarnir?
Viggó Jörgensson, 31.1.2013 kl. 17:49
Viggó, það það virðist vera í tísku að hafa ekki hundsvit á ábyrgð í æðstu embættum. Fyrrum bankastjórnendur og viðskiptamógúlar voru snöggir að gera samninga, líkt er með forsetisráðherrann, ítrekað les hún ekki samninga því það er svo hundleiðinlegt - vildi bara samþykkja og láta þjóðina borga. Stjórnarskráin er mál þar sem öll vinstri elítan engist sundur og saman froðufellandi af því að lögfróðir menn sem hafa þekkingu, getu og nennu til að lesa drögin sem hefur tekið mánuði og ár að hnoða saman, segja samsuðuna óhæfa og ruslatunnumat. Þá er farið í hörkufýlu yfir matinu frá "þekkingar nöldurliðinu", sem kann og nennir að lesa.
Hygg að brátt verði tillaga lögð fram hjá stjórnarliðinu að skera enn frekar niður í menntamálum því það eina sem hafist upp úr menntun sé fólk sem kann að lesa sér til gagns (er ekki með ADHD eða dyslexiu). Því reynslan sýnir að þetta kunnáttu fólk verður síðar til mikilla leiðinda með aðfinnslum og nöldri yfir kunnáttulausum gleðigjöfum í æðstu embættum.
Sólbjörg, 1.2.2013 kl. 05:38
Þú lýsir þessu snilldarlega Sólbjörg.
Viggó Jörgensson, 2.2.2013 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.