22.1.2013 | 11:31
Annað bindiefni eða mengað salt?
Í nokkra áratugi höfum við ekið á þessari gerð af slitlagi án þess að svona ósköp hafi komið upp á.
Við höfum líka saltað tjörubikaða vegi í áratugi þannig að ekki er söltunin sérlega trúverðug skýring.
Bindiefnið í tjörunni, eða eitthvað annað, hlýtur að vera af lakari gæðum en áður eða hreinlega minna af því.
Leysiefnin í tjörunni gætu einnig verið af lakari gerð eða meira af þeim.
Eða saltið mengað af einhverjum efnum sem ekki voru í því áður.
Eins og staðan er núna er trúlegast að einhver hafi verið að spara og notað lélegri efni en áður.Salt er bara of ódýr skýring eins og kannski vegurinn sjálfur.
Blæðandi þjóðvegur stórhættulegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:44 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Viggó, það er eitt atriði sem enginn nefnir og það er að af umhverfisástæðum var hætt að nota white-spirit til þynningar tjörunni og tekið til við að nota lýsi. ástæðan fyrir white-spirit íblönduninni er að þynna tjöruna svo hún sé þjálli við útlagninguna, svo gufar white-spirit úr klæðningunni og hún verður hörð með tímanum ásamt áhrifum diamins sem blandað er í hana, lýsið gufar hinsvegar seint eða aldrei úr tjörunni.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 13:03
Tjaran flýtur og rennur niðurámóti og safnast í polla. Einhver hefur verið að spara og keypt eitthvað ódýrt Kínverskt á kostaboði eða blandað einhverju í hana. Annar möguleiki er að það sé einfaldlega of mikið af henni. Ekta Íslenskt skítamix.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2013 kl. 15:34
Kannski þetta veiti svör: http://www.highwaysmaintenance.com/
Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2013 kl. 15:48
Sæll Kristján.
Kærar þakkir fyrir þessar skýringar.
Það hlaut að vera einhver öflugri skýring en saltnotkun.
Stórkostlegt alveg að gera ekki tilraun fyrst með lýsið.
Á einhverjum smáspotta fyrir utan alfaraleið.
Nákvæmlega eins og þú segir Jón Steinar.
Ekta íslenskt skítamix.
Viggó Jörgensson, 22.1.2013 kl. 19:26
Sæll Kristján aftur.
Þetta diamine (Diethylene glycol, N-Oleyl-1,3-diaminopropane)
sem Vegagerðin notaði sem ýruefni fyrir viðloðunarkvata
er mjög eitrað fyrir vatnalífverur og bölvaður óþverri eins og flest sem virkar.
Getur verið að það sé hætt að nota það eða notað minna???
Viggó Jörgensson, 23.1.2013 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.