Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er fallin. Samfylking og VG með minnihluta á þingi.

Nú er Samfylkingin með 19 alþingismenn og Vinstri hreyfingin grænt framboð með 11 alþingismenn. 

Samanlagður þingstyrkur ríkisstjórnarflokkanna á Alþingi er því 30 alþingismenn. 

Róbert Marshall, hefur lofað að verja ríkisstjórnina falli og þar með hefur ríkisstjórnin opinberlega 31 þingmann á bak við sig.

Samkvæmt þingræðisreglunni ber Jóhönnu Sigurðardóttur að fara á Bessastaði og biðjast lausnar.

Fari Jóhanna ekki sjálfviljug er rétt að stjórnarandstaðan beri fram vantraust svo að þjóðin fái þetta á hreint.

Þjóðinni kemur þetta nefnilega við er það ekki.  


mbl.is „Kornin sem fylltu mælinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta verður látið óáreitt þar sem allir flokkar eru með allt niðrum sig og treysta sér ekki í kosningar alveg strax. Eða bara alls ekki. Engin trúir skoðanakönnunum um fylgi. Það er bara hipsumhaps hvað ómynd við fáum í staðinn.

Sænskir demókratar sátu fleiri kjörtimabil í minnihluta. Íslenskir kratar eru gjarnir á að apa upp sænsku línuna og treysta því að þeir hafi komið öllu í slík óefni að enginn þori að taka við eins og sænskir flokksbræður.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.1.2013 kl. 04:49

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þetta er alveg rétt hjá þér Jón Steinar.

Og að á norðurlöndunum hafa setið minnihlutastjórnir en það er bara ekki venjan hér hjá okkur.

Ég hefði hins vegar viljað fá fram vantraust svo að þessi stjórnarskrár vitleysa hætti.

Viggó Jörgensson, 24.1.2013 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband