Afsökunarbeiðnin er ekki tekin til greina.

Fram kom í Kastljósþætti að Kolbrún Karlsdóttir, formaður Bergmáls hefði kallað þrjá þolendur kynferðisbrota lygara.

Hún sagði starfsmönnum Kastljós að þolendur væru að ljúga því að þau hefðu sagt henni frá brotum KVÞ:

Það er nú heldur betur að koma í ljós að það sem þetta fólk hefur sagt frá, fyrir daufum eyrum, er satt.  

Formaður Bergmáls hefur ekki sagt af sér og ekki beðist afsökunar á þessu.

Afsökunarbeiðnin er því ekki tekin til greina.  

Fari öll Trúfélög og líknarfélög, norður og niður, haldi þau hlífiskildi yfir kynferðisglæpamönnum.

Kynferðisglæpamenn eru örugglega ennþá í "góðum málum" í einhverjum þeirra. 

Engin spurning um það heldur að finna þá. 

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/01/08/karl_vignir_hefur_hlotid_dom/

Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju trúfélög, sbr. hlekkinn hérna fyrir neðan.

Tilkynna ekki barnaverndaryfirvöldum um allar kvartanir um kynferðismisnotkun eða tilraunir til þess?

Og um alla meinta kynferðisglæpi til lögreglu? 

Það er yfirvaldanna að finna út úr því hvað getur átt við rök að styðjast en ekki viðkomandi klúbbs eða samtaka. 

Þó að ekki takist að sanna slíkt er nauðsynlegt að slíkir aðilar séu á skrá ef að fleiri kvartanir koma inn vegna sömu aðila. 

Tek fram að þeir Vottar sem ég þekki eru yndislegt fólk. 

http://www.visir.is/sjo-tilkynningar-hja-sofnudi-votta-jehova/article/2011709059957

Við þekkjum söguna af Byrginu og kærurnar frá Krossinum.

Það er örugglega fleira í gangi.

Það þarf að gera það að lagaskyldu að tilkynna skuli allar kvartanir um kynferðisbrot til Barnaverndarstofu.

Starfsfólk þar er vant því að greina hismið frá kjarnanum og gæti séð hvaða mál eiga að fara til lögreglu. 

Alþekkt er t. d. að í heiftúðugum forræðisdeilum, yfir börnum, er það að verða staðlað að foreldrar brigsli hinu um kynferðismisnotkun.

Það sem skiptir máli varðandi slíkar tilkynningar er að Barnaverndarstofa hafi á sinni hendi allar upplýsingar um slíkar kvartanir.

Stundum sér starfsfólk Barnaverndarstofu, eða lögreglu, í hendi sinni að málið er tilhæfulaust með öllu.   

En ef sami einstaklingur er aftur ásakaður um kynferðislega tilburði við allt önnur börn.

Af mismunandi aðilum, við mismunandi skilyrði á mismunandi stöðum og tímum.

Þá er komin ástæða til að vara við viðkomandi hvar sem hann fer til viðkomandi barnaverndaryfirvalda og lögreglu. 

Það bara verður að breyta lögum þannig að þetta sé mögulegt.  

Og samkvæmt núverandi lögum um persónuvernd er það heimilt ef um almannahagsmuni er að ræða.

Það eru almannahagsmunir ef börnin okkar eru í hættu.     

 


mbl.is Bergmál biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Tek undir með þér afglöp Kolbrúnar formanns Bergmáls eru hrikaleg og henni til ævarandi skammar, og henni er ekki sætt lengur sem formaður, það hefur engin trú á þessu félagi með þessa konu í hásætinu, Kolbrún gerðu það eina rétta skammastu þín og láttu þig hverfa, þ.e.a.s. ef þér er umhugað um Bergmál. 

Skarfurinn, 10.1.2013 kl. 09:13

2 Smámynd: corvus corax

Sammála! Þetta félag, Bergmál, verður ekki marktækt fyrr en stjórnin er búin að tryggja það að Kolbrún segi af sér eða hreinlega verði rekin frá félaginu með skömm. Svo er það aftur umhugsunarefni hve algengt það virðist vera að níðingsverk á börnum séu unnin í skálkaskjóli þessara helvítis ofsatrúarsafnaða og annarra kirkjudeilda hverju nafni sem þær nefnast. Maður hélt að fólk sem þykist kærleiksríkara en aðrir í trúarofstæki sínu byggi í alvöru yfir einhverjum kærleika en svo virðist ekki vera. Oftar en ekki eru þetta úlfar í sauðargæru og ætti að halda börnum frá þessum samkundum þangað til þau hafa náð lögaldri og geta sjálf tekið upplýstar ákvarðanir um það hvort þau vilji starfa með þessum pervertum eða ekki.

corvus corax, 10.1.2013 kl. 15:25

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka ykkur báðum.

Þeir sem hafa óhreint í huga reyna að koma sér í þá aðstöðu að geta misnotað aðra. 

Það er slæmt ef starfssemi trúfélaga er með þeim leyndarhætti að þangað flykkist misyndismenn með guðsorð á vörum. 

Viggó Jörgensson, 10.1.2013 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband