Mótmælabullur.

Endurbirti blogg frá 1. janúar 2009:

Mótmælendur eða mótmælabullur?

Samkvæmt lögreglusamþykkt er óheimilt að vera dulbúinn á almannafæri.

Það þarfnast skýringa af hverju nokkrir mótmælendur eru alltaf dulbúnir eins og hryðjuverkamenn.

Meira að segja á Bessastöðum voru einhverjir dulbúnir í kaffi.

Þá þarf að fá á hreint hvort eitthvað af þessu fólki er bara í mótmælum til að komast í slagsmál og skemmdarverk.

Svona svipað og fótboltabullur í Englandi sem hafa engan áhuga á fótbolta en því meiri á slagsmálum, skemmdarverkum og líkamsmeiðingum.

Að koma í veg fyrir lýðræðislega umræðu í sjónvarpi, þar sem stjórnarandstaðan tekur þátt. Hvaða tilgangi þjónar það?

Að henda grjóti í venjulegan launamann í lögreglunni og slasa hann á höfði.

Hvaða málstaður getur réttlætt það?

Á sama hátt þarf að komast að því, hvort fáeinir lögreglumenn misnoti ítrekað valdbeitingarheimildir lögreglu, með því að beita harðræði umfram tilefni.

Okkar góða lögregla þarf að losna við slíka einstaklinga, séu þeir til.

Á hinn bóginn er eðlilegt að lögreglan beiti vopnum á einstaklinga eða hóp manna sem hafa gripið til vopna í verki og slasað fólk með þeim.

Skiptir þá ekki máli hvert vopið er eða hver hinn slasaði er.

Lögreglunni ber að leysa upp slíkan vopnavettvang.

Friðsamleg og lögleg mótmæli koma lögreglunni hins vegar ekkert við.


mbl.is Gengu í lið með lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amungja lögreglan og yfirvaldið.. alltaf þessir vondu mótmælendur að hrella þá.

maggi220 (IP-tala skráð) 22.12.2012 kl. 12:53

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já og almenningur að skipta sér að vesalings þingmönnunum.

Og ætlast til að þeir geri eitthvað af af því sem þeir lofuðu.

Viggó Jörgensson, 23.12.2012 kl. 03:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband