Slíkt á ekkert erindi í stjórnarskrá.

Stjórnarskrárskaup Samfylkingarinnar ætlar engan endi að taka. 

Það er hástig heimskunnar að banna mismunun vegna líkamsþyngdar. 

Offita er sjúkdómur og þeir sem þjást af henni eru sjúklingar sem ekki eru hæfir í alls konar störf.

Hvernig á offitusjúklingur sem stendur á öndinni við að bera sig um sjálfur, að vinna við  björgunarstörf?

Hvernig getur hann verið slökkviliðsmaður, sjúkraflutningsmaður eða lögreglumaður?

Getur hann verið sundlaugarvörður í skólasundi ef hann þarf sjálfur að nota lyftu til að komast upp úr lauginni?

Hann gæti ekki einu sinni kafað niður á botn laugarinnar eða bjargað sér upp aftur. 

Offitusjúklingar eru einatt með allt of háan blóðþrýsting og færu þar af leiðandi sjálfir í lífshættu við svo aukna áreynslu. 

Er hægt að hafa offitusjúklinga í flugáhöfn eða áhöfn farþegaskipa?

Eða yfirleitt í nokkrum störfum þar sem viðkomandi gæti þurft að bjarga öðru fólki? 

Svarið er einfaldlega nei. 

Nær væri þá að banna heimsku í stjórnarskránni en það er heldur ekki hægt.

Í stjórnlagaráðinu eru flestir sjúklingar sjálfir.  Með athyglissýki alveg ólæknandi.

Það kitlar þau að verða fyrst í heiminum með þessu heimsku sína.  Segir allt sem þarf.

Vilja þau ekki líka verða fyrst í heiminum til að banna mismunun yfirleitt, banna bara próf og hæfniskröfur?

Þá gæti hver fávitinn orðið skurðlæknir, flugstjóri og brúarverkfræðingur. 

Sem nú þegar getur orðið þingmaður, ráðherra og forsætisráðherra.

Það myndi þeim líka í stjórnlagaráðinu.

Þá væri þeirra tími kominn líka. 

 


mbl.is Tillaga um holdafar vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellý

Til að komast í viss störf þarf að standast ákveðnar kröfur. Jafnvel grannt fólk á margt hvert ekkert erindi í slík störf þar sem það hefur ekki þrek sem í þau þarf.

Þú sérð líka ekki heilsu fólks á vexti þeirra. Ég er akfeit en hef samt hingað til verið með frábæran blóðþrýsting, góðan blóðsykur, sterkt hjarta og allt þar fram eftir götunum á meðan að grannt og jafnvel sterklega vaxið fólk í kringum mig á í erfiðleikum með þrýstinginn, dæluna o.sv.f. 

Mér finnst bara allt í lagi að mismuna ekki fólk eftir vexti.

Ellý, 6.12.2012 kl. 19:43

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæl Ellý.

Sammála þér að grannt fólk getur verið þreklaust og ekki bæta þá reykingar úr.

Og það segir þú satt að fólk getur verið í mjög góðu formi þó að það sé þriflegt í vextinum.

En ákvæði um líkamsvöxt á ekkert erindi í stjórnarskrá sem á að vera skýr og skorinorð.

Þar eiga ekki að vera ákvæði um fólk með gleraugu, heyrnartæki, hárkollur eða offitu.

Það á ekki að mismuna fólki nema að málefnalegar ástæður krefjist þess.

Og það má krefjast þess að um slíkt sé fjallað með almennum lögum en það er líka nægilegt.

Það eru málefnalegar ástæður fyrir því að fólk fær ekki ökuréttindi fyrr en við vissan aldur.

Við veitingu ökuréttinda má aðeins mismuna fólki með kröfu um ákveðinn aldur,

að viðkomandi standist heilbrigðiskröfur og ökuprófið.

Þó að stjórnarskráin verndi ákveðin réttindi fólks t. d. atvinnuréttindi og mæli fyrir um jafnræði.

Þá koma þau ákvæði ekki í veg fyrir ákveðna mismunun

en um hana skal þá mælt fyrir um í almennum lögum og fyrir henni þurfa að vera málefnalegar ástæður

og mismununin skal ganga jafnt yfir alla sem eins er ástatt um.

Dæmi um slíkt er missir atvinnuréttinda við ákveðin aldursmörk.

Annað dæmi er af flugmönnum sem missa atvinnuréttindi sín við minnsta heilsubrest.

Offita gæti orsakað fjölmargar ástæður fyrir slíkum heilsubresti hjá flugmönnum.

Þá yrði offituákvæði í stjórnarskrá ekki nein vernd fyrir viðkomandi flugmann.

Alveg merkingarlaust ákvæði í slíkum tilvikum.

Það eru líka málefnalegar ástæður fyrir því að flugfélag velur frekar grannt fólk

til að starfa í farþegarými flugvéla þar sem viðkomandi eru fyrst og fremst öryggisstarfsmenn.

Og þeir öryggisstarfsmenn þurfa að geta athafnað sig í því þrönga rými sem einatt er í farþegaflugvélum.

Frá sjónarhóli flugmálayfirvalda er það aukaatriði að viðkomandi séu einnig að veita farþegum þjónustu.

Svipuð sjónarmið geta einnig átt við um fjölmörg önnur störf og öfugt.

Fólki verður áfram mismunað eftir líkamshæð, vexti, útliti, heilsu, hæfileikum og getu.

Í lög á ekki að setja merkingarlaus skrautákvæði sem enga þýðingu hafa.

Þakka þér kærlega fyrir innleggið.

Viggó Jörgensson, 7.12.2012 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband