Berfættur í sandinum.

Í heitasta hluta heimsins eru flestar pestir í boði.

Þar er hægt að sýkjast af hvers konar iðrapestum sem ýmist eru af völdum baktería eða sníkla. 

Stingandi og bítandi flugur, og skorkvikindi, bera með sér fjölskrúðuga sjúkdóma.

Í ám og vötnum leynast einnig blóðsugur og alls konar óværa önnur.

Meira að segja í sandinum, á ströndinni, eru blóðsjúgandi flær sem bera sjúkdóma í fólk.  

Þeir sem hyggja á ferðalög til slíkra landa eiga að leita sér læknishjálpar áður en þeir leggja af stað. 

Þiggja viðeigandi bólusetningar og hafa með sér þau lyf og viðbúnað sem læknirinn ráðleggur. 

Í þessum löndum er einnig sérlega varasamt að vera með óvarið opið sár eða jafnvel aðeins tannskemmd. 

Það er því einnig rétt að fara til tannlæknisins ef þetta er lengri ferð en venjulegt frí.

Og fái menn einhver einkenni í ferðinni, eða eftir heimkomu, sem ekki hverfa á eðlilegum tíma.

Þá á ekkert að draga það að skunda til læknis á ný.  

   
mbl.is Með lirfu í handleggnum eftir Afríkuferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband