17.11.2012 | 17:04
Sýrlandsstjórn fóðrar ófriðinn þarna en Össur þolir engin ólæti.
Sýrlandsstjórn hefur nú engu að tapa lengur og er farin senda vopn og vandræði í allar áttir.
Meðal annars er talið að hún áformi að senda andstæðingum Ísraels efnavopn eða sé þegar búin að því.
Ekki hefur hann Össur okkar þurft nein efnavopn til að rústa Samfylkingunni og íslenskri vinstri stefnu í öreindir.
Og eins og menn vita þolir hann engan ófrið eða ólæti í öðru fólki.
En það er ekki á góðu von þegar veisluvinir Össurar í Hamas fara að setja upp gasgrímur við grillið.
Nú þegar Össur er búinn að kljúfa íslensku þjóðina í tvo hluta út af feigðarflaninu í ESB.
Ólmast hann, sem óðast, að endurvekja hér Sturlungaöldina, hvar við keyrðum öxina hver í annars höfuð.
Þannig að ýmsir eru þegar farnir að brýna atgeirinn og öxina, þá ætti nú hver að sjá að Össur fer létt með að stilla til friðar í Miðausturlöndum.
Ég held að hann ætti að skella sér og líta, umbergis í barbaríinu, á flugeldasýningar og fleira.
Þá getur hann haldið upp á áramótin í mánuð eða meir.
Við biðjum auðvitað öll að heilsa og drekkum hans heillaskál með nýárinu. Þar er þó þörf að veiti vel af.
Eftirskrift:
Það er skiljanlegt að eðlilegar tafir eru oft á svona ferðum sem alveg geta tekið ár og daga.
Össuri myndum við fyrirgefa vorar skuldir þó hann þryti örindið á heimleiðinni.
Össur: Öryggisráði ber að grípa inn í | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:58 | Facebook
Athugasemdir
Þarf ekkert að segja meir en...
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 17:59
Við Össur minn þökkum þér innlitið Sigurður Kristján.
Viggó Jörgensson, 17.11.2012 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.