10.11.2012 | 10:08
Átti að koma fyrir þingnefnd í næstu viku.
Sumir Bandaríkjamenn telja trúlegra að Obama sé að losa sig við Petraeus svo að hann beri ekki vitni.
Það voru mikil vandræði á bandaríska stjórnarheimilinu þegar sendiherrann í Líbíu var drepinn ásamt þremur öðrum.
Þeir sömu telja að Petaeus hafi ekki tekist nægilega vel upp að mati þeirra í Hvíta húsinu.
Í að taka skellinn af forsetanum og nú fái Petraeus að fjúka svo að hann fari ekki að segja sína sögu í þinginu.
Bandarísk yfirvöld hafa lengi vitað um framhjáhald Petraeus með blaðakonunni.
Tímasetningin nú er því varla tilviljun. Þeir vissu af framhjáhaldinu áður en hershöfðinginn var gerður að forstjóra CIA.
Bloggarinn Avatar JCAL segir:
"Gen Betrayus was sleeping with Iraq female terps when he was in Mosul. It was common knowledge that lead to his nickname General Pussy."
CIA-stjóri hættir vegna framhjáhalds | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:12 | Facebook
Athugasemdir
Það ætti að vera hægt að kalla hann fyrir þingnefnd þó hann sé ekki lengur yfirmaður CIA.
Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 16:09
En hann sleppur sem sagt við það.
Eða öllu heldur sleppa þau í Hvíta húsinu við að hann mæti.
Starfandi forstjóri Michael Morell mætir í hans stað.
Þessi þingnefnd er í fulltrúadeildinni þar sem Repúblikanar hafa meirihluta. (United States House Permanent Select Committee on Intelligence).
Í kosningabaráttunni hélt Romney því fram að Obama og stjórn hans hefði brugðist í að vernda bandaríska starfsmenn gegn hryðjuverkum.
Sumir segja að Petraeus hafi ekki verið nægilega markviss í að taka sökina á CIA og þar með af forsetanum og þeim í Hvíta húsinu.
Hann bauð þó upp á þær skýringar að þetta hefðu verið mótmæli út af þessari kvikmynd um múslima og þau mótmæli hefðu farið úr böndunum.
Seinna tók Hillary Clinton það á sig að hún bæri ábyrgð á öryggi starfsmanna Utanríkisráðuneytisins en hvorki forsetinn eða varaforsetinn.
Ýmsir gamlir herjaxlar þar á meðal John McCain sögðu það fráleitt það þetta hefðu verið einhver mótmæli sem hefðu farið úr böndunum.
Venjulegir mótmælendur hefðu ekki þau vopn sem þarna voru notuð.
McCain sagði það alveg á hreinu að þetta hefði verið skipulagt hryðjuverk, og þar með hefði stjórnin sem sagt brugðist í að vernda starfsmennina.
Þau í Hvíta húsinu hafa áreiðanlega engan áhuga á að Petraeus fari að syngja fyrir þá í Fulltrúadeildinni.
Viggó Jörgensson, 11.11.2012 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.