Össur fær 11 þúsund miljónir í utanríkismál.

Blessaður læknirinn getur vissulega brosað gegnum tárin þegar hann hugsar til þess að ekki er allt á vonarvöl. 

Þannig segja fjárlögin í ár að Össur okkar fái ellefu miljarða á næsta ári.

Hann getur samt því miður ekki leikið sér með það allt saman því að fastur kostnaður eins og ráðuneytið og sendiráðin kosta 4 miljarða.

En svo hefur okkar maður frjálsar hendur með afganginn. 

Þannig fær þessi Íslandsstofa 489 miljónir.  Það er þau sem auglýsa í Ameríku að við ætlum að skipta um nafn og kennitölu. 

Og þá geta menn glaðst yfir því að ef Össur misreiknar sig á heftinu, eins og í fyrra, þá fær hann bara meira á fjáraukalögum.

Í ár fékk hann orðalaust skitnar 165 miljónir sem hann misreiknaði sig í afstemmingunni á farseðlunum.

Ein ferðabókunin til Brussel mislagðist nefnilega í gegnum Indland og önnur flækti Össuri um Afríku. 

En það verður ekki við öllu séð í ráðuneytinu frekar en á Veðurstofunni.  


mbl.is Hrun Landspítalans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Svo borgum við enn meira í landbúnaðinn á hverju ári.... sami landbúnaður og þar sem er minnsta framleiðni vinnuafls á öllu landinu skv nýjustu skýrslu frá Mckinsey & Company

Sleggjan og Hvellurinn, 8.11.2012 kl. 23:50

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já er það ekki skemmtileg tilviljun.

Þið á skrifstofu Samfylkingarinnar náið ekki upp í nefið á ykkur yfir því hvað bruðlað sé í landbúnaðinn.

Greiðslur úr ríkissjóði skv. fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2013 er einmitt svipuð upphæð og Össur fær.

Nákvæmlega rúmir 11 miljarðar í Össur og rúmir 11 miljarðar í beingreiðslur oþh til mjólkurframleiðslu og kindakjötsframleiðslu.

Hver skyldi borga fyrir þessar "fríu" skýrslur sem McKinsey&Co eru að gera um evrópusambandslöndin Svíþjóð, Finnland og Danmörku?

Og svo Ísland?

Þessi skýrslugerð er augljóslega greidd eftir krókaleiðum af ESB og því ekkert að marka hvað þar er sagt.  

Viggó Jörgensson, 12.11.2012 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband