Er samt að vinna á en staðan er ennþá tæp. Nýtt skattahneyksli hjá Romney.

Í gær var staðan þessi:

Romney var með 142 örugga kjörmenn og var nokkuð öruggur um 49 til viðbótar.

Það hefur ekkert breyst. 

Svo hafði hann 2% forskot í Norður Karólínu þar sem eru 15 kjörmenn. 

Í gær var jafnt í Florida en þar er Romney 1% hærri í dag og þar eru 29 kjörmenn. 

Sá árangur er tregablandinn þar sem 28 kjörmenn hafa í dag verið að hallast í áttina til Obama.

Romney hefur tapað þessu 2% forskoti í Norður Karólínu og þar fóru þessir 15 kjörmenn og þar er staðan jöfn í dag. 

13 kjörmenn Virginíu er aftur komnir til Obama og það með 3% forskoti sem er reiðarslag fyrir Romney. 

Romney er því með nokkuð örugga 191 kjörmenn en í stað þess að hafa 15 volga er hann með 29 volga í dag.

Alls eru það því 220 kjörmenn sem hallast að Romney í skoðannakönnunum dagsins.  

Þessa stundina er Obama með 217 nokkuð örugga kjörmenn þar sem hann hefur 4% forskot eða meira.

Það er reyndar 36 kjörmönnum færra en í gær. 

Í gær var Obama með 28 kjörmenn fyrir Ohio, Nevada með 3% forskot í báðum fylkjum og New Hampshire með 2% forskot.

Í dag hefur hann svo bætt við sig 13 kjörmönnum Virginíu með 3% forskoti.

Í gær var Obama með 281 kjörmann sín megin en dag eru þeir 294.  (Virginía)  270 þarf til að sigra. 

Í hlutlausa pottinum í dag eru 9 kjörmenn Colorado sem líklegra er að Romney vinni og svo þessir 15 fyrir Norður Karólínu. 

Kannanir sögðu í gær að Obama væri siglingu upp á við í Virginíu og Norður Karólínu sem reyndist rétt.

Það virðist hins vegar hafa verið rangt að hann væri einnig á uppleið í Florída. 

Til að sigra, þarf Romney að halda þessu forskoti í Florída.

Auk þess að á til sín Norður Karólinu og Colorado.

Og vinna auk þess Ohio og Virginíu þar sem Obama hefur 3% forskot. 

Það verður sögulegt ef Obama tapar þessu en það er þó ekki útilokað.

Hann hefur aðeins 3% forskot í Wisconsin, Iowa, Virginíu, Nevada, Ohio og aðeins 2% forskot í New Hampshire.

Alls eru það 57 kjörmenn sem eru þetta tæpir skv. skoðannakönnunum og þar eru jú skekkjumörk.     

Í morgun sagði hollenska blaðið De Volkrant frá 100 miljón dollara skattasniðgöngu Romney´s.

Það var í gegnum Holland og bætist við það sem áður hefur verið fjallað um varðandi Cayman, Bermuda og Lux.

Hvernig datt þeim í "The grand old party"í hug að bjóða þennan mann fram?


mbl.is Obama hefur misst fylgi ungs fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Svo virðist sem mörg stjórnmálaöfl treysti á heimsku kjósenda og sleggjudóma og á mátt auglýsinga.

Kristinn Snævar Jónsson, 5.11.2012 kl. 18:08

2 identicon

"Romney er með 142 ÖRUGGA kjörmenn og er ÖRUGGUR með 49 til viðbótar." Hvílík vitleysa. Ef hann er öruggur með eitt og hitt líka þá skal lagt saman og sagt: "Romney er öruggur með 191 kjörmann."

Alex (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 22:50

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Satt því miður Kristinn Snævar.

Mér verður næstum óglatt að lesa um upphæðirnar sem fóru í þessa kosningabaráttu í BNA.

Að hvoru megin hafði verið varið um einum miljarði bandaríkjadollara. 

Þarf satt að segja að fá þetta frá fleiri heimildum áður en ég get haldið því fram að þetta sé rétt.

Hefur þetta þjóðfélag þarna virkilega ekki eitthvað þarfara að gera við slík auðævi. 

Viggó Jörgensson, 6.11.2012 kl. 01:39

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Alex.

Þarna átti að standa og nokkuð öruggur með 49 til viðbótar.    (Eða svona eins og 3% í viðbót við skekkjumörk).    

Viggó Jörgensson, 6.11.2012 kl. 01:42

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og til að gera grein fyrir þessu. Þá er ég að samsama mig við skoðannakannanir í BNA:

1) Í fylkum þar sem staðan er sterk, á annan hvorn veginn, kalla þeir stöðuna þar, "strong" eða "strongly Democratic" eða "strongly Republican"

og ég hef leyft mér að kalla þessi fylki örugg í að leggja öðrum hvorum frambjóðandanum til kjörmenn sína.  

2) Í fylkjum þar sem fylgið er 6% - 9%, kalla þau í BNA stöðuna þar "likely Democratic" eða "likely Republican"

en í þessum fylkjum kalla ég stöðuna nokkuð örugga sem mér finnst réttari lýsing en að segja að staðan sé líkleg þegar svo stutt er til kjördags.      

3) Þar sem forskotið er aðeins fáein prósent segja þau, í BNA, að staðan í fylkinu sé "barely Republican" eða "barely Democratic".

Ég hef leyft mér að segja að þar standi frambjóðendur tæpir eða séu volgir þá stundina. 

Þar er forskotið yfirleitt innan við skekkjumörk og því á öllu von um úrslit.

Viggó Jörgensson, 6.11.2012 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband