Romney hefur ekkert komist áfram í langan tíma.

Mitt Romney hefur nær ekkert orðið ágengt í tvær til þrjá vikur.

Hann er hefur 142 örugga kjörmenn og nær öruggur um 49 til viðbótar.

Þá hafa þessir 15 kjörmenn Norður Karólínu ýmist verið hans eða ekki.

Þessa stundina eru þeir þeir volgir Romney megin með 2% forskot á Obama.  

Alls eru þetta 206 kjörmenn og þannig hefur það verið í tæpar tvær vikur. 

Það var svo reiðarslag fyrir hann á föstudag þegar hagtölurnar komu út um fjölda atvinnulausra.

Í október urðu nefnilega til 171.000. ný störf t. d. tengd bílaiðnaðinum sem Obama bjargaði með ríkisaðstoð. 

Eitthvað sem Romney var á móti en Ohio hefur 18 kjörmenn og þar skiptir þetta miklu máli.  

Og á þessu siglir Obama nú í Ohio og virðist lítið ganga hjá Romney að ná niður 3% forskoti Obama þar.

Sama er enn upp á tengingnum í Iowa 4% forskot (6 kjörmenn) og í Nevada 3% forskot (6 kjörmenn).  

Obama landaði Wisconsin fyrir rúmri viku þannig að þar er hann enn með 4% forskot og 10 kjörmenn.

Þessi ríki Ohio, Iowa og Winconsín eru í vesturríkjunum þar sem bílaiðnaðurinn á rætur. 

Og þar er líka Minnesota sem Romney gerði sér vonir um að vinna en þar hefur Obama aukið forskot sitt úr 4 í 8%.  

Fyrir fjórum dögum var jafnt í New Hampshire en nú hefur Obama þar 2% forskot og 4 kjörmenn. 

Þessa stundina er Obama með 179 örugga kjörmenn, nokkuð örugga 74 kjörmenn til viðbótar ( 4% + forskot).

Þar er Obama með 253 kjörmenn sem Romney nær varla af honum úr þessu. 

En að auki er Obama með þessa 28 kjörmenn fyrir Ohio, Nevada og New Hampshire (2-3%) forskot. 

Haldi hann þeim hefur hann sigrað með 281 kjörmönnum en 270 kjörmenn þarf til að sigra.

Þá eru eftir í pottinum Florída 29 kjörmenn, Virginía 13 kjörmenn og Colorado 9 kjörmenn.

Kannanir segja að Obama sé á siglingu upp á við í Flórída, Virginíu og meira að segja Norður Karólínu.

En hafi verið á siglingu niður á við í íhaldsfylkinu Colorado sem eru ekki sérstakar fréttir.

Úrslitin virðast því ráðast þarna í norðvesturríkjunum. 

Til að sigra, þarf Romney að halda Norður Karólinu og landa Colorado.

En auk þess að vinna Flórída, Ohio og Virginíu. 

Að atvinnustefna Obama sé að fjölga störfum er það sem kjósendur á Flórída vilja heyra.

Ótrúlegt ef Romney er ekki fallinn á tíma í þessari baráttu.


mbl.is Úrslitin ráðast í Ohio
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ansi raunhaeft mat a stodunni hja ther.Hreyrdi i frettum af NPR vidtal vid adila sem gera skodanakannanir ad kannanir virtra fyrirtaekja i theim geira syni ad Obama njoti nu 50% fylgis a moti 47% hja Romney.Thar er talid heildarfylgii Ollum fylkjum samanlagt.Athyglisverdar tolur hja Romney svo ekki se meira sagt eftir allt sem a undan er gengid.

Sigurdur V.Gudjonsson (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 04:39

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Kærar þakkir fyrir þessar upplýsingar og komuna Sigurður.

Já tölurnar hans Romney´s eru athyglisverðar eins og þú segir.

Hann var verulega seinheppinn að vera á móti björgunarpakka Obama í bílaiðnaðinum.

Svo eru opinberu starfsmennirnir í Virginíu ekki hrifnir af hugmyndum Romney´s um niðurskurð hjá hinu opinbera. 

Ekki einu sinni Nevada, þar sem atvinnuleysi er vandamál, er á bandi Romney.

Það er svo niðurlæging að Winconsin sem er heimaríki varaforsetaefnisins skuldi vera komið í körfuna hjá Obama. 

Svipað með New Hampshire þar sem Romney á sumarhús og vinsæll þar þess vegna. 

Svo er það ákveðin niðurlæging fyrir Romney að hafa hvorki náð Michigan þar sem hann ólst upp og pabbi hans var vinsæll ríkisstjóri

né Massachusett þar hann býr og var ríkisstjóri. 

Viggó Jörgensson, 5.11.2012 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband