4.11.2012 | 13:19
Eftirlitslausir barnaníðingar með barnaskóla og sumardvöl.
Skýrslan um ástandið á Landakoti sýnir vel hvernig barnaníðingar koma sér fyrir þar sem þeir geta starfað með börn.
Sr. Ágúst George hefur augljóslega verið haldinn barnagirnd og geðviltur.
Réttindalausa kennslukonan Margrét Müller hefur einnig verið stórkostlega afbrigðileg.
Hún var barn og unglingur í Þýskalandi stríðsáranna og hvernig sem hún annars var að upplagi.
Þá kom hún til Íslands eftir stríðið stórkostlega sködduð á sálinni.
Það eina sem hún kunni til verka við barnakennslu var fúlmennska og heragi úr Hitlersæskunni.
Þegar Kaþólska kirkjan áformaði að leggja niður skólahald vegna fjárskorts vildi sr. Ágúst George endilega halda því áfram.
Og bætti um betur með því að setja upp sumarbúðir að Rifstúni í Ölfusi.
Hann fékk Margréti Müller lausa frá störfum við Landakotssjúkrahúsið og að skólanum til sín.
Hún var ekki með kennararéttindi en efalaust verið ódýr starfskraftur fyrir auralítinn skóla.
Ekki er óvarlegt að álykta að hún hafi orðið ástfanginn af prestinum og gert honum allt til hæfis.
Eftir að hafa lesið skýrsluna og lesið athugasemdir eftir nafngreinda nemendur hennar.
Er ekki óvarlegt að halda því fram að hún hafi verið kynferðislega brengluð en fyrst og fremst handbendi prestsins.
Hér má sjá minningarorð fyrrverandi nemanda og athugasemdir samnemenda:
http://vest-1.blogspot.com/2011/06/sibuin-minningaror-um-margreti-muller.html
Takið eftir að aldraður presturinn gerir sér ferð í leikfimihúsið til að fylgjast með 12 ára piltum baða sig.
Og að kennslukonan er að ræða við börnin um endaþarminn á sér og að hún sofi nærbuxnalaus.
Allt er þetta mikill harmur fyrir kaþólska söfnuðinn þar sem sr. Ágúst George var máttarstólpi í yfir hálfa öld.
Öfugt við hina erlendu biskupa hafði hann gott vald á íslensku og hafði auðvitað yfirburði yfir þá í þekkingu á staðháttum.
Hann kom til landsins árið 1956, var m. a. við kennslu í Landakotsskóla og varð skólastjóri hans árið 1964.
Hann var yfir Montfortprestareglu þeirri sem kaþólsku prestarnir hérlendis, og sumir biskuparnir, voru í.Hann var staðgengill biskupanna frá árinu 1969 og var yfir kaþólsku kirkjunni hérlendis árin 1986-88 og 1994-95.
Það er kallað að vera postullegur umsjónarmaður biskupsdæmisins þegar enginn er biskupinn.
Hann var fjármálastjóri biskupsdæmisins frá 1998.
Maðurinn bjó að Landakoti og var stjórnsamur í meira lagi.
Það hefur ekki verið áhlaupsverk að hreyfa við honum eða hefja einhverja rannsókn á verkum hans.
Og því síður að biskupar sem ekki höfðu sjálfir hreinan skjöld, eins og Gijsen, færu að ganga í slík verk.
Það hefur augljóslega engan langað til að taka þennan slag við þau skötuhjú.
Og margir eru í áfalli og hefur tekist að bæla niður minningar sínar um málið.
Eitt af stóru einkennum skýrslunnar er minnisleysið sem margir þjást af.
Biskupar, skólastjóri, prestar, nunnur, og meira að segja fræðustjórar muna ekki eftir ásökunum um ofbeldi á skólabörnum.
Eða að eitthvað hafi þeir heyrt um eitthvað en ekki að það hafi verið kynferðislegt.
Hver trúir þessu?
Kaþólski söfuðurinn á samúð mína alla. Í allmörg ár hef ég íhugað og áformað að ganga í hann.
Og það hefur ekkert breyst enda stendur þar allt til betri vegar.
Hér má sjá ágæta reifun fyrir áhugasama um mál sr. George:
http://www.kirkju.net/index.php/enn-frekari-brot-georgs-skolastjora-gere-opinber?blog=10
Beitt ofbeldi árum saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:05 | Facebook
Athugasemdir
Kaþólska kirkjan! Hvílíkur viðbjóður virðist þetta apparat! Hvernig dettur nokkrum í hug sem er með óbrenglaða hugsun að sækjast eftir inngöngu í slíkt fyrirbæri?
óli (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 21:48
Ef þú ert að spyrja mig óli.
Þá er það af hluta til af sögulegum ástæðum sem hef verið að hugleiða það.
Danski kóngurinn nauðgaði okkur inn í Lútherstrú til að geta stolið hér innlendum eignum kirkjunnar.
Ég veit ekki hvort ég nenni að vera lútherstrúar af því að forfeðrum mínum var nauðgað til þess af þeim í Evrópusambandinu.
Viggó Jörgensson, 4.11.2012 kl. 22:38
Svo geturðu endalaust beitt þessum sömu rökum á alla hluti og þorir þá ekki á endanum út fyrir dyr.
Hvað banka skiptir þú við, er hann eitthvað skárri en kaþólska kirkjan?
Kaupirðu í matinn í verslunum Haga, er það eitthvað skárra fyrirbæri en kaþólska kirkjan?
Er eitthvað heima hjá þér framleitt af börnum í þrælkunarvinnu?
Í hvaða stjórnmálamálaflokki ert þú? Eru ekki einhverjir þar sem eru eins og þessi sr. Ágúst George?
O. s. frv.
Viggó Jörgensson, 4.11.2012 kl. 22:42
Takk fyrir svarið. Mig minnir að fyrst hafi oíslendingum verið nauðgað inn í kristna trú af norðmönnum og öðrum evrópuþjóðum í kring um árið 1000 e.k. Seinna var okkur nauðgað inn í lútherstrú eins og þú segir. Ég er ekki að segja að lútherstrúin sé hótinu betri en kaþólskan. Ef við ætluðum að nota söguleg rök þá er ásatrú málið.
Flestar kristnar kirkjur eru svo langt komnar í fjarlægð frá lífskenningum meistarans frá Nazareth, að það er eins og svart og hvítt. Enda sagði Kristur að margir falsspámenn myndu birtast með nafn sitt á vörunum.
Ég er ekki í neinum stjórnmálaflokki og get ekki hugsað mér að kjósa neinn þeirra..
Ég versla aldrei í verslunum Haga.
Ef ég hef minnsta grun um að vörur séu framleiddar í þrælkunarvinnu, þá kaupi ég þær ekki. Mín stefna er að kaupa sem fæst og sanka ekki að mér óþarfa drasli.
En ég er breyskur syndari samt.
Með bestu kveðjum, óli
óli (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 23:05
Já ég áttaði mig á að með sömu rökum væru Ásatrú málið.
Ég er hins vegar ekki fjölgyðistrúarmaður.
Lít á sögur um Guði Grikkja, Rómverja og Ásatrúarmanna sem ennþá meiri ævintýrasögur en t. d. gamla testamentið.
Ég er ánægður með verslunarstefnu þína og naumhyggju.
Held að það leiðinlegt hjá þeim sem eru ekkert breyskir.
Kærar þakkir fyrir innlitið.
Viggó Jörgensson, 5.11.2012 kl. 11:01
(Hræðileg frétt og ég óska fórnarlömbunum alls hins besta)
En er einhver ástæða fyrir að þú notar enter eftir hverja einustu setningu? Það gerir textan hrikalega ill-lesanlegann.
Kristinn (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 17:56
Sæll Kristinn.
Sjáðu þessa setningu á Mbl.is í dag:
"...Fram kemur í fréttinni að niðurstaða forsetakosninganna hafi gert bloggarann nate Silver sem haldið hafi úti bloggsíðu á veg bandaríska dagblaðsins New York Times en hann reiknaði út vinningslíkur Obama og komst að þeirri niðurstöðu fyrir kosningarnar að 90,9% líkur væru á því að forsetinn yrði endurkjörinn við litla hrifningu úr röðum repúblikana..."
Setningin er svo löng að blaðamaðurinn er búinn að tapa þræðinum áður en setningin er hálfnuð.
Hvað gerði niðurstaðan bloggaranum Nate Silver?
Gerði þessi glæsilega niðurstaða hann heimsfrægan, landsfrægan, brjálaðan, að blaðamanni á NYT?
Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því að ég nota ekki langar setningar.
Sem eru svo langar að ég skil þær ekki einu sinni sjálfur.
Besta kveðja og þakkir fyrir athugasemdirnar.
Viggó Jörgensson, 8.11.2012 kl. 02:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.