Og hafa þeir efni á að hafa þjálfun flugmanna í lagi?

Það er rándýrt að halda flugmönnum í fullnægjandi þjálfun.

Námskeið í flughermi kosta stórfé og þau eru mörg sem flugmenn þurfa að fara á.

Við almennir flugfarþegar rákum upp stór augu þegar slysaskýrslan um frönsku Airbus þotuna kom út.

1. júní árið 2009 fórst breiðþota frá Air France, flug AF-447, yfir Atlantshafi út af ströndum Braselíu. 

Í ljós kom að Air France hafði sparað sér að senda flugmennina, sem voru í stjórnklefanum, á námskeið.

Þegar upp kom að þeir þurftu að handfljúga þotunni í farflughæð, þá hreinlega kunnu þeir það ekki.

Þeir höfðu ekki farið á námskeið til að læra það.

Og eðlilega vakar alltaf sú spurning hvort að lággjaldaflugfélög hafi efni á öllu því sem þarf. 

Til að hafa þjálfun á flugáhafna og flugvirkja í þeirri mynd sem við Íslendingar teljum ásættanlegt.

Og hvort þau hafa efni að á að hafa viðhaldið í fullkomlega ásættanlegu lagi. 

Við erum vonandi ekki svo illa sett ennþá að öryggismál í fluginu okkar fari á sama stig og í vanþróuðum löndum.

Sættum við okkur við það?  Fallegir stimplar frá bláfátækum löndum eru einskisvirði.  

Á endalaust að veita afslátt á öllum hlutum?

 


mbl.is Flugmenn ósáttir við Wow Air
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Viggó, þetta er gamalt og nýtt, Flugbransinn var í upphafi byggður upp af hugsjónafólki sem fyrst og fremst var að láta drauma sína rætast og byggja upp öruggar og skilvirkar flugsamgöngur. Svo breytist stefnan, það komast peningamenn með puttana í þetta og þeir eru bara að hugsa um hvernig þeir geti grætt sem mest á þessu til skamms tíma og þegar þeir komast í að stjórna draslinu þá hafa þeir bara pengingalega sýn á hlutina og þeir hafa enga tilfinningu fyrir öryggismálum, í besta falli óþarfi. það er alveg sambærilegt dæmi í hugbúnaðar geiranum það var fyrirtæki í Bandaríkjunum sem hóf sig upp í topp í að vera með ódýr þróunar umhverfi á upphafsárum pc tölvunnar, hönnuðir og arkitektar þeirra lausna hafa haft varanleg áhrif á þróunarumhverfi og stýrikerfi dagsins í dag, penginga menn náðu undirtökum í fyrirtækinu og verðlögðu kerfin út af markaðnum og vanræktu þróun kerfanna, hæfa starfsfólkið tvístraðist og núna þá er fyrirtæki númer 3 að reyna að blása lífi í úrelt forritunarmál sem var flaggskip þessa fyrirtækis á sínum tíma. Gamli góði málshátturinn, margur verður af aurum api á hér vel við.    

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 08:47

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Blessaður Kristján.

Það er að mínu mati alveg ágætt að til séu mismunandi vörur, af ýmsum gæðaflokkum, ef verðið endurspeglast í gæðunum.

En í sumum málaflokkum eiga lélegir hlutir ekki við.

Í lækningum, flugi, samgöngutækjum, siglingum, og á fleiri sviðum sem snerta öryggi almennings er það aldrei í lagi.

Að vera með eitthvað annað en það besta, í þeim skilningi að það sé algerlega fullnægjandi, miðað við kröfur um gæði og endingu.

Á slíkum sviðum þurfum við sem neytendur að vera á stöðugum verði.

Kærar þakkir fyrir innlitið og þetta með forritunarmálin.

Viggó Jörgensson, 4.11.2012 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband