Ekki gleyma lánabókinni - hluthafar með höfuðstól "tryggingarlaust" að láni.

Í þessari upptalningu á meintum vandræðum í Kaupþing banka.

Má ekki gleyma því undrunarefni sem sást í lánabók bankans en hún var látin leka út á netið. 

Þar var bróðurparturinn af höfuðstól bankans lánaður út til hluthafa og skyldra aðila. 

Sem allt saman tapaðist meira og minna sem ónýtar kröfur.  Allt saman horfið í eitthvað djúp. 

Án markverðra trygginga.  Verulega dularfullt svo ekki sé meira sagt.

Við athugun íslenskra yfirvalda á málinu þótti eðlilega nauðsynlegt að ná í æðsta yfirmann bankans.

Sem sat sem fastast úti í London og gaf íslensku þjóðinni langt nef.  

Og réttarkerfinu puttann. 

Hver á að vera móðgaður?


mbl.is Afar brýnt að lýsa eftir Sigurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband