Til hamingju með nýjar vélar en viðhaldið áfram í Litháen?

Það er gleðiefni að Íslendingar séu ekki svo illa komnir að þurfa að ferðast með tvítugum farþegaþotum.

Það því full ástæða til að óska WOW air til hamingju sem nánast nýja flugvél. 

Sem farið hafa hrakfarir á milli gjaldþrota flugfélaga víða um heim.

En hitt er furðulegra af hverju skráningin og viðhaldið er í landi eins og Litháen. 

Það er bara ekki traustvekjandi að mínu mati.

Því miður.  


mbl.is WOW yngir upp flotann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru góðar fréttir að þeir fái yngri vél og vonandi að það haldi áfram, og vonandi að það sé ekki bara tímabundið að þeir hafi þessa nýlegu vél. En fréttir síðustu daga einsog til dæmis með "flugfélag ekki flugfélag", og tilkynninguna frá Flugmálastjórn þar sem þeir réttilega skömmuðu WOW Air fyrir villandi tilkynningar einsog að hafa keypt "flugrekstur" Iceland Express sem er klárlega villandi þar sem Iceland Express var ekki með neinn flugrekstur þar sem hvorki þeir né WOW Air eru eða voru flugrekendur, sást aðeins í að Skúli sé að reyna að snúa fréttum sér í hag. Minnti óneitanlega pínulítið á það sem ég vill kalla "Imsland" takta þar sem allt var alltaf einhverjum öðrum að kenna en þeim. Ég vona innilega að Skúli fari nú ekki að taka að sér svoleiðis ósiði.

En furðulegt já segiru Viggó, þetta viðskiptamódel hjá WOW er ekki ósvipað og Express að selja flugmiða og leigja flugvélar af flugfélagi til að fljúga fyrir sig (ekki ósvipað og ferðaskrifstofa bara) og já mér finnst það furðulegt að þetta hreinlega leyfilegt að gera þetta svona. Pínulítið einsog sé verið að nota sér göt í kerfinu til að geta svo kallað sig flugfélag sem er bara blekkjandi fyrir neytendur sem þá kannski ekki vita að þeir eru í rauninni að fljúga með flugfélagi frá Litháen, sem svo kemur hvergi fram. T.d. í Noregi mega þeir ekki kalla sig flugfélag. Og nota flugnúmerið þeirra líka þar sem WOW er ekki flugrekandi. Veit ekki hvaða flugnúmer WOW nota, en geri ráð fyrir að þeir noti Avion Express flugnúmerið sem er NVD/X9 (ICAO/IATA). Hvað hefur Iceland Express haft mörg flugnúmer? AEU, JXX, FHE aftur AEU og svo HCC. Af því einsog WOW voru þeir ekki flugrekandi og notuðu sér flugnúmer þess flugfélags sem þeir leigðu frá. Fyrst hið breska Astraeus, svo JetX hvort það var íslenskt eða danskt, svo hið svissneska Hello, aftur Astraeus og svo núna hið tékkneska CSA Holidays.  

En WOW hafa greinilega bara reynt að leigja flugvélar þá sem ódýrast til að halda niðri kostnaði, sem klárlega flugfélag frá Austur-Evrópu er þar sem laun eru mjög lág. Og það sem flugfélagið Avion Express er frá Litháen þá eru að sjálfsögðu vélarnar skráðar þar og viðhaldið skipulagt af flugrekandanum þó það sé svo eflaust að einhverjum hluta gert á Íslandi þar sem þessar vélar eru þar. Flugmennirnir starfa að sjálfsögðu hjá Avion Express verandi frá Austur-Evrópu eru þá væntanlega á mjög lágum launum og lélegum kjörum miðað við íslensk flugfélög geri ég ráð fyrir.

Fannst einkennileg fréttatilkynningin um að öllum flugfreyjum og flugmönnum Iceland Express hefði verið sagt upp. Iceland Express var ekki með neina flugmenn í vinnu, heldur voru bara flugmenn frá CSA Holidays að fljúga þeirra vélum fyrir Iceland Express. Hitt hinsvegar verður að teljast furðulegt að ferðaskrifstofur geti haft flugfreyjur/þjóna í vinnu hjá sér þar sem þær/þeir eru jú hluti af áhöfn og velti maður því fyrir sér hvort það sé leyfilegt að ferðaskrifstofa hafi áhöfn í vinnu hjá sér með tilheyrandi þjálfunarkröfum, rétt einsog er hjá WOW Air geri ég ráð fyrir.

Finnst bara allt í lagi að fólk viti þetta, áðuren það kaupir sé flugmiða með WOW Air. Samkeppni er að sjálfsögðu af hinu góða og vonandi að hún muni bara aukast.

Gunnar (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 16:17

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

B L E K K I N G heitir þetta á íslensku að selja Íslendingum að þeir séu að taka sér ferð á hendur með íslensku flugfélagi.

Þegar fyrirtækið er aðeins ferðaskrifstofa en ekki flugfélag. 

Og flugfélagið er í raun og veru frá vanþróuðum löndum.

Samkeppni er venjulega holl og til bóta.

En fólk verður að vita í hverju lága verðið fellst.

Og meta svo hvort að gæðin séu ásættanleg.

Það var verulegt áfall að uppgötva sparnaðinn í þjálfun áhafna hjá Air France, eftir að AF-447 fórst.

Aðeins flugstjórinn hafði hlotið þjálfun í að fljúga pitch and power í farflugshæð.

Þegar hann fer svo í hvíldarhlé sitja frammi í stjórnklefa tveir flugmenn sem hvorugur hafði hlotið slíka þjálfun, að fara inn í þrumuský.

Og áhafnasamstarf í hreinu rusli. 

Það má þá nærri geta hvernig þjálfunarmálum er háttað hjá staurblönkum austantjaldsflugfélögum.

Kærar þakkir Gunnar fyrir frábæra athugasemd sem greinilega er skrifuð af traustri þekkingu sem er meiri en ég hef. 

Viggó Jörgensson, 30.10.2012 kl. 16:37

3 identicon

Já klárlega er þetta blekking bara einsog þú segir, sem er eitthvað sem Iceland Express er búið að stunda í mörg ár frá stofnun þess fyrirtækis. Fær maður ekki yfirleitt það sem maður borgar fyrir? En hins vegar er það ekki alltaf svo að það sé ódýrara að fara með Express, WOW, flugfélögunum Easyjet og Norwegian eða hins vegar Icelandair. Annað sem fólk þarf að átta sig á, ef ætlunin er að ná svo tengiflugi áfram, ef það er bókað allt t.d. í gegnum Icelandair sem er jú með samninga áfram við flest stærri flugfélög í Evrópu og það verður seinkun frá Íslandi hvort sem er vegna veðurs, bilana eða hvað það er, þá er Icelandair ábyrgt fyrir því að koma þér áfram á þinn endanlega áfangastað og þeir gera það. Ef fólk hins vegar bókar fyrsta flugið með eitt af hinum, Express, WOW, Norwegian eða Easyjet, og svo tengiflug með öðru flugfélagi eru þeir á engan hátt ábyrgir ef þú missir af tengifluginu þínu hver sem ástæðan er og eru í fullum rétti með að neita fólki um það ef eftir því er falist. Mér skilst að t.d. með Easyjet að þó tengiflugið væri líka með Easyjet væru þeir samt ekki ábyrgir að koma þér áfram á áfangastað. Það er einn munurinn á að ferðast með "lággjaldafélögum" eða áætlunarflugfélögum einsog Icelandair, SAS, British Airways, Lufthansa ofl.

Já það verður að segjast að allir urðu hissa þegar kom í ljós með þjálfunarmál hjá jafn stóru og vel þekktu flugfélagi einsog Air France, og það sem kallast automation dependancy. Ég hef ekki lesið alla skýrsluna en það var ekki bara þjálfuninni um að kenna. Í fyrsta lagi eru nýrri Airbus vélar nánast bara fljúgandi tölvur. Flugmennirnir segja vélinni að gera eitthvað, og tölvan svo gerir það telji hún það vera innan ákveðinna marka. Og tölvurnar stjórna yfirleitt alltaf meiru en flugmennirnir. Sem er öfugt við aðalkeppinautinn Boeing. Þeir vinna ennþá eftir því að flugmaðurinn sé alltaf við algjöra stjórn og geti alltaf slökkt á öllum sjálfstýringum. Annað sem er að í hefðbundnum flugvélum hreyfast stýrin bæði í einu alltaf, og því auðveldara að sjá hvað hinn flugmaðurinn er að gera ef hann er að fljúga. Þannig er það ekki í Airbus, einsog í þessu slysi var sá í hægra sætinu alltaf að toga í pinnann treystandi á að tölvurnar myndu samt forða vélinni frá ofrisi, en þar sem vantaði ýmsar mikilvægar upplýsingar um andrúmsloftið í kringum vélina vegna frosinna "static ports" fór vélin í svokallað að ég held að sé rétt með farið "alternate law". Þá geta tölvurnar ekki lengur verndað vélina frá því að flugmennirnir geti gert eh einsog t.d. að ofrísa vélinni. En hann hafi ekki áttað sig á því. Flugmaðurinn í vinstra vissi aldrei að sá í hægra togaði bara í pinnann, þar sem hann gat ekki séð það, sem á þessum tímapunkti var það versta sem hann gat gert. Og þeir áttuðu sig í rauninni aldrei á hvað var að gerast, ekki heldur flugstjórinn þegar hann kom aftur inn. Og vélin var í rauninni í ofrisi alla leið niður. Fyrir stuttu las ég að það sama hefði næstum því gerst aftur í fyrra, en lítið komið í fréttum, í það skiptið Air France Airbus A340. En þá hafi flugmennirnir brugðist rétt við og bjargað því. Ég leyfi mér að halda því fram að þetta hefði ekki getað gerst á þennan hátt í Boeing flugvél.

Gunnar (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 18:59

4 identicon

Við þetta má nú samt kannski bæta, talandi um aldur flugvéla að þá er floti Icelandair heldur kominn til ára sinna. Þarf ekki annað en að fletta upp á Google til að finna það út, en elsta vélin í núverandi flota Icelandair er rúmlega 23ja ára og sú yngsta 11 ára gömul. Þær líta reyndar mjög vél út með nýju sætunum og innréttingu svo að varla sést hvað þær séu orðnar gamlar, en gamlar eru þær nú samt.

Gunnar (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 19:23

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Flugleiðavélarnar eru vissulega orðnar þetta gamlar.

Þar er þó þessi grundvallarmunur á að þær hafa verið í höndum á flugrekanda

sem hefur haft einbeittan vilja til að hafa viðhaldið hjá sér í lagi.

Fullkomlega áhyggjulaus sest ég inn í þotur Flugleiða.

Bæði vann ég með einstökum flugvirkjum þar og þekki aðra.

Og hátt í tvær kippur af flugstjórum þar, kenndu mér flug í gamla daga og gerðu það vel.

Ég veit því að hverju ég geng, kannski betur en einhverjir aðrir.

Hins vegar á ég, alveg eins, á dauða mínum von þegar ég fer með lággjaldafélögunum

og einnig ef ég flýg með Airbus þotu.

Það er ekki svo slæmt samt að ég fari alls ekki, ef ég er boðinn.

Hitt er meginregla hjá mér að fara aldrei með félagi frá Afríku, félögum fátækra þriðja heims þjóða,

né með vélum frá fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna.

Ekki það að fólkið sjálft er bara rétt eins og við, sumir afbragðsmenn og aðrir lakari.

En auraleysið er hættulegt í fluginu, lífshættulegt.

Og kommúnisminn þjakaði heilar þjóðir í heilan mannsaldur.

Þegar ég fór til Kúbu árið 1997 vildu ferðafélagar mínir að við færum í útsýnisflug með gamalli

Rússneskri tvíþekju, einshreyfils 17 manna vél.

Ég tók það bara ekki í mál.

Um ári síðar fórst slík vél þar, flugmaðurinn og allir farþegarnir sem voru Þjóðverjar.

Flugmaðurinn hefur án vafa verið ágætur en viðhald vélarinnar hins vegar ekki.

Fyrir áratug las um blaðamann sem sérhæfði sig í flugi.

Hann sagði að það væri nánast rússnesk rúlletta að taka sér far með Afrísku flugfélagi.

Hann lést svo ekki löngu síðar í flugslysi.

Í Afríku.

Viggó Jörgensson, 30.10.2012 kl. 20:11

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég tek undir allt það sem þú segir um AF-447 slysið sem ég ritaði marga langhunda um hér á síðunni.

T. d. þennan:

http://viggojorgens.blog.is/blog/viggojorgens/entry/1242931/

Og þakka þér enn og aftur.

Ég hafði ekki hugsað svona nækvæmlega út í tengiflugin.

Ég hef bara þá almennu fordóma að það sé heppni ef gengur snuðrulaust fyrir sig

ferðist maður á lággjaldakjörunum.

Alveg eins sé líklegt að maður þurfi að sofa á einhverri flugstöðinni einhvers staðar.

Þetta er samt sem áður nauðsynlegur möguleiki.

Bæði til að veita Flugleiðum aðhald og eins fyrir ungt fólk, námsmenn og auralitla.

Og þá sem ekki eru sérstaklega tímabundnir eru alveg undir það búnir að gista hvar sem er.

En þetta með tengiflugin er samt eitthvað sem almenningur þarf að átta sig betur á.

Sjúklingar, eldri borgarar og fólk með ungabörn svo að dæmi sé tekið.

Og þeir sem ekki hafa getu til að taka á sig sig ófyrirséðan aukakostnað af ferðalaginu.

Kærar þakkir sem fyrr fyrir þín frábæru innlegg.

Viggó Jörgensson, 30.10.2012 kl. 20:22

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Vélin þarna á Kúbu var líklega Antonev An 2

Eins og þessi

http://en.wikipedia.org/wiki/Antonov_An-6

Ekkert svo mjög gömul, frá því eftir 1960, með þröngrum herinnréttingum.

Ég ætla ekki að sverja að hún hafi tekið 17 manns með þeirri útfærslu samt.

Man þetta ekki svo nákvæmlega.

Þeir höfðu ágætt Romm þarna þó að þær ættu ekki peninga né varahluti...

Viggó Jörgensson, 30.10.2012 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband