16.10.2012 | 00:51
Pútin skipaði sjálfur dómarann árið 2008.
Ömurlegt að fylgjast með spillingunni í Rússlandi.
Meðlimur Pussy Riot í viðtali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll á ný; Viggó !
Lítum okkur nær; áður en við fórum að elta ólar, við meinbaugi í öðrum löndum, ágæti drengur.
Ætli Ísland sé ekki; kjallara töppum neðar - en nokkurt það land annað, sem fjargviðrast mætti um, í þeim efnum ?
Gæti trúað; að Madagascar og Grænland, til dæmis; væru cirka 1000 stigum ofar, að öllu siðferði töldu, en Ísland - og eru þá önnur ríki, ótalin algjörlega.
Líttu svo; á Bandaríki Obama þíns - sem og Evrópusamband, þeirra Barrosó´s, áður en þú skammast frekar, út í bræður mína og vini, Rússa, Viggó minn.
Með ágætum kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 01:21
Sæll minn ágæti.
Ekki ætla ég að halda uppi vörnum um siðferði okkar Íslendinga, enda vondur málstaður.
Við erum þó ekki jafn neðarlega og Rússland í þeim efnum.
Enda væri þá bæði ég og þú í fangaklefa.
Ég hef margoft skrifað um að Bandaríki Norður Ameríku séu andstyggilegt þjóðfélag
þar sem þjóðskipulagið er algerlega hannað fyrir þá moldríku og það sem þeir vilja versla með.
Bandaríkin eru t. d. ekki lýðræðisríki nema að nafninu til. Þar sem þú þarft að geta útvegað auðævi í kosningabaráttu.
Evrópusambandið ætla ég heldur ekki að reyna að verja.
Stutt síðan að það sjálft gaf út skýrslu um skefjalausa spillingu hjá aðstoðarmönnum þingmanna á Evrópuþinginu.
En stúlkurnar í þarna í Rússlandi eru lokaðar inni út af því að þær voru að gagnrýna Pútín.
Á Íslandi, í Bandaríkjunum, Evrópusambandslöndum og hinum lýðfrjálsa heimi eru menn ekki fangelsaðir fyrir slíkt.
Það er afturför hjá Rússum og Pútín, frá því að vinur vor Michael Gorbatsjov fór að slá af harðstjórninni.
Bestu kveðjur sömuleiðis.
Viggó Jörgensson, 16.10.2012 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.