10.10.2012 | 16:24
Ættum að skammast okkar.
Var þetta mál rætt við Yoko Ono og Lady Gaga?
Hefur femínistin Jóhanna Sigurðardóttir sent mótmæli?
Eða er frelsið til að tjá sig og mótmæla aðeins upp á punt?
Hér má sjá Nadezhda Tolokonnikova með barnungri dóttur sinni:
http://mikkipedia.tumblr.com/post/29823515250/fuckdudeskilldudes-derekexcelcisor-pussy
Hún á að sitja inni í tvö ár ásamt Mariu Alekhinu.
Fyrir að gagnrýna stjórnvöld skulu jafnvel ungar mæður sitja í fangelsi í Rússlandi.
Það er Íslendingum til skammar en mest þó femínistum að mótmæla ekki kröftugar.
Íslenskir aðgerðasinnar og femínistar ættu að höfuðsitja rússneska sendiráðið í Reykjavík.
Og þangað hefði átt að bjóða þeim Ono og Lady Gaga.
Það er nauðsynlegt fyrir einræðisherrann Pútín að vita að heimsbyggðin fylgist með honum.
Skömm og svívirða.
Ein úr Pussy Riot látin laus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:44 | Facebook
Athugasemdir
Viggó. Mér finnst Rússlands-Pútín ekki vera mesta heimsfriðar-ógnin. Mér finnst stjórnendur trúarbragða-öfga heimsins vera mesta heimsfriðar-ógnin.
En skoðanir mínar í þessu máli eru líklega of ó-pólitískar og barnalegar, til að nokkur maður sé sammála þeim. Það verður þá bara að hafa það.
Enda á hver einasta sála að mynda sér sína eigin sjálfstæðu skoðun, út frá sínu eigin hjarta.
Það er kallað lýðræði á nútímamáli, ef ég man rétt!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.10.2012 kl. 19:33
Sammála þér um að þetta.
En Rússar eru kristnir, búnir að tilheyra vestrænni siðmenningu mjög lengi.
Þó að þeir misstu málfrelsið frá 1918 til 1989, þá eigum við kristnar þjóðir á vesturlöndum.
Ekki að láta því ómótmælt að hr. Pútín ætli að taka málfrelsið af Rússum strax aftur.
Viggó Jörgensson, 10.10.2012 kl. 20:25
Viggó. Er það Pútín sem er að taka málfrelsið af Rússum?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.10.2012 kl. 22:39
Þessar stelpur hefðu ekki fengið 2. ára fangelsi nema af því að þær voru að gagnrýna Pútín.
Allir sem gangrýna Pútín hafa annað hvort verið skotnir, drepnir með geisluvirku eitri að fangelsaðir.
Sjáðu glæpamennina sem stálu þjóðarauði Rússa og eru þar svokallaðir auðmenn.
Þeir sem hafa stutt Pútín ganga allir lausir.
Þeir sem áttu fjölmiðla sem voru á móti Pútín eru í fangelsi fyrir skattsvik eða bara eitthvað sem kokkað var upp.
Skrítin tilviljun ekki satt?
Allir þeir blaðamenn sem harðast hafa gagnrýnt Pútín í Rússlandi, hafa einfaldlega verið skotnir.
Yfirvöldum hefur aldrei tekist að hafa hendur í hári morðingjanna.
Skrítin tilviljun ekki satt?
Fyrrverandi leyniþjónustumaðurinn úr KGB sem drepinn var með geisluvirku efni í London.
Hafði gagnrýnt Pútín og ætlaði sér að halda því áfram.
Hann sagði sjálfur, áður en hann dó, að Pútín sem er fyrrverandi yfirmaður í KGB, hefði látið drepa sig.
Hinn myrti hefði nú átt að þekkja vinnubrögðin í KGB ekki satt?
Viggó Jörgensson, 12.10.2012 kl. 02:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.