10.10.2012 | 14:44
Íslendingar eru hvatvísir og ofvirkir að upplagi.
Fyrir meira en þúsund árum sigldu forfeður okkar á örsmáum bátskænum yfir Atlantshafið.
Með konur sínar, börn og önnur húsdýr til að leita sér að betri heimkynnum.
Þeir sem létu sér til hugar koma annað eins feigðarflan voru auðvitað prýðilega hvatvísir.
Og snarlega ofvirkir að hafa tekist að koma undir sig fótunum í áður óbyggðu landi.
Þeir sem hvorki voru hvatvísir, eða ofvirkir, voru einfaldlega kyrrir á sínum stað heima.
Engum þarf því að koma á óvart að við Íslendingar greinumst meira hvatvísir eða ofvirkir en aðrar þjóðir.
Og notum því meira af lyfjum við slíku en aðrar þjóðir.
Það er eðlilegt.
Því miður fylgir þessum einkennum einnig athyglisbrestur sem leiðir til sóunnar á mannauði þjóðarinnar.
Peningar til að niðurgreiða þessi lyf mun því nýtast þjóðinni margfalt.
Færri munu í æsku hætta í skóla og leiðast út í neyslu vímuefna, afbrot o. s. frv.
Nýlega kom fram í fréttum að þessum lyfjum er því miður smyglað til landsins í verri tilgangi en lækninga.
Þar kom hluti af skýringunni á misnotkun lyfjanna, er læknar SÁÁ hafa vísað til.
Ekki er hægt að komast í vímu nema með skammvirkandi gerð þessarra lyfja.
Sú gerð heitir Ritalin og er notuð fyrir börn en ekki fullorðna.
Ritalin hefur engu að síður bjargað æsku og velferð margra barna sem annars voru ekki í húsum hafandi.
Ekki aðeins að þau gætu ekki stundað sitt eigið nám heldur spilltu stórlega öllu skólastarfi og námi annarra.
Börn og unglingar sem í verstu tilfellunum enduðu í Breiðuvík í mínu ungdæmi.
Eða í enn verri málum en það.
Auðvitað væri yndislegt ef ekki þyrfti að láta bólusetja börnin sín og ekki þyrfti að nota lyf eða bætilefni.
En það er bara ekki sú veröld sem við búum í.
Enn eru engin lyf til handa þeim sem halda það.
Því miður.
Ekki hætt að niðurgreiða ofvirknilyf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:27 | Facebook
Athugasemdir
Viggó. Það þarf margt að athuga, í spilltu stjórnkerfi.
Það er að mínu mati mannauður í hverri einustu lifandi sál.
Hins vegar er mikill skortur á sjálfsögðum mannréttindum hverrar sálar í opinberu samfélagskerfi "siðaðra".
Það er svipað og að sækja vatnið yfir lækinn, að kenna fátæku og heiðarlegu fólki frá Póllandi um lyfjamafíu-stjórnsýslu-spillinguna á Íslandi.
SÁÁ er því miður stofnun, sem lifir á að viðhalda hörmungum ADHD-fólksins. Hvers vegna?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.10.2012 kl. 15:32
Þakka þér kveðjuna Anna Sigríður sem fyrr.
Sammála þér um mannauðinn enda of skrifað um það.
Fátækt og heiðarlegt fólk er ekki að smygla lyfjum til að selja ógæfufólki.
Það sem þú kallar lyfjamafíu-stjórnsýslu-spillingu er nú nokkuð að sjá að sér.
Viggó Jörgensson, 10.10.2012 kl. 16:47
Held að SÁÁ hefði því miður næg verkefni þó að Ritalin misnotkun kæmi ekki til.
Tala þó af vanþekkingu, þar sem ég er lítt kunnugur þeirri stofnun.
En ætla öllum þar að starfa í góðum tilgangi.
Viggó Jörgensson, 10.10.2012 kl. 17:25
Viggó. Takk fyrir svörin. Heiðarlegt fólk hefur oft verið notað sem burðardýr hvítflibbanna geðsjúku. Það er staðreynd.
SÁÁ hefur ekki útskýrt misnotkun og hættulegar aukaverkanir af svefnlyfinu Imuvan og álíka samheitalyfi, sem virkar á miðtaugakerfið?
Allir sem hafa kynnt sér ADHD, vita að um vanvirkni boðefna í heilanum er að ræða.
Ekki hafa börnin fengið athyglisbrest af ofnotkun alkahóls né rítalíns, þótt yfirlæknirinn á Vogi telji það nokkuð víst að athyglisbrestur stafi af ofnotkun leyfilegra og ó-lyfseðilsskyldra alkahóldrykkja?
Aldrei þarf yfirlæknirinn á Vogi að rökstyðja þessar mótsagnir sínar! Hvers vegna sleppur hann við að rökstyðja sitt mál í fjölmiðlum?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.10.2012 kl. 18:30
Sæll Anna Sigríður.
Eins og þessi maður segir hér á netinu um Imovane:
"...i took an old imovane whcih i think is one of those 'z-drugs'? anyway its kicked in and im about to sleep. i was just thinking....this drug kills most of my anxiety..."
(http://www.socialanxietysupport.com/forum/f30/drugs-like-imovane-lunesta-they-seem-like-pretty-good-anti-137362/)
Þá getur það tekið burt kvíða, og einnig hömlur og dómgreind.
Þannig að ef fólk fer ekki að sofa er kannski ekki von á góðu.
Já hreinlega stórhættulegt ef fólk færi t. d. út að aka í stað þess að fara að sofa.
Vissi ekki að hægt væri að misnota þetta lyf.
Er hægt að fara í vímu með því að gleypa það í sig í stórum skömmtum??? Og hanga uppi vakandi???
En eins og þú vísar til þá er líklega hægt að fara rangt með öll þau lyf sem virka á miðtaugakerfið.
Með því að sulla þeim saman eða taka ranga skammta.
Veit ekki nákvæmlega hvað orsakar ADHD.
Hvort það er vöntun á boðefnum, hvort þau komast ekki nægilega vel á milli taugafruma.
Hvort ákveðnar heilastöðvar eru frábrugðnar eða starfa öðru vísi en í öðrum.
Það ábyggilega rétt að menn geta framkallað hjá sér alls konar einkenni frá miðtaugakerfinu
með því að misnota ákveðin efni.
Jafnvel framkalla undirliggjandi geðveiki.
Það sem við köllum neyslu, skerðir yfirleitt skammtímaminni, skerðir einbeitingu og athygli.
En hitt er jafn öruggt að það sem kallað er ADHD hefur ekkert með slíka neyslu að ræða.
Þó að mögulega megi framkalla slík einkenni eins og flest önnur með neyslu.
Ertu með hlekki á einhver viðtöl við lækna SÁÁ, þar sem fjalla um þetta???
Viggó Jörgensson, 10.10.2012 kl. 20:22
Og aftur Anna Sigríður.
Í flestum fjölskyldum, og ættum, er til eldra fólk sem notar stundum Imovane.
Læknar reyna að ávísa frekar Stilnoct.
Læknar segja svo venjulegu fólki að hypja sig út að ganga fyrir svefninn.
Nema að eitthvað sérstakt sé í gangi, alvarleg veikindi í fjölskyldunni o. s. frv.
Þannig að ef veist um eitthvað annað og meira um þetta algenga lyf Imovane.
Heldur en er í sérlyfjaskránni á vef Lyfjastofnunar, þá ættirðu að tilkynna þeim það.
http://serlyfjaskra.is/FileRepos/b9da9195-c703-e111-b077-001e4f17a1f7/Imovane%2520tillaga%2520-%2520SmPC.doc.pdf
Viggó Jörgensson, 10.10.2012 kl. 21:01
Og af því að þú nefndir þetta, þá stendur eftirfarandi í Sérlyfjaskránni
um metýlfenidathýdróklóríð sem notað er við ADHD:
"...Nákvæm orsök þessa heilkennis er óþekkt og ekki er um neitt eitt greiningarpróf að ræða...
...Metýlfenidat HCl er lyf sem veldur vægri örvun á miðtaugakerfi.
Ekki er þekkt hver verkunarmáti lyfsins er við athygliröskun með ofvirkni (ADHD).
Talið er að metýlfenidat hamli endurupptöku noradrenalins og dopamins í taugafrumum framan taugamóta
og auki losun þessara monoamina í rýmið utan taugafrumna..."
Viggó Jörgensson, 10.10.2012 kl. 21:26
Viggó. Ég er ekki með neina hlekki til að vitna til um hversu lúmskt og hættulegt svefnlyfið Imuvan í raun er, fyrir ADHD-sjúklinga, en fleiri en einn heimilislæknir hefur viðurkennt fyrir mér að það er ekki allur sannleikurinn sagður um þetta lyf. Samt er ekkert gert í því, og enn er þetta lyf eftirlitslaust skrifað út til ógreindra ADHD-sjúklinga, og stundum með hörmulegum afleiðingum.
Ef einhver fréttamaður hefur kjark og/eða leyfi til að fara á Vog og spyrja yfirlækninn um það, hversu margir fara í einangrunar-afvötnun þar, einungis út af þessu lyfi, þá getur sá yfirlæknir sjálfur tjáð sig um þann fjölda sem kemur á þessa úreltu stofnun, einungis út af því lyfi (sem er án alkahóls).
Það er aldrei talað um Hlaðgerðarkot, né læknar þar spurðir um þessar misnotkunar "staðreyndartölur"? Hvers vegna?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.10.2012 kl. 22:44
Viggó. Og eitt enn; geðveiki er vegna vítamíns og næringarskorts, að stórum hluta til. Það sagði geðhjúkrunarkona mér, fyrir mörgum árum síðan. Það er margt sem bendir til að hún hafi sagt mér satt, og að það sé enn einn sannleikurinn, sem þaggaður hefur verið niður. Hvers vegna?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.10.2012 kl. 22:54
Eins og ég segi.
Þá skora ég á þig að ræða þetta við Lyfjastofnun.
Það er stöðluð ábending með lyfjum að aðrar aukaverkanir en koma fram á fylgiseðli.
Eigi að tilkynna til læknis eða lyfjafræðings.
Og beri það ekki árangur er best að tala beint við Lyfjastofnun.
En þar ráða þau auðvitað hvað þau gera með þær upplýsingar.
Viggó Jörgensson, 11.10.2012 kl. 04:34
Viggó. Ég mun líklega láta lyfjastofnun vita, en ég leyfi mér að efast um árangur af því að ég tilkynni þeirri stofnun eitthvað, sem sú stofnun ætti að sjálfsögðu nú þegar að vita um, og hafa gert eitthvað í?
Ég er ekki með neinar menntagráður né opinberlega viðurkenndan trúverðugleika, og þess vegna tel ég að ekki verði tekið mikið mark á mér, í stofnanakerfinu. En það er þess virði, að reyna að koma sinni vitneskju til skila.
Það er rétt sem þú segir, og að maður á að sannreyna gagnsemi Lyfjastofnunar, og ekki gefast upp við að koma sannleikanum á framfæri. Takk fyrir hvatninguna.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.10.2012 kl. 18:32
Þetta kerfi biður um það sjálft að fólki láti sig vita.
Þar eru ekki gerðar neinar kröfur til þeirra sem tilkynna um óvæntar aukaverkanir.
Tilkynnandinn getur tilheyrt hvaða stétt sem er, enda spyrja veikindi hvorki um stétt eða stöðu eins og allir vita.
Bara að drífa í þessu, það eru hagsmunir mjög margra í húfi.
Viggó Jörgensson, 12.10.2012 kl. 02:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.