Öðru vísi mér áður brá. Er þetta ekki Renault?

Menn hafa misjafnar minningar um austantjaldsbíla. 

Skoda, Pobeta, Zastava, Lada, Moskvitch, Volga, Wartburg, Autobianchi, Trabant, NSU Prinz, og pólskan Fíat.

Sumum tókst að eiga ágæt samskipti við bíla sína frá þessum löndum.

T. d. Pobeda, Volga, sumar gerðir af Lada og Skoda og einnig GAZ69 jeppanna. 

Fyrir aðra voru bílar þessarra landa hreinasta martröð.  

Einhverjir bílanna voru afar óáreiðanlegir, svokallaðir mánudagsbílar.

Auk þess sem stálið í þeim var hræðilegt rusl.

Komnir hingað í saltrokið ryðguðu þeir niður á áður óþekktum hraða.

Reyndar voru Frakkar ekki barnanna bestir á því sviði í þá tíð.

Ýmsar ítalskar, spánskar og breskar bílategundir voru heldur ekki alltaf að gera sig í íslenskri veðráttu.   

Nú skilst mér að þessi Dacia verksmiðja sé dótturfyrirtæki frá hinu franska Renault.

Því verður fróðlegt að kynnst hvernig til hefur tekist. 


mbl.is BL kynnir nýtt bílamerki – Dacia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Þetta fyrirtæki er búið að vera til frá því á sjöunda áratugnum og alltaf verið í nánu sambandi við Renault og framleitt undir leifi Renault bíla fyrir austantjaldsmarkaðinn. Einhvertíman í kringum árið 2000 keypti síðan Renault fyrirtækið og notar það til að markaðsetja ódýrar útgáfur af bílunum sínum líkt og VW geir með Skoda og Seat.

Í tilfelli VW hefur ódýra afurðin (Skoda) reynst betur heldur en fyrirmyndin, kannski það sé þannig þarna líka, allavega hef ég aldrei haft mikið álit á frönskum bílum.

Einar Steinsson, 29.9.2012 kl. 10:00

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já Einar, ég var að komast að þessu.

Stofnað árið 1966 og fór strax að framleiða sínar útgáfur af Renault.

VW vél rataði í einn bílinn, Nissan Primera varð ein fyrirmyndin og jafnvel Peugeot.

Ford og Chevrolet voru stundum í samvinnu við Rúsanna og þaðan kom það besta sem þeir gerðu.

Eins og Pobeta.

Því miður fyrir austantjaldslöndin var Fíat sá framleiðandi sem mest áhrif hafði þar.

Ég hafði aldrei neitt álit á frönskum bílum frekar en þú.

Í fyrsta lagi var það út af því hversu skelfilega þeir ryðguðu hérlendis.

En nú hafa Frakkarnir komist prýðilega fyrir það.

Í öðru lagi keypti ég aldrei franskan bíl af því að maður þurfti að kaupa nýverkfæri

og tileinka sér nýja þekkingu.

Í þá daga var maður heilaþveginn af bandarískum bílahefðum.

Svíar, Þjóðverjar og Japanir voru einnig á bandarísku línunni og það dugði.

Í seinni tíð heyri ég ekkert kvartað yfir frönskum bílum frekar en öðrum.

Viggó Jörgensson, 30.9.2012 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband