Látiði nú manninn í friði.

Baldur Guðlaugsson þekki ég ekki neitt.

Refsimál Baldurs snerist eingöngu um hans eigin peninga en ekki annarra.    

Opinberlega hefur komið fram í fréttum og á heimasíðum dómstólanna.

Að á sínum tíma hafði hann talið sig hafa lagaheimild til að selja hlutabréfin sín í Landsbankanum. 

Því mati voru dómstólar landsins ekki sammála og dæmdu Baldur til refsingar.

Nú er hann að ljúka við að gera upp refsingu sína við þjóðfélagið. 

Og þá er kominn tími til að láta manninn, og hans fjölskyldu, í friði. 

Það er hins vegar dæmigert fyrir skelfingarástandið á fréttastofum Ríkisútvarpsins. 

Að þar djöflist menn á meintum sjálfstæðismönnum.  

Í stað þess að fjalla um mál þeirra fjölmörgu skjólstæðinga ríkisstjórnarinnar.

Sem ekki hafa gert upp nein mál við neinn. 

Og ætla ekki.   

 
mbl.is Baldur gerir athugasemdir við Kastljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Vinstrimönnum er bara ekki nóg að Baldur hafi verið dæmdur eftir lögum.

Óskar Guðmundsson, 20.9.2012 kl. 16:23

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Nei einmitt Óskar.

Auk þess sem mál Baldurs snérist á engan hátt um að Baldur hafi gert á hlut annarra. 

Veistu t. d. hvort Björn Valur Gíslason er búinn að borga ættingjum sínum lánin sem hann lét falla á þá?

Viggó Jörgensson, 20.9.2012 kl. 16:53

3 identicon

Hvað kemur þetta Sjálfstæðismönnum við?  Er það ekki hlutverk Kastljóssins að fara ofan í svona mál sem snúa t.d. að opinberum embættismönnum eins og Baldri?  Af hverju þarf að tengja ríkisstjórnina við það?

Skúli (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 18:28

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ert þú Skúli nýkominn til landsins?

Eftir að frú Jóhanna fékk ofsóknaræðið og kom Davíð Oddssyni út úr Seðlabankanum fengu ýmsir aðrir embættismenn að finna til tevatnsins. 

Ráðuneytisstjórar voru hreinsaðir burtu, auk þess sem klippt var og skorið á ýmsum stöðum þar með talið hjá Ríkisútvarpinu.

Síðan hefur skelfingaræði verið á fréttastofu Ríkisútvarpsins.  

Þar ritskoða menn sig sjálfir af miklum mætti og haga sér á flestan hátt eins og þeir stefni á að verða blaðafulltrúar ríkisstjórnarinnar. 

Þeim titli ná þeir reyndar ekki af Agli Helgasyni eins og allir vita.

Viggó Jörgensson, 20.9.2012 kl. 19:53

5 Smámynd: Jens Guð

  Mestu skiptir að starfsmönnum Lex og fangelsismálastofnunar takist að hjálpa BG að aðlagast þjóðfélaginu utan fangelsisgirðingar.  Best er að friður ríki um það (frekar en ófriður).  Ég hef sannfrétt að aðlögunarferlið gangi vel.  Við skulum ekki trufla það. 

Jens Guð, 22.9.2012 kl. 00:13

6 identicon

Ég ráðlegg öllum að lesa dómsorð Héraðsdóms sem og Hæstaréttar um þetta mál.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband