9.5.2012 | 17:47
Vilja afnema frelsi einstaklingsins.
Nú vilja ungir sjálfstæðismenn styðja við ríkisforræði yfir námsmönnum.
Hvað kemur ungum sjálfstæðismönnum það við hvort að menn stunda nám sitt af kostgæfni eða ekki?
Einhverjir eru að skoða sig um eftir stúdentspróf og skrá sig í nám sem þeim hentar svo ekki.
Hvað kemur ungum sjálfstæðismönnum það við?
Vilja þeir kannski að ríkið ákveði í hvaða nám menn eiga að fara eins og í alræðisríki?
Sumir eru í háskólanámi til þess að endurmennta sig án þess að ætla að ljúka prófi í viðkomandi grein.
Ef einhverjir borga innritunargjöldin og mæta svo ekki til náms er það gott fyrir Háskólann að fá innritunargjöldin.
Í deildum þar sem fyrirlestrar eru í stórum sölum, skiptir Háskólann það engu hvort einhverjir mæta ekki.
Fyrir suma er það heilmikil hindrun að eiga að greiða kr. 60.000. í innritunargjöld.
Ungir sjálfstæðismenn ættu að varast að ganga lengra á þeirri braut.
Íslendingar eiga áfram að vera fjálsir að því að mennta sig í skóla.
Það á ekki að gera að forréttindum þeirra efnuðu.
Með því að hindra fólk í að ákveða örlög sín sjálft eru menn að vega að frelsi einstaklingsins.
Svo ömurlegt hlutskipti eiga undir sjálfsstæðismenn ekki að velja sér.
Fyrir neðan þeirra virðingu.
Ungir sjálfsstæðismenn ættu að finna sér önnur baráttumál en að éta upp það andstyggislegasta frá Bandaríkjunum.
Ef það er boðskapurinn í reynd að leggja eigi niður Háskóla Íslands til að hlúa að einkaskólum.
Árleg skólagjöld, í grunnnámi, eru kr. 348.000. í Háskólanum í Reykjavík en kr. 696.000. í meistaranámi.
Hjón sem áttu þrjú börn með tveggja ára millibili.
Þurfa því að greiða kr. 7.308.000. í skólagjöld á níu ára tímabili.
Til að koma börnum sínum í gegnum grunnnám og meistaranám við Háskólann í Reykjavík.
Meiri hluta Íslendinga hugnast varla þessi framtíðarsýn, verði Háskólinn Íslands aflagður.
Vilja auka kostnaðarþátttöku háskólanema | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:32 | Facebook
Athugasemdir
Það er eðlilegt að pabbadrengir sem aldrei hafa þurft að leggja út fyrir neinu sjái ekkert að því að námsmenn borgi nám sitt sjálfir. Mömmur og pabbar eiga nógan pening til að borga þetta. Hvað vill svo pöbullinn upp á dekk í háskólanám? Hvað gerir elítan ef börn eyrarkarlanna verða háskólaborgarar? Þetta ógnar þessari öruggu lagskiptingu þjóðfélagins 1% vs 99%. Þessu verður náttúrlega að sporna við.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.5.2012 kl. 18:47
Því miður allt of satt hjá þér Jón Steinar.
Óþægilegt fyrir heimskingana úr elítunni að þurfa að keppa við einhver gáfumenni úr alþýðustétt.
Miklu betra í BNA þar sem bjánar eins og George W. Bush geta orðið forsetar.
En óþægilegt að séní eins og Obama geti orðið lögmenn og meira að segja forseti.
Þetta er allt hægt að laga með nægilega háum skólagjöldum.
Viggó Jörgensson, 9.5.2012 kl. 22:19
Góður pistill, alveg sammála. Vanhugsuð ályktun hjá SUS
Skúli (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 12:45
Þarna hittiru naglann á höfuðið Jón Steinar. Akkurat það sama og ég hugsaði þegar ég las þessa grein. Viljum við búa í þjóðfélagi þar sem eingöngu þeir sem fæðast með gullskeið í munni eiga kost á því að stunda háskólanám.. Ég hef aldrei lesið jafn mikla vitleysu og þessa grein í langan tíma!! Ungir sjálfstæðismenn ættu að skammast sín!
Emma (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.