Og ríkisstjórnin pantar nýja lúxus ráðherrabíla.

Tugir þúsunda í stórkostlegum vandræðum og einhverjir komnir fram á brúnina eru fréttirnar úr þjóðfélaginu.

Af ríkisstjórninni er það hins vegar að frétta að hún hefur pantað sér nýja ráðherrabíla.

Með öryggisgleri svo að þessir svöngu geti ekki ráðist inn í bílanna.

Næst þegar þeir hafa þrótt til að mótmæla á Austurvelli.

Svínin í Dýrabæ seldu hestinn til slátrunar.

Svínin í vinstri velferðarstjórninni níðast á bágstöddum. 

Og panta sér nýja lúxus bíla.

Sér einhver muninn?

Árið 2004 sagði Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður í Viðskiptablaðinu um áform um að kaupa nýja ráðherrabíla:

"...Hvarflar að ráðherrunum að hægt sé að spara á þessum útgjaldalið skattborgaranna á sama tíma og lögð er til lokun á bráðadeild Landspítalans, neyðarmóttöku í nauðgunarmálum eða að loka endurhæfingardeild fyrir 32 fjölfatlaða einstaklinga í Kópavogi?..."

Ef þetta er sama Jóhanna og nú pantar sér nýja ráðherrabíla.

Þá er hún gengin af því litla viti sem var.  

Eða siðblind eftir allt saman.  

Hér má sjá hlekk á Ríkiskaup þar sem fram kemur að búið er að semja við sjö bílaumboð um kaup á ráðherrabílum:  

http://www.rikiskaup.is/utbod/utb/15130

Eins og venjulega er ríkisstjórnin í feluleik við okkur fólkið í landinu.

Við megum ekki vita neitt um samninginn.

Og til að auka á feluleikinn er kaupandinn Rekstrarfélag um stjórnarráðsbyggingar.  

Þar verður kannski hægt að fela bifreiðakostnaðinn inni í einhverjum vaxtakostnaðarliðnum.

Allt uppi á borðum í opinni stjórnsýslu lofaði Jóhanna þegar hún settist í stjórnarráðið og dró gardínurnar niður.


mbl.is „Fólk er komið á brúnina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er hún ekki bæði  og frekar ógeðfelld í þokkabót.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 16:39

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Er ekki landsbankinn lika að setja nyja launastefnu í anda góðu áranna ?  Við borgum auðvitað !

  Frakkar eru ein af þeim þjóðum sem eg dáist að í mótmælum- þeir eru lika í góðum málum efnahagslega- kv ea

Erla Magna Alexandersdóttir, 9.5.2012 kl. 17:07

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það er mér farið að sýnast Kristján.

EGÓisti og ekkert annað.

Hennar markaðssetning var að þykjast bera hag hinna verst stöddu fyrir brjósti. 

Þeim fórnaði hún hiklaust fyrir þjónkun við nýlenduauðvaldið í Evrópu.  

Sem nú rekur markaðsfyrirtæki sem heitir ESB. 

Viggó Jörgensson, 9.5.2012 kl. 18:04

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já Erla Magna við borgum auðvitað.

Það er að segja þeir sem verða hérna eftir.

Frakkar voru sú þjóð sem dró fram fallöxina þegar yfirstéttin gekk endanlega fram af þeim.

Þaðan kemur þessi sterka lýðræðislega hefð þeirra að mótmæla kröftuglega.

Lögreglan þar verndar mótmælendur þar rétt eins og aðra.

Engin þjóð þolir að eyða um efni fram og stjórnmálamenn geta einir og sér ekki búið til verðmæti úr engu.

En þeir eiga að semja góðar leikreglur þannig að þeir ósvífnustu geti ekki sólundað þjóðarauðnum.

Og traðkað niður í svaðið þá sem minnst mega sín.

Og á þessum sviðum hafa stjórnmálamenn Evrópu einfaldlega ekki staðið sig.

Viggó Jörgensson, 9.5.2012 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband