3.5.2012 | 19:30
Vonandi ekki til að bjarga krónubréfaeigendum.
Þeir alþjóðlegu fjármálabraskarar sem notuðu krónuna sem leiktæki fyrir hrun.
Til að hagnast á því að spila með íslenskt efnahagskerfi og íslenskan almenning.
Og til að fá þá allt of háu vexti sem hægt var að fá hérlendis.
Þeir eru margir fastir með krónurnar sínar út af gjaldeyrishöftum.
Þeir eru mjög uggandi um að fá krónunum sínum skipt fyrir erlendan gjaldeyri sem fyrst.
Áður en krónan hrynur meira.
Og þá myndi hún hrynja rækilega í kjölfarið.
En þeim herrum gæti nú ekki verið meira sama um það.
Eða íslenskan almenning.
Eitthvað af þessum krónubréfum er mögulega hætt að bera vexti.
Og þá er það spurningin.
Er íslenska vinstri stjórnin að bjóða þessi skuldabréf, og lofa 6% ávöxtun.
Og bjarga þessum krónubröskurum úr vandræðunum.
Á kostnað íslensks almennings?
Eins og að þessir krónubraskarar séu á framfæri íslensku þjóðarinnar.
Eða að hún eigi að ábyrgjast brask þeirra ?
Í þakklætisskyni fyrir að koma okkur á hausinn?
Skuldabréf fyrir 124 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.5.2012 kl. 21:21 | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst að Þjóðin þurfi betri skýringu á þessu...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.5.2012 kl. 07:29
Sæll.
Það er eins og konugarmurinn skilji ekki að lán þarf að borga til baka. Það er ekki auðvelt þegar núverandi stjórnvöld gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir fjárfestingar og leggja ofurskatta á allt sem hugsanlega gæti skilað okkur einhverju.
Það er brýn þörf á að setja lög sem banna hallarekstur opinberra sjóða nema með auknum meirihluta, við skuldum nú þegar meira en nóg og er þetta lán því að öllu leyti óréttlætanlegt. Ég held að ríkissjóður borgi tæpa 80 milljarða í vexti og afborganir af lánum í ár og sumum finnst í lagi að bæta við skuldasúpuna?!! Mér sýnist vextirnir líka vera í hærra lagi þegar haft er í huga að stýrivextir erlendra seðlabanka eru víða í kringum 1% eða svo. Þá er ekki nema von að umfram eftirspurn sé þegar einhverjir sauðir vilja borga 6%.
Svo kemur auðvitað ekki fram í þessari frétt hvað erlendu bankarnir tóku í þóknun fyrir að hafa milligöngu um þetta óþarf lán!
Helgi (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 09:13
6% ársávöxtunarkrafa til tíu ára þýðir 79,08% hærri endurgreiðslu í bandaríkjadölum en sú fjárhæð er tekin var að láni.
Endurgreiða þarf því 1,79 miljarða bandaríkjadala.
Ársvaxtakostnaðurinn er því 79 miljónir bandaríkjadala sem gera * 125 = 9.875 miljónir króna eða 9,9 miljarða sem eru um 80.000 krónur á hvert heimili í landinu árlega út samningstímann.
Í annarri grein sem birtist síðar um sama mál á mbl.is segir að lánið sé hagstætt því vextir þess séu aðeins 4% hærri en á bandarísk ríkisskuldabréf en vextir á þeim eru sagðir vera 2%.
Ekki veit ég hvenær prósentumunurinn á 2 og 6 varð 4%. Hélt að hann væri 200%.
Viggó, langar að koma með spurningu þó seint sé.
Þessi krónubréfaeign og líf krónubréfa erlendis er eitthvað sem ég skil ekki fyllilega og held að svo sé um fleiri. Það væri fróðlegt að fá einfaldar skýringar á því hvaða lögmál gilda um þessi krónubréf.
Kristján Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 16:09
Sammála þér Ingibjörg.
Það er helst að Lilja Mósesdóttir gæti fundið út úr þessu.
Og sagt okkur það sem upp á vantar.
Viggó Jörgensson, 7.5.2012 kl. 21:22
Nákvæmlega Helgi.
Það er nefnilega hvorki út um séð um það hvort við erum ekki hreinlega gjaldþrota.
Talið í erlendum gjaldeyri.
Eða hvort bankakerfið er það einnig.
Viggó Jörgensson, 7.5.2012 kl. 21:25
Sæll Kristján.
Ég er sammála þér um að þetta er brjálæðislegt.
Ekki allir sem kunna að reikna hvað 6% ávöxtun þýðir á óhreyfðan höfuðstól.
Maður hefði þó ætlað að stærðfræðikennarinn í Fjármálaráðuneytinu kynni það.
Er kannski til marks um hversu alvarleg staðan er raun og veru en og Helgi hér að ofan, ég og fleiri hafa áhyggjur af.
Hér er það sem ég tel mig vita um þessi krónubréf:
http://viggojorgens.blog.is/blog/viggojorgens/entry/1231333/Viggó Jörgensson, 7.5.2012 kl. 21:29
I.
Það sem við höfum ekki fengið að vita.
Er hverjir gáfu þessi krónubréf út.
Voru það íslenskir bankar, erlendir bankar, erlendir aðilar aðrir eða í hvaða hlutföllum þarna á milli.
Og nákvæmlega hver aðkoma íslenska bankakerfisins var að þessu.
Í hversu miklum mæli voru útgefendurnir íslenskir bankar? Eða hreinlega leppar fyrir þá?
Það af þessum krónubréfum sem kom inn í íslenska hagkerfið hefur gert það með atbeina íslenskra banka.
Hafi það verið erlendur aðili, þá hefur hann komið með erlendan gjaldeyri og keypt fyrir hann íslenskar krónur.
Íslenska bankakerfið hefur væntanlega fengið erlenda gjaldeyrinn inn í sitt kerfi.
Sá sem kom með gjaldeyrinn fékk útgefið í staðinn skuldabréf í íslenskum krónum.
(Útfærslurnar gátu verið mismunandi flóknar.)
Og samkvæmt skuldabréfinu bar skuldin hærri vexti en hinn erlendi aðili gat fengið annars staðar.
Sá sem gaf út þetta skuldabréf í íslenskum krónum var skuldarinn.
Og hafði annað hvort fengið gjaldeyri og skipt þeim fyrir krónur.
Eða þetta var banki sem skuldaði bréfið sjálfur í íslenskum krónum.
II.
Þetta voru svokölluð kúlubréf, með einum lokagjalddaga, þar sem greiða átti alla skuldina ásamt vöxtum.
Forsenda þessa erlenda aðila, sem kom með gjaldeyrinn, hafa verið þrjár.
Að skuldin fengist greidd.
Að gengi íslensku krónunnar yrði áfram sterkt á gildistíma skuldabréfsins.
Að hann gæti umsvifalaust, eftir endurgreiðslu, fengið krónunum sínum skipt yfir erlendan gjaldeyri.
Þessi tegund viðskipta gæti flokkast sem eðlileg á markaði úr því að þetta var yfirleitt í boði.
En reyndist gríðarlega áhættusamt og varð að stóru tapi þegar krónan féll.
III.
Þetta var hins vegar stórkostlega slæmt fyrir íslenskt efnahagslíf til langs tíma litið.
Hélt gengi íslensku krónunnar fölsku, allt of háu.
Sem stuðlaði að enn verri viðskiptajöfnuði við útlönd sem var hörmulegur fyrir.
Sú þennsla stuðlaði að hærri verðbólgu.
Sem Seðlabankinn var að reyna að halda niðri með háum stýrivöxtum sem var algerlega vonlaust tæki til þess.
Þar sem stór hluti lána var með föstum vöxtum, svo sem húsnæðislán með föstum 4,15% vöxtum.
Þar var þennsla upp á tugi miljarða sem stýrivextirnir bitu nákvæmlega ekkert á.
Bindiskyldan er það eina sem hefur bitið á okkur Íslendinga.
Í gamla daga skildum við svarið í bankanum: Það eru engir peningar til.
Til skamms tíma þótti mönnum hins vegar flott að fá gjaldeyrinn fyrir krónubréfin.
Þá var hægt að taka vel á því, eins og sést á lánabókum bankanna sem við sáum eftir hrunið.
Algerlega dómgreindarlausar og tryggingarlaus lán út á fjárfestingar í risastórum loftbólum.
Og lántakendur voru svokallaðir kjölfestueigendur í bönkunum sjálfum.
IV.
En svo kemur að myrkraverkunum.
Voru bankarnir, eða einhverjir, að gefa út þessi krónubréf til að spila með íslenskt efnahagslíf.
Vissu jú að þeir gætu tapað á því að krónan félli. (Á krónubréfunum. )
En voru búnir að tryggja sig svo rækilega fyrir því að þeir myndu samt sem áður græða stórkostlega.
Þetta sem kallað er stöðutaka gegn íslensku krónunni.
V.
Í einhverjum tilfellum voru samningarnir þannig að íslensku bankarnir tóku að sér að kaupa fyrir hinn erlenda eiganda.
Ríkistryggð skuldabréf fyrir krónurnar sem hann fékk fyrir gjaldeyrinn sinn.
Við höfum kannski ekki heldur nægilegar upplýsingar um útfærsluna á þessu.
VI.
Í venjulegum tilfellum, tapa þeir öllu sem eiga útstandandi skuldir hjá þeim sem verða gjaldþrota.
Og þessir erlendu aðilar sem áttu krónubréfakröfur á gjaldþrota íslenska banka, hefðu átt að tapa þeim kröfum.
Af hverju þeir gerðu það ekki, þurfum við að fá að vita.
Af hverju Seðlabanki Íslands lét þessa aðila fá ríkistryggð skuldabréf á skattgreiðendur framtíðarinnar.
Fyrir ónýt krónubréf með kröfu á gjaldþrota banka?
VII.
Svo mikið er víst að ríkisstjórnin, þessi sem ætlaði að hafa alla hluti opna og uppi á borðinu.
Hefur nákvæmlega engan áhuga á að við fáum neitt um þetta að vita.
Af hverju skyldi það vera?
Viggó Jörgensson, 7.5.2012 kl. 22:14
Og svo má ekki gleyma að krónubréfaeigendurnir vilja fá erlendan gjaldeyri fyrir höfuðstólinn í krónum.
Þeir vilja að sjálfsögðu einnig fá erlendan gjaldeyri fyrir vextina líka.
Já ég held að það sé raunhæfur möguleiki að landið sé gjaldþrota.
En hef ekki haft tíma til kafa ofan í þær tölur.
Viggó Jörgensson, 7.5.2012 kl. 22:19
Sælir; Takk fyrir svarið.
Seðlabanki, Fjármálaráðuneyti eða RÚV hefðu reyndar átt að vera búinn að svara þessari spurningu fyrir löngu á greinargóðan og hlutlausan hátt, og tíunda jafnframt samsetningu þessara krónubréfa og kostnaðarverð bréfanna eftir þeim endurgreiðsluleiðum sem færar eru.
Kristján Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 23:15
Þakka þér sömuleiðis Kristján.
Stjórnkerfi okkar hefur nákvæmlega engan áhuga á að upplýsa okkur um þetta.
Nema bara að við eigum að borga.
Fjölmiðlar okkar eru nákvæmlega jafn ónýtir og fyrir hrun.
Allt of háðir þeim sem hafa völdin og peninganna.
Viggó Jörgensson, 8.5.2012 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.