Huang virðir ekki íslensk lög og sendir stjórnvöldum tóninn.

Reynsla Svía af kínverskum landakaupamönnum eins og Huang Nubo er slæm.

Þeir fóru ekki eftir neinum lögum eða reglum í Svíþjóð.

Þessi Huang Nubo er þar enginn eftirbátur.

Hann er allur af vilja gerður til að brjóta íslensk lög eða fara í kringum þau.

Það sama á við um virðingu fyrir réttum íslenskum yfirvöldum.

Í gegnum fjölmiðla í Kína sendir hann innanrískisráðherra Íslands tóninn. 

Allt er þetta forsmekkurinn um það sem koma skyldi.

Kínverskt yfirvöld ætla að vaða yfir okkur Íslendinga.

Íslensk lög kom þeim ekkert við.

Íslensk stjórnvöld skal vanvirða þegar það hentar.

Lögin um sölu og afnotarétt fasteigna gilda jafnt um sölu sem um leigu til lengri tíma en þriggja ára. 

Hvernig telur þessi Nubo að hann geti leigt til níutíu og níu ára, þegar hámarkið er þrjú ár?

Þessi Nubo ætti að fá lífverði næst þegar hann kemur til Íslands.

Ekkert síður en þau Jóhanna og Steingrímur.

En vonandi kemur hann ekkert aftur.

Og ekki heldur aðrir landakaupamenn kínverskra stjórnvalda, dulbúnir sem auðmenn. 

Kína er glæparíki með sömu stjórnvöldum og árið 1989.

Keyrði yfir sína eigin námsmenn á skriðdrekum, þar sem þeir sváfu í tjöldum sínum. 

Á Torgi hins himneska friðar í höfuðborginni Peking.

Það má ekki gleymast. 


mbl.is Huang fagni ekki of snemma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Góður pistill Viggó. En er einhver möguleiki á að embættis-hvítvoðungarnir á Íslandi skilji raunveruleikann í alvöru-heimum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.5.2012 kl. 21:35

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakkir Anna Sigríður.

Við erum genatískt fljótfær, nýjungagjörn og stundum hættulega óábyrg. 

Og þá er ég að tala um genamengi Íslendinga og skemmtilega tilgátu geðlæknis um það. 

Grétar Sigurbergsson geðlæknir, sagði í blaðaviðtali að þeir Norðmenn og aðrir sem fluttu hingað.

Hefðu frekar verið á þessari fljótfæru línu.

Þeir sem voru ábyrgir, íhugulir og varkárir sátu eftir heima.

Datt ekki í hug að sigla hingað yfir Atlantshafið á örlitlum víkingakænum. 

En þegar við megum vera að því að hugsa málin, þá komumst við oft að réttri niðurstöðu. 

Fleiri og fleiri eru á átta sig á ESB.

Og munu einnig átta sig á útþennslustefnu Kínverja. 

Og einnig að erlendar þjóðir bíða ekki í röðum eftir að fá að gera hér einhver góðverk. 

Eins og þau Össur og Jóhanna vilja kynna ESB.

Viggó Jörgensson, 5.5.2012 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband