Óhæfa að hafa fulltrúa ESB sem forsætisráðherra Íslendinga.

Aðspurð um afskipti ESB af icesave deilunni og hvernig það snéri að okkar afstöðu til ESB. 

Sagði Jóhanna Sigurðardóttir: "Það er óhæfa að tengja þetta með einum eða öðrum hætti við aðildarumsóknina".  

Það er hins vegar óhæfa að hafa óhæfan forsætisráðherra sem afneitar því að þetta er nákvæmlega sama málið. 

Það sem sýnir fullkomlega hver yfirgangur ESB er gagnvart stjórnvöldum landanna í sambandinu.   

Nema að það séu kanslari Þýskalands, forseti Frakka eða forsætisráðherra Breta.

En þar sem enginn þeirra er á vegum Íslendinga sýna þessi afskipti ESB af icesave það sem koma skal. 

Frú Jóhanna Sigurðardóttir er fulltrúi ESB en ekki Íslendinga.

Með öllum ólíkindum að slík landráðamanneskja húki hér á stól forsætisráðherra.   

Kona sem vill eyða íslensku þjóðinni og gefa evrópuþjóðum landið og auðlindir þess.  


mbl.is Rangt að leggjast gegn kröfunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hvernig framtíð hugsar þú þér á Íslandi Viggó?

1. Hvaða mynt eftir 100 ár

2. Hvernig tengsl við aðrar þjóðir? A. Evrópu B. Ameríku (N+S) C. Asíu? D. Rússland?

3. Hvernig menningu eftir 100 ár og hvaða tungumál?

Kær kveðja

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.4.2012 kl. 17:30

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæl Anna.

1. Það fer eftir því hvernig efnahagslífið verður þá hérlendis. 

Þó að við verðum þá væntanlega orðin talsvert fleiri.

Þá munum við væntanlega verða mjög háð aðföngum frá öðrum þjóðum. 

Og eigi að halda atvinnuleysi niðri. 

Þá er það skilyrði að við ráðum sjálf yfir skráningunni á okkar gjaldmiðli gagnvart örðum.

Í síðustu öld héldum við nefnilega uppi atvinnustiginu (ekkert atvinnuleysi)

með því að fella gengi krónunnar. 

Svo voru handreiknaðar uppbætur til útflutningsgreinanna sem var fyrst og fremst sjávarútvegur. 

Ákveði þjóðin þá að 25% atvinnuleysi sé ásættanlegt

gæti hún þá alveg eins tekið upp evru eða annan gjaldmiðil, hvers gengi hún réði ekkert yfir. 

2. Sams konar tengsl og við höfum nú.  Nema einnig betri við Asíu og sérstaklega "frændur" okkar Rússa.  

3. Sams konar menningu og tungumál og núna. 

Með þeim menningarbreytingum sem tækni og framfarir munu óhjákvæmilega leiða af sér. 

Viggó Jörgensson, 16.4.2012 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband