Eins gott að kjósa Ólaf áfram forseta.

Það er hreinlega þjóðarvá fyrir dyrum ef þjóðin kýs einhvern annan en Ólaf Ragnar í forsetaembættið.

Honum einum er treystandi af núverandi frambjóðendum til að virða vilja þjóðarinnar.

Það hefur hann sýnt tvisvar vegna landráðasamninga ríkisstjórnarinnar um icesave.

Samfylkingin, útibú ESB á Íslandi, reynir nú að lauma flugumanni sínum í embættið; Þóru Arnórsdóttur. 

Það má ekki gerast að fulltrúi erlends ríkjasambands verði hér forseti þjóðarinnar.    


mbl.is „Hefði sótt um aðild að breska heimsveldinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2012 kl. 09:40

2 identicon

Þannig að hann geti hjálpað ykkur ESB andstæðungum við að dýpka gröf íslenska hagkerfisins enn meira?

Nei takk!

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 10:14

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til þess að hjálpa okkur til að standa á sjálfstæði okkar.  Evrópa er örugglega með opinn arm fyrir menn með þínar skoðanir Jón, ef allt er svona ómögulegt á Íslandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2012 kl. 10:17

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mundu samt að það land sem hefur þröf fyrir starfskrafta og er í uppgangi þessa dagana er Noregur, sem ekki er í ESB.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2012 kl. 10:18

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já sammála síðasta ræðumanni. Hann mun verða okkar forseti áfram það eitt er víst. Þóra er búinn að fá samfó stimpillin á sig þegar hún lét þá safna fyrir sig meðmælendum. Hún er búinn. Fréttamiðlar ættu ekki að voga sér að vinna henni traust sem hún á ekki skilið.  

Valdimar Samúelsson, 12.4.2012 kl. 11:38

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka ykkur Ásthildur Cesil og Valdimar. 

Þakka þér líka innlitið Jón en ekki fyrir innhaldið. 

Mundu að bankahrunreglurnar komu hingað í heilu lagi frá Brussel.

Viggó Jörgensson, 12.4.2012 kl. 12:53

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bankahrunreglurnar komu reyndar frá Basel, ekki Brüssel.

En það er ekki stór munur á.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2012 kl. 13:06

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já ég nota Brussel sem samheiti yfir allt frá ESB Guðmundur.

Hún er eins konar höfuðborg ESB, þó að hinar ýmsu stofnanir ESB teygi sig víðar. 

Hafi bankareglurnar verið samdar í Basel þá voru þeir í Brussel sem lögleiddu þær.  

Viggó Jörgensson, 12.4.2012 kl. 15:00

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

Tökum lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 sem dæmi Guðmundur.

Með þeim voru tekin upp hérlendis, ákvæði tilskipana Evrópuþingsins og ráðsins

nr. 2000/ 12/EB um stofnun og rekstur lánastofnana og fleiri tilskipanir þessu tengt. 

Bæði Evrópuþingið og ráðið eru í Brussel sem er höfuðborg ESB.

Þó að t. d. þingið fundi í Strasbourg og sé með skrifstofu í Lúxemborg

þá tel ég sem sagt óþarfi að tala um annað en Brussel í þessu sambandi. 

Viggó Jörgensson, 12.4.2012 kl. 15:54

10 identicon

Bankareglurnar komu frá ESB en við fórum ekki eftir þeim, enda eina Evrópuþjóðin í þessari stöðu.

Hrunið skifast á þá sem m.a. berjast nú fyrir einangrun Íslands frá umheiminum. Þið kokgleypið svo vitleysuna og hjálpið aftur til með næsta hrun, í boði sömu aflanna.

Vel gert!

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 18:43

11 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þetta mættirðu rökstyðja frekar Jón, svo að vér skiljum .

Hvernig fórum við ekki eftir bankareglunum? Nákvæmlega hvaða reglur brutum við?

Við sem ekki viljum í ESB viljum ekkert einangra Ísland frá umheiminum. Alls ekki, það er bara fölsun. 

Við viljum vera í SÞ, NATÓ, EFTA og enn sem komið er í EES.

Svo viljum við vera í Norðurlandaráði og áfram í þeim miklu og góðu samskiptum, og viðskiptum sem við erum í á alþjóðavettvangi.

En við viljum hins vegar skoða þá hagsmuni sem við höfum af slíkum samskiptum hverju sinni.

Varðandi aðild að EES höfum við meiri hagsmuni af því að vera þar inni.

Varðandi aðild að ESB höfum við meiri hagsmuni af því að vera fyrir utan.

Það er einfaldlega kalt mat, byggt á þekkingu.

Þið kratar viljið ganga í ESB út af tilfinningum. Ein þjóð í einni Evrópu. Sósialdemókratískt þjóð í einum elskuvinafagnaði.

Falleg hugsun vissulega en frámunalega barnalegt að halda að slíkt gangi upp.

Sem gleymir að gera ráð fyrir mannlegu eðli og þjóðrembingi sem hvorugt hefur breyst. Og er ekki að fara að breytast.

Bara eins og að þið hafið aldrei lesið einn staf í mannkynssögunni.

Þessi draumur ykkar kratanna gengur því miður bara ekki upp í mannlegu samfélagi.

Ekki frekar en kommúnismi, nýfrjálshyggja, samvinnuhugssjónin eða aðrar allsherjarlausnir.

Hrein heimska að telja sig geta troðið allsherjarlausnum upp á heil þjóðfélög eða heimsálfur. 

Viggó Jörgensson, 13.4.2012 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband