Áhöfnin laug fyrir útgerðarmanninn.

Öldungadeild Bandaríkjaþings stóð fyrir mikilli rannsókn á Titanic slysinu.

Augljóst er að áhöfnin hefur logið, fegrað og sleppt atriðum sem hölluðu á útgerðarmanninn.

Skipafélagið var svo gríðarlega öflugt að óvíst var um atvinnuhorfur þeirra framvegis, gættu þeir ekki að framburði sínum.

Skipstjórinn var í sinni síðustu ferð, áður en hann átti að fara á eftirlaun.

Skipstjórnin, var að hluta til, í raun og veru í höndum útgerðarmannsins.

Hann var í ferðinni, ásamt verkfræðingi skipsins, og útgerðarmaðurinn fylgdist náið með gangi skipsins.   

Án aðkomu skipstjórans ræddi útgerðarmaðurinn beint við yfirvélstjórann um keyrslu vélanna og hversu hratt væri farið.

Næsta dag átti enn að auka við hraðann.   Það vissu allir að útgerðarmaðurinn stefndi að hraðameti í auglýsingaskyni. 

Aðeins var tímaspursmál hvenær slys yrði vegna ísjaka á þessari siglingaleið. 

Einungis heppni réð að slys hafði ekki orðið fyrr. 

Það tíðkaðist að sigla í svarta myrkri í gegnum hafíssvæði.

Tveir menn voru á vakt á útsýnispalli í mastri, án sjónauka og án ljósa eða ljóskastara. 

Fyrst eftir slysið virðist útgerðarmaðurinn hafa látið sigla skipinu áfram til að leyna því fyrir farþegunum. 

Það flýtti fyrir því að sjórinn fyllti fremstu hólf skipsins og að hann rann yfir skilrúmin þar.

Örsök slysins var margþætt, en fyrst og fremst græðgi, oftrú á mannlega getu og hreinn hroki.

Hér er hlekkur á yfirheyrslur í rannsókn Bandaríkjaþings á slysinu:

http://www.titanicinquiry.org/USInq/AmInq01Lightoller08.php
mbl.is Satt og logið um Titanic
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Var ekki sjóslysanefnd frá Íslandi sem rannsakaði slysið á undan Öldungadeildini, ég spyr vegna gagnrýni hennar?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 9.4.2012 kl. 00:15

2 identicon

Varstu búinn að horfa á þetta? http://www.youtube.com/watch?v=4JCarpqhWWc

Þröstur (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 05:51

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það má nú nærri geta Kristján að stjórnsýslan á Íslandi árið 1912 hafi látið þetta til sín taka

Viggó Jörgensson, 12.4.2012 kl. 02:23

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Þröstur, kíki á það.

Viggó Jörgensson, 12.4.2012 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband