3.4.2012 | 16:20
Krossbandsaðgerðir eru snilld.
Ekki er hægt að græða saman slitin krossbönd í hné.
Bæklunarlæknar leysa það hins vegar með snilldarlegum hætti.
Þar sem saman koma læknisfræði, verkfræði og viðgerðarhæfni mannslíkamans.
Tekin er hluti úr miðju þeirra sinar sem tengir hnéskelina við fótlegginn með beinhluta á báðum endum.
Boruð eru göt í gegnum fótlegginn og lærlegginn sem þurfa að vera í réttri stefnu og staðsetningu.
Hnéskelssinin er þrædd í gegnum gatið á fótleggnum og upp í lærlegginn.
Þannig að hún liggi í gegnum hnéliðinn, á sama stað og krossbandið var áður, og taki við hlutverki þess.
Með skrúfum eru beinhlutarnir, á endum sinarinnar, festir við lærlegginn og fótlegginn.
Svo gerist það í framhaldinu, inni í hnjáliðnum, að krossbandsfrumur byrja að græða sig eftir sininni.
Þannig að þær mynda nýtt krossband utan um sinina sem sjálf eyðist svo upp.
Hér má sjá þetta betur á tölvugerðu myndbandi:
http://www.youtube.com/watch?v=q96M0jRqn7k
Mér líður bara ömurlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.