Augljóslega skotinn af því að hann var svartur.

Zimmerman, sá sem skaut, hefur komist í kast við lögreglu, út af erfiðum skapsmunum sínum.

Hann fékk ekki inni í lögreglunni og fór í staðinn offari í nágrannavörslunni. 

Hafði tilkynnt lögreglu, í ótal skipti, um grunsamlegar mannaferðir.

Í öllum tilfellum voru hinir "grunsamlegu" svartir.

Þegar Zimmerman tilkynnti lögreglu um Trayvon Martin, fékk hann skýr fyrirmæli um að elta ekki Martin. 

Zimmerman gerði það engu að síður og vitni heyrði Martin kalla á hjálp, rétt áður en Zimmerman skaut hann.

Af stuttu færi í höfuðið og Zimmerman sagði lögreglu að það hefði verið í sjálfsvörn. 

Í sjálfsvörn sagði maðurinn sem lögreglan var nýbúinn að skipa að koma ekki nálægt Martin.

Fylkislög í Flórida heimila slíka sjálfsvörn ef Zimmerman væri að segja satt, að Martin hefði ráðist á hann. 

Nú skoða alríkisyfirvöld hins vegar hvort Zimmerman hafi brotið alríkislöggjöf Bandarikjanna. 

Samkvæmt þeim eru það grundvallarmannréttindi að vera á almannafæri svo sem götu eða gangstétt.

Og lögbrot að veitast að einstaklingi, eingöngu vegna kynþáttar, til að hindra hann í að njóta þess réttar. 

Zimmerman er því engan veginn sloppinn við réttvísina ennþá. 

Eftir að hafa lesið nokkrar þarlendar fréttir af málinu. 

Er ég ekki í nokkrum vafa um að Trayvon Martin væri á lífi ef hann hefði verið hvítur.   

Og Zimmerman er frekar seinheppinn að dómsmálaráðherrann og forsetinn skuli vera svartir. 

Báðir lögfræðingar og þar ofan á fluggáfaðir báðir tveir.  Og með alveg sérstakan áhuga á þessu máli.  

Með það sama er lögreglan, í Flórída, líka seinheppin en einnig fleira.  

Vitnið sem heyrði Martin kalla á hjálp, segir að lögreglan hafi reynt að gera sem minnst úr þeim framburði. 

Þeir sem eru að ráðast á einhvern eru yfirleitt ekki, á sama tíma, að kalla á hjálp, eða hvað?

Og nú hafa allir þeir sem komu að málinu, á byrjunarstigi, verið leystir frá því.  

Vonandi fer Zimmerman í fangelsi, því þar á hann að vera. 

Hitt er að Zimmerman er ekki bara fórnarlamb sinnar eigin heimsku. 

Lögin þarna eiga einnig sinn þátt:

(Reuters) - On June 5, 2006, not long after Florida enacted the first "Stand Your Ground" law in the United States,

unarmed Jason Rosenbloom was shot in the stomach and chest

by his next-door neighbor after a shouting match over trash.

http://www.reuters.com/article/2012/03/24/us-usa-florida-shooting-law-idUSBRE82M19V20120324
mbl.is „Dauði hans var ekki án tilgangs“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigum við ekki að leyfa lögreglunni að rannsaka þetta mál áður en dómur er kvaddur?

http://edition.cnn.com/2012/03/26/justice/florida-teen-shooting/index.html

Zimmerman segir að strákurinn hafi ráðist á sig gróflega.  Lögreglan segir að sú frásögn sé studd þeim sönnunargögnum sem til eru.

Við erum langt langt í burtu.  Ekkert okkar hér veit hvað gerðist.  Þrýstingur er gífulegur á lögreglu að vanda rannsóknina.  Leyfum þeim að klára.

Iffi (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 09:33

2 identicon

Í rauninni á þetta mál ekki einu sinni að snúast um litarhátt stráksins, heldur þá fáránlegu staðreynd að einhver sjálfskipaður vigilante geti tekið upp á því að gerast saksóknari, dómari og böðull og komist upp með það án nokkurra athugasemda.

En lyktin af þessu máli er líka því miður sú að málið kemur nákvæmlega svona fyrir augum umheimsins (eða mínum allavega) að allir hugsa með sér "just another nigger got killed".

Sorglegt, afar sorglegt!

Baldur (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 10:10

3 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

Áverkarnir á Zimmerman benda til þess að þeir hafi verið að slást, og vitnið eina veit því miður ekki hver byrjaði slagsmálin.

Vitnið segist hafa ,,heyrt'' Trayvon kalla á hjálp en því miður getur vitnið ekki sannað að hann hafi heyrt í Trayvon en ekki Zimmerman.

Annars á Zimmerman svartan vin sem hefur reynt að verja hann, svo kynþáttahatur þarf ekki að vera ástæðan þrátt fyrir að ekki sé hægt að útiloka kynþáttahatur.

Mér þykir það jafnvel Zimmerman til bóta að Al Sharpton hefur kallað eftir því að hann yrði handtekinn, því allir sem Al Sharpton líkar illa við geta ekki verið jafnmikil skítseyði og Sharpton.

Arngrímur Stefánsson, 28.3.2012 kl. 11:11

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég tek undir þau sjónarmið sem þú ert með Iffi.

Þetta hefur ekki verið sannað fyrir rétti.

En þó að við sleppum öllum kynþáttasjónarmiðum.

Þá er það alveg galið að ég elti einhvern "vandræða" ungling hérna í hverfinu af því að ég held að hann ætli að brjótast inn.

Leiðist biðin eftir lögreglunni og kem mér því í þras og slagsmál við unglinginn og drep hann.

Þakka þér Baldur að lýsa þessu betur en ég.

Þegar ég væri búinn að drepa unglinginn, í dæminu hér að ofan.

Gæti ég Arngrímur, brotið á mér nefið og barið hnakkanum í gangstéttina.

Og væri laus allra mála og við "vandræða" unglinginn í hverfinu.

Þetta er bara þjóðfélagsskipan sem gengur alls ekki upp.

Viggó Jörgensson, 28.3.2012 kl. 11:56

5 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

Eflaust er best að leyfa dómstólunum að ganga úr skugga með þau mál. Sé ekkert að því að ákæra hann.

Það eru bara hleypidómarnir sem manni finnst leiðinlegir.

Arngrímur Stefánsson, 28.3.2012 kl. 13:15

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sammála þér með það Arngrímur. 

Vissulega vantar upplýsingar um málið.  

En ég, sem kviðdómari, treysti mér sem sagt til að sakfella Zimmerman fyrir að hafa brotið alríkislög um kynþáttafordóma. 

Væri ég kviðdómari í Flórida þyrfti ég að ákveða hvort ég treysti mér til að sakfella Zimmerman fyrir morð.

Ég þyrfti þá að fara eftir fylkislögunum þar, hvernig sem mér líkar við þau, og yrði líklega að sýkna Zimmerman af því.  

Viggó Jörgensson, 28.3.2012 kl. 15:25

7 identicon

Það skiptir í raun engu hvort það voru slagsmál eða ekki, því Zimmerman elti strákinn og náði honum. Þar með er allt sem þar á eftir gerist á hans ábyrgð. Viðbrögð stráksins eru sjálfsvörn. Þegar Zimmerman skýtur hann er það ekki sjálfsvörn, það er morð, því hann kom sér sjálfur í aðstöðuna.

Ef þú vinnur í verslun og einhver kemur þar inn og rænir búðina og dregur upp byssu, þá geturðu réttilega skotið í sjálfsvörn. Ef hinsvegar ræninginn flýr á brott og þú hleypur á eftir honum og nærð honum og drepur hann, þá er það morð. Sjálfsvörn á eingöngu við ef sá sem beitir henni var ekki árásarmaðurinn.

Ef þú verður fyrir líkamsárás og drepur árásarmanninn, þá er það sjálfsvörn. Ef hann drepur þig afþví að þú slóst á móti, þá er það ekki sjálfsvörn.

Það skiptir í raun engu máli hvað gerðist eftir að Zimmerman náði Martin (sem var saklaus á göngu heim úr sjoppunni með sælgæti) - það sem skiptir máli er að Zimmerman veittist að honum og það endaði með dauða Martin. Þar af leiðandi er Zimmerman lagalega ábyrgur og getur ekki beitt fyrir sig sjálfsvörn, jafnvel þó Martin hafi slegist á móti.

Fréttamenn Fox News og aðrir hægri plebbar hér ytra keppast hver um annann að reyna að ganga á mannorð stráksins. Eins og það komi þessu máli við að hann hafi verið sendur heim úr skóla fyrir að koma of seint.

Viggó - ég reikna með að þú sért að vitna í "stand your ground" lögin þegar þú teljir þig þurfa að sýkna Zimmerman. Hvað með Martin? Eiga "stand your ground" lögin ekki við þar? Var það ekki hans réttur að standa uppí hárinu á Zimmerman sem var búinn að elta hann í langan tíma? Ef einhver eltir mig að kvöldi til hér í Bandaríkjunum, þá myndi ég óttast um líf mitt og myndi hiklaust hálsbrjóta viðkomandi ef hann réðist að mér. Ef ég stoppa og sný mér við og segji "hættu að elta mig!" þá er það ekki hótun og hann hefur ekki rétt til að grípa til vopna. Jafnvel þó ég ýti við honum, þá eru gjörðir mínar sjálfsvörn, því það var hann sem var að abbast upp á mig.

Fyrir mér er þetta ósköp einfalt. Zimmerman á að fara í fangelsi fyrir morð af annarri gráðu.

Þór (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 23:49

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Þór og þakka þér kærlega fyrir þetta innlegg.

Ég er að leggja áherslu á að maður getur ekki dæmt um málið lagalega, út frá íslenskri löggjöf.

Hér eru líka ákvæði um neyðarrétt og nauðvörn sem túlka ber skv. íslenskum lögskýringarreglum.

Og ég er að leggja árherslu á að maður er skyldugur að dæma eftir lögunum, í hverju landi, og engu öðru.

Þú hefur miklu meiri upplýsingar um málið en ég.

Miðað við þær fábrotnu upplýsingar sem ég hef ennþá, sagðist ég verða að sýkna Zimmerman af morði.

Hefði ég meiri upplýsingar, hafnar yfir skynsamlegan vafa, gæti málið litið öðru vísi við.

Ég er vissulega að tala um stand your ground löggjöfina.

Þar er kafli

776.013 Home protection; use of deadly force; presumption of fear of death or great bodily harm.

Og þar stendur þetta í grein 3:

— (3) A person who is not engaged in an unlawful activity and who is attacked in any other place where he or she has a right to be has no duty to retreat and has the right to stand his or her ground and meet force with force, including deadly force if he or she reasonably believes it is necessary to do so to prevent death or great bodily harm to himself or herself or another or to prevent the commission of a forcible felony.

Það er ekki víst að Zimmerman hafi verið óheimilt að elta Martin áfram.

Það geta verið lögmæt sjónarmið að elta grunaðan aðila.

Ég veit ekki hvort þessi aðili í 911 var símavörður lögreglunnar eða lögreglumaður.

Ég veit heldur ekki hvort að Zimmerman var skylt, að lögum, að fara eftir þeim fyrirmælum.

Eða hvort það töldust vera tilmæli honum sjálfum til verndar.

Og ekki er allt búið enn.

Ég hef ekki lesið lögin yfir,

en mér skilst að þau mæli fyrir um að leggja skuli framburð, í þessu tilfelli Zimmermans, til grundvallar.

Ef ekki tekst að sanna að atburðarásin hafi verið önnur en Zimmerman segir.

Að þá skyldi lögin, mig sem kviðdómara, að leggja hans framburð til grundvallar niðurstöðunni. 

Þá er ég orðinn skyldugur til að sýkna hann.

Það er það sem var að segja þegar ég sagðist sýkna hann miðað við það sem ég vissi.

Mínar skoðanir á því hversu vitlaust þetta er, gilda ekki, heldur eru það fyrirmæli laganna.

Viggó Jörgensson, 29.3.2012 kl. 17:02

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og nú versnar enn í því hjá Zimmerman.

Átök hans við Martin voru á grasflöt.

Þannig að framburður hans um að Martin hafi lamið höfði hans í gangstéttina er orðinn frekar ódýr.

Svo heyrist á upptökum frá 911 að einhver öskrar lengi á hjálp og svo er skothvellur.

Ég skil ekki annað en að fólkið sem hringir í 911 telji hjálparköllin frá unglingnum.

Ekki tekur svo betra við á myndböndum úr lögreglustöðinni þar sem ekki sést skráma á Zimmerman.

Hvorki á nefi hans né hnakka.

Þessa stundina er hann alveg í merinni. 

Viggó Jörgensson, 30.3.2012 kl. 06:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband