Farþegar eiga sjálfir að sjá um tónlistina og myndböndin.

Nokkur ár eru síðan ég hætti að sinna tónlistinni þegar ég hef ekið rútu, í skemmtiferðum, fyrir vini og kunningja.

Ástæðan er einfaldlega sú að ég ræð ekki við aksturinn, ásamt því að leita að geisladiskum og lesa á þá. 

Enda hvorki atvinnumaður í akstri eða tónlist og hef því vinsamlegast beðið farþeganna að sjá um þetta sjálfir. 

Hérlendis er vegakerfið þannig að maður hefur aldrei efni á því að líta af veginum. 

Í rauninni ekki á neinum bíl og alls ekki á þeim stóru og breiðu. 

Vegakerfið er vanbúið, einbreiðar brýr, akstursstefnur ekki aðskildar, sýsluvegir þröngir og stórhættulegir.  

Von er á holum í slitlaginu, hálkublettum, vindkviðum, hvörfum í malarvegum eða að vegkannturinn gefi sig.  

Svo er það blessað búféð, túristar á reiðhjólum auk allra þeirra sem eru alltaf einir í heiminum.   

Að mínu mati ætti að banna það í hópferðaakstri að ökumaður sinni nema einföldustu atriðum fyrir farþega.

Svo sem beiðnum um að stöðva við tækifæri, breyta hitastigi eða þess háttar. 

Fararstjórinn eða einhver farþeginn á að sinna öðrum erindum.

Hlaða farsímanna, útvega ruslapoka, handþurrkur eða spila þennan diskinn eða hinn.

Við aksturinn hef ég meira að segja verið beðinn, af farþega, að lesa með honum af landakorti.   

Í gamla daga var skilti í strætisvögnum þar sem bannað var að ræða við vagnstjórann.

Nema þegar vagninn var ekki á ferð.    

Eftir að hafa prófað að aka bæði litlum bílum og stórum, áttaði ég mig á þessum mikla mun.

Að fyrir stóru bílanna er ekkert auka svigrúm í vegakerfinu og heldur enginn tími fyrir annað en aksturinn.    

Og skil nú betur bannið í strætó, sem er alveg jafn nauðsynlegt nú, eins og þá.  

Í þessu alveg hroðalegasta rútuslysi í okkar heimshluta er ekki vitað hver var orsök slyssins.

Ekki víst að vídeódiskskiptin séu orsök slysins.

Lögreglan í Sviss er líka að láta kanna hvort bílstjórinn hafi fengið einhvers konar áfall.

Stýrisbúnaður og önnur atriði verða einnig rannsökuð í rútunni sem var ný eða nýleg.

Björgunarfólkið sem kom á vettvang fékk áfall á staðnum út af öllum börnunum og ástandi þeirra. 

Ég hef einnig flogið litlum flugvélum og siglt á litlum bátum.

Aksturinn hérna í umferðinni krefst miklu meiri einbeitingar en að fljúga eða sigla.

Það er aðeins á síðustu sekúndunum fyrir lendingu, og landtöku.

Þar sem maður þarf að vera eins einbeittur og alltaf við akstur.  

Í dag eru ungir ökumenn að semja og senda smáskilaboð, með akstrinum. 

Slíkri "færni" nær maður aldrei. 

Sýnir hvernig næsta kynslóð verður alltaf klárari en sú sem var á undan. 

Eða hvað? 

Hefur tölvuuppeldið komið inn einhverju ofmati hjá þeirri kynslóð? 

Eða skert raunveruleikaskyn og dómgreind?

Að skilja hvað GAME OVER þýðir, þegar maður er ekki að leika sér í tölvunni? 


mbl.is Ökumaðurinn að skipta um mynddisk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fullkomlega sammála þér, bílstjórar eiga að einbeita sér að akstrinum og ENGU öðru.

Ég vil líka bæta því við að rannsóknir hafa sýnt að farsímanotkun við akstur er hættuleg vegna þess að fólk er að einbeita sér að talandanum frekar en að halda á tólinu. Sem segir okkur að handfrjáls-búnaður skilar litlu gagni. Þetta sýnir okkur líka á það á ekki að trufla bílstjórann á meðan hann er að keyra!! Sérstaklega á stórum bílum þar sem minna þarf til.

Guð blessi börnin í Belgíu og fjölskyldur þeirra. Og ég bið að þetta hræðilega slys verði okkur víti til varnar.

adam (IP-tala skráð) 16.3.2012 kl. 07:52

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér þessa viðbót Adam. 

En þetta er ennþá verra en að menn séu að tala í símann.

Fólki þykir sjálfsagt að lesa, og slá inn og senda sms skilaboð á meðan það er sjálft að keyra.

Viggó Jörgensson, 16.3.2012 kl. 14:04

3 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Vönduð færsla. Hér er talað af reynslu og ættu allir sem þurfa að aka (hvort sem bíllinn er stór eða smár) að tileinka sér þá varkárni sem hér er prédikuð.

Magnús Óskar Ingvarsson, 16.3.2012 kl. 17:02

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Magnús Óskar.

"Ungt fólk á ekki að deyja",

sagði klökkur yfirlæknirinn á Sogni í sjónvarpinu í fyrra, þegar rætt var um vímuefnanotkun ungmenna.

Í gærkvöldi var ég að skoða erlendar fréttir af þessu slysi, og sá þá bekkjarmyndirnar af þessum krökkum frá Belgíu.

Og varð klökkur eins og Sigurður Páll Pálsson í sjónvarpsviðtalinu.

Og get ekki orðað þetta betur en læknirinn.

Viggó Jörgensson, 16.3.2012 kl. 17:38

5 Smámynd: Einar Steinsson

Það er ekki alltaf gott að farþegarnir séu að athafna sig frami í bílnum. Ég lenti einu sinni í því á þeim árum þegar þegar ég keyrði rútu að nokkuð stæðileg kona kom frammí að ræða eitthvað við leiðsögumanninn sem sat við hliðina á mér, hún missti jafnvægið og endaði ofan á mér og stýrinu. Við vorum á 90km hraða á þjóðvegi 1 en sem betur fer ekki að mæta bíl og á nokkuð beinum vegi, ég gat lítið gert annað en reynt að halda stefnunni og hægja rólaga hraðan á meðan einhverjir farþegar og leiðsögumaðurinn hjálpuðu konunni að brölta á fætur. Í þessum akstri varð maður fyrir ýmsum truflunum frá farþegum og ég er sammála því að bílstjórinn þarf að fá frið til að vinna vinnuna sína, það getur verið ansi mikið í húfi er hann fær það ekki.

Þetta með símana hefur versnað um allan helming með tilkomu snjallsíma, nú er hægt að gera allskonar hluti með þessum blessuðum símum, miklu meira en bara tala eða senda skilaboð, það að tala í símana er í sjálfu sér minnsta málið.

Þetta hræðilega slys er nánast óskiljanlegt, maður skilur ekki hvernig bíllinn gat farið svona illa á því að keyra utan í gangnaveggina nema hann hafi ekið fullri ferð inn í útskot í göngunum.

Einar Steinsson, 16.3.2012 kl. 18:04

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og ef ég mætti bæta aðeins við þetta Magnús Óskar.

Hvorki nú, né nokkurn tíman, hefur það verið vænlegast til árangurs að vera alltaf að nöldra í unglingum.

En það má nú á milli vera. Ekki var ég sjálfur barnanna bestur í akstrinum í þá daga.

En náði þó að meðtaka þau skilaboð að það væri ekkert sjálfsagt að ég hefði þessi réttindi til að vera á þessu stórhættulega drápstæki, í samfélaginu, sem bílar og önnur ökutæki eru.

Í því uppeldi voru forráðamenn, ökukennari og lögreglan sameiginlega, þetta var þegar hér var gagnleg löggæsla.

Og því hef ég sloppið við að valda öðrum líkamstjóni í umferðinni.

Ekki er ég nægilega kunnugur ökukennslunni í dag.

Ég fór í 5 ökutíma eða 6 en engan bóklegan ökuskóla.

Í dag er fólk í æfingaakstri í heilt ár, eftir 10 ökutíma, og annað eins eftir það. Eða meira.

Og nú kemur þessi sama spurning: Hvernig dettur þessu fólki í hug að vera að lesa og senda sms, þegar það er að aka?

Ég veit ekki hvað það er, en eitthvað er ennþá að.

Tvö fyrrum bekkjarsystkin mín dóu 16 og 17 ára, í umferðarslysum á þessum árum.

Kannski lærði maður mest á því? Það er þá ömurlegt að við lærum aldrei nema eitthvað slíkt komi til.

Á vegum Rannsóknarnefndar umferðaslysa og Vegagerðarinnar eru til prýðilegar unnar skýrslur um umferðaslys og vegakerfið.

Þar á meðal sérstök skýrsla um umferðarslys yngstu ökumannanna.

Ég veit það persónulega að fyrir fáum árum var ekkert á þessa skýrslu minnst, eða innihald hennar, í ökunáminu hjá þessu sama fólki.

Eins og í bankakerfinu fyrir, hrun, þá sýnist mér að gengið sé út frá því að allt sé eins og best verður á kosið í þessum málaflokki.

Mér sýnist hins vegar að svo sé ekki og það er ekki að öllu leyti vegna þess að fjármagn skorti.

Heldur vegna þess að sú þekking sem fyrir liggur er ekki notuð, kannski vantar þessa frægu samræmingu?

Viggó Jörgensson, 16.3.2012 kl. 18:19

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Einar og þakka þér kærlega innlitið.

Þið eruð ekki margir með þessu nafni.

Ef þú ert fæddur 1965, þá ertu svo óheppinn að vera frændi minn.

Ef þú ert sonur Steins rútueiganda á Selfossi,

þá kenndi Siggi bróðir þinn, mér rútufræði, stórskemmtilegur nánungi.

Og hvað sem þeim tengingum líður, þá er ég auðvitað sammála þér. 

Þvælingur farþega fram í er ekki æskilegur, en mér sýnist hann vera óhjákvæmilegur. 

Það var ekki út af hættu á flugránum sem flugmenn voru lokaðir af. 

Það var vegna þess að þá máttu ekki við svona mikilli truflun. 

Og alls ekki við því að fá dömurnar fljúgandi í fangið.

En mér hefur reynst það best að einhver sé fararstjóri, þó að hann sé ekki atvinnumaður í því. 

Og hann haldi þessum samskiptum aftan við þann punk að ég fá dömurnar upp í til mín.

Í sætið eins og þú lentir í.  Og eins til að halda hægri rúðunni og speglinum fyrir mig.

Algerlega sammála þér um símanna, þú stendur mér framar í þekkingu á símum og rútum.

Ég hef reynt að lesa mér til um þetta slys í Sviss og kemst ekki nær því en að rútan 

hafi endað á þessum þverveggsstubb á fullri ferð. 

Yfir kantsteininn og upp á einhvers konar gangstétt.

Rann einhverja vegalengd utan í langveggnum á útskotinu og endaði á þverveggnum þar. 

Hroðalegt að útskotið sé ekki með aflíðandi útakstri eins og þessi í hallanum

upp og niður Hvalfjarðargöngunum.  Þessi Sviss göng hljóta að vera eldri hönnun?

Viggó Jörgensson, 16.3.2012 kl. 18:44

8 Smámynd: Einar Steinsson

Nei ég er fæddur tveimur árum fyrr, en kannski erum við frændur fyrir því eru ekki allir Íslendingar skyldir?

Hvað varðar Stein Herrmann og Sigurð son hans þá mun sá kvittur hafa komið upp vegna föðurnafnsins að ég væri sonur Steins þegar ég fór að vinna fyrir hann hjá SBS 1987 en mér vitanlega er ekkert til í því. Var mikill ágætis maður hann Steinn og ekki er Siggi sonur hans síðri.

Úti í Evrópu sér maður oft endan á útkotunum þveran en víða er búið að setja risastórar steinblokkir á ská í endan til að búa til stýringu út úr útskotinu.

Einar Steinsson, 16.3.2012 kl. 19:37

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

Jú jú Einar við erum auðvitað öll fjarskyld.

Tek undir þetta með þér um þá feðga Stein og Sigurð.

Þetta er athyglisvert sem þú segir um að þeir séu byrjaðir að lagfæra þessi útskot, þarna úti. 

Hryllingurinn í þessu slysi er að þarna var það ekki búið.  Þarna er hurð en það engin fyrirstaða en kannski skýring. 

Hefðu getað haft hurðagang í fláanum, en kannski hefði það stytt útskotið of mikið. 

Myndi þá sýna ranga forgangsröð á sjónarmiðum, flái eða lengd. 

Svo er ekkert víst að þeir í Sviss séu í þessum pælingum.   

Þessi hugsun frá Murpy´s lögmálinu sem flugið tók upp fyrir löngu.

Ef það er einhver slysagilda, þá verður slys þar, aðeins spurning um tíma. 

Viggó Jörgensson, 16.3.2012 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband