15.3.2012 | 15:41
Saksóknari segir að Geir hafi staðið sig vel.
Saksóknari Alþingis sagði við málflutning að skyldur Geirs Haarde hafi verið við íslenskt samfélag fremur en bankanna.
Og hann hafi ekkert gert til að bjarga bönkunum, í rauninni aðeins fylgst með því hvort þeir björguðu sér sjálfir.
Geir hafi því ekki nýtt ítrasta lánstraust íslenska ríkisins til að kaupa gjaldeyri til að lána bönkunum.
Þó sé ljóst að ekkert hefði getað bjargað bönkunum, að það hefði verið mögulegt sé ekki hægt að halda fram.
Geir virðist því viljandi hafa forðast að gera þjóðina gjörsamlega gjaldþrota til allrar framtíðar.
Með því að neita að lána allar eigur þjóðarinnar og auðlindir til bankanna.
Sem ekki var hægt að bjarga með neinum ráðum, eins og saksókarinn fullyrti.
Þó hefði að mati saksóknarans verið rétt að lána eigendum Glitnis meira, t. d. fyrir afborguninni í október 2008.
Þessum sömu eigendum og skilanefndin sagði að hefðu tæmt peninganna innan úr bankanum.
Og nú er þessi dama orðin ríkissaksóknari.
Guð sé oss næstur.
Hún er nú orðin vanhæf í öllu sem snýr að ákærum gagnvart Glitni og öllum þar.
Ef ekki lagalega þá siðferðilega.
Reyndar eru báðir saksóknararnir orðnir vanhæfir til að vera ríkissaksóknarar framvegis.
Skilaði sér ekki í neyðarlögunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:58 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er glöggt dæmi um hvernig Íslandi er stjórnað í dag. Frú Sigríður veit hvorki upp né niður um eitt eða neitt, og hefur því síður skynbragð á hvað er rétt og rangt þegar horft er á heildarmyndina.
Guð blessi Ísland, sagði Geir Haarde í október 2008, og nú segi ég það sama.
Sá sem ekki getur gert neitt vegna lagalegra hindrana, verður að segja pass.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.3.2012 kl. 18:05
Hún er vafalaust ágætlega lesin í lögfræðinni.
En það er augljóst að hún hefur ekki á þessum stutta tíma.
Haft tóm, eða áhuga, til að fóta sig í þessum málum.
Það sást á verulega ómarkvissum spurningum til vitnanna.
Í málflutningnum í dag var konan svo verulega ósannfærandi.
Grínarar á Twitter sögðu að Helgi Magnús hefði sofnað.
Viggó Jörgensson, 15.3.2012 kl. 18:51
Ég held að Saksóknari hafi skrifað málflutningsræðu sína fljótlega eftir að hún var skipuð í Landsdóm. Hún hefur greinilega ekki hlustað neitt á vitnisburð sem fram hefur komið.
Eggert Guðmundsson, 15.3.2012 kl. 22:26
Það er einn möguleikinn Eggert.
Það er að minnsta kosti ekki að sjá að hún hafi sannfæringu fyrir því að Geir eigi einn að sitja í súpunni.
Eða að hann eigi yfirleitt að sitja þarna í súpupotti eins og hjá mannætum.
Sem betur fer.
Viggó Jörgensson, 15.3.2012 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.