14.3.2012 | 10:33
Ökumanni er skylt að láta 15 ára og yngri vera í öryggisbeltum.
Hópbifreiðar, eða rútur, eru öruggustu tækin, fyrir farþega, í umferðinni.
Svo fremi sem þeir noti öryggisbelti.
Í svona framanákeyrslu deyja þá "aðeins" þeir sem sitja fremst.
Framendinn krumpast saman og tekur á sig þá neikvæðu hröðun sem mannslíkaminn þolir ekki.
Stundum deyr "einungis" ökumaðurinn sem vitanlega situr fremst en oft einnig neðst.
Í veltum deyja einkum þeir sem hendast út úr bílnum af því að þeir eru ekki í öryggisbeltum.
Á þessum málum hafa verið gerðar ítarlegar rannsóknir af verkfræðingum, læknum og öðrum sérfræðingum.
Í þessu slysi í Sviss, blasir við forkastanlegur misbrestur á notkun öryggisbelta.
Þó með þeim fyrirvörum að þriggja festinga öryggisbelti eru talsvert betri en tveggja festinga.
Einkum varðandi höfuð og hálsmeiðsl.
Og að áreksturinn var mjög harður, rútan endar á þvervegg sem kalla mætti hönnunargalla í göngunum.
Úr umferðarlögum nr. 50/1987:
IX. Um notkun öryggis- og verndarbúnaðar...
71. gr. ... Ökumaður skal sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis- og verndarbúnað skv. 1.4. mgr.
22 belgísk börn farast í rútuslysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ótrúlega sorglegt slys–––sannarlega miklu mannskæðara en það hefði verið, ef börnin hefðu verið í bílbeltum. Að aka á fullum hraða á steinvegg er samt vís vegur til fjölda dauðsfalla, enda er rútan í rúst.
Þú gerir rétt í að minna á þessa skyldu ökumanna að láta ungmenni vera í belti, Viggó. Ef margir láta þetta verða sér lexíu til þess, þá getur jafnvel þetta slys fækkað dauðaslysum í framtíðinni, svo undarlega sem það hljómar. Jafnfamt þarf að fjarlægja hættulegar slysagildrur víða og tryggja betur, að bílstjórar séu hæfir og í réttu ástandi ...
Guð blessi syrgjendur ...
Jón Valur Jensson, 14.3.2012 kl. 11:02
Þakka þér Jón Valur.
Þetta er viðvarandi verkefni að gæta að börnum samfélagsins.
Og sameiginleg skylda allra.
Þverveggstubburinn í þessum göngum
er hins vegar hönnunargalli að mínu mati.
Lengi vantaði hugsun flugsins í hönnun umferðarmannvirkja.
...allir möguleikar sem bjóða upp á slys munu á endanum valda slysi...
Dæmi að þetta er steinn sem fær að standa nærri þjóðvegi
í stað þess að þar sé slétt öryggissvæði.
Ég þekkti heimilisföður sem dó á slíkum steini.
Viggó Jörgensson, 14.3.2012 kl. 11:30
Það þekkist að fólk hálsbrotni og deyji við það í svona hörðum árekstrum. Þetta er gríðarlegt högg.
Inga (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 13:46
Vissulega Inga.
Og ekki loftpúðar til að sjá við því, í þessu slysi.
Eða eins og stendur í einni skýrslunni:
...The results of this study show that the most common injury
mechanisms to bus passengers are head (HIC) and neck
injuries (neck extension, flexion and compression). These
injuries are due to body-body contact between unrestrained
passengers and/or body-to-seat structure contacts...
Þessi fyrri liður, eins og þú sérð +
einkum á þeim sem ekki eru í öryggisbelti.
Sá seinni á þeim sem ekki eru í öryggisbelti
eða ekki í þriggja festinga öryggisbelti.
Sjá hér:
http://www-nrd.nhtsa.dot.gov/pdf/esv/esv21/09-0427.pdf
Svo þekkir þú sjálf HIC fræðin miklu betur en við almenningur, um að við þolum neikvæða hröðun upp á svo og svo mörg g sem á sér stað á tilteknum millisekúndum, þar sem reynt er með dempandi aðferðum að halda henni innan þeirra marka sem líffæri okkar þola skilji ég þetta rétt.
Í venjulegum bílum hafa orðið miklar framfarir í þessum málum, þar sem verkfræðingar, eftir tilraunir leitast við að stjórna þessari dempun með strekkingu á öryggisbeltum, öryggispúðum og hönnun bílsins utan við öryggisbúr farþeganna. Þeir láta til dæmis skera ofan í grindarstálið þar sem það á að gefa sig þannig að svokallað krumpusvæði beyglist með ákveðnum hætti.
Ég ég geri mér fullvel grein fyrir því að allt hefur þetta sín takmörk.
Sé hraðinn nægilega mikill geta allar þessar varúðarráðstafanir ekki bjargað fólki frá líkamstjóni eða dauða.
http://en.wikipedia.org/wiki/Head_injury_criterion
Viggó Jörgensson, 14.3.2012 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.