6.3.2012 | 23:38
Sjálfstæðismenn ættu að fá Davíð sem formann í eitt kjörtímabil.
Í viðtalinu við Davíð Oddsson, sem birt er á vef RÚV, sést að Davíð er í fullu fjöri.
Það kæmi sjálfstæðismönnum, og þjóðinni, betur að kjósa Davíð formann Sjálfstæðisflokksins á ný.
Frekar en að hann sé á Morgunblaðinu, þar sem vissulega sést að hann hefur sama áhuga á þjóðmálum og fyrr.
Það væri betra að Sjálfstæðisflokkurinn væri í næstu kosningum með formann og forystu.
Sem ekki þarf að eyða öllu sínu púðri í að verka af sér ásakanir um spillingu eða tengsl við spillingu.
Stjórnmálaforingjar, og alþingismenn, eiga einmitt að vera algerlega flekklausir af slíku.
Með Davíð sem formann, og hálfan þingflokkinn farinn af þingi, gæti Sjálfstæðisflokkurinn fengið meirihluta næst.
Skýrslugjöf Davíðs lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.3.2012 kl. 13:14 | Facebook
Athugasemdir
Viggo: Því miður þá hefur hann ekki áhuga á því virðist vera, ég veit að hann er búinn að fá margar áskoranir en ekki svarað þeim!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 6.3.2012 kl. 23:59
Þakka þér Eyjólfur.
Ég held hins vegar að menn verði fyrst að átta sig á að þetta sé raunhæfur möguleiki.
Og að skoðannakannanir sýndu þá að flokksmenn yrðu þessu þar með fylgjandi.
Og meiri hluti landsfundarfulltrúa auðvitað.
Þá fengju menn kannski skýrt og afdráttarlaust svar.
Viggó Jörgensson, 7.3.2012 kl. 02:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.