Sjálfhverfu fjölmiðlafólki að kenna.

Það vakti furðu mína, fyrst í stað, að ekki væri sjónvarpað beint frá réttarhaldi í Landsdómi.

Eins og öðrum stjórnmálafundum á vegum Alþingis, þó að þó að þessir fundir séu með sniði réttarhalda. 

Pólitískra réttarhalda þar sem meira að segja dómarar Hæstiréttar og ríkissaksóknari eru þátttakendur.

Dómararnir samkvæmt lögum en ríkissaksókari ráðinn af Alþingi.

En svo kom í ljós að dómarar treysta ekki fjölmiðlum til að vera með beina útsendingu þó að full ástæða væri til þess.

Fjölmiðlamenn eru orðnir svo sjálfhverfir að telja sjálfa sig aðalmennina sem allt snúist um á vettvangi þjóðmála.

Af því að þeir séu fulltrúar almennings og þjóðarinnar allrar á staðnum. 

Svokölluðum eldhúsdagsumræðum, á sjálfu Alþingi, er til dæmis í raun og veru stjórnað af útsendingarstjórum fjölmiðla. 

Ekkert getur byrjað, eða haldið áfram, nema fjölmiðlamenn séu tilbúnir með tæki sín og tól. 

Á merkum atburðum þjóðlífsins telja fjölmiðlamenn að allt, og allir, eigi að dansa eftir þeirra tilsögn. 

Eru jafnvel með viðtöl við sjálfa sig á inni á svæðinu með tilheyrandi ónæði og truflun af ljósum og hljóði. 

Dómarar Landsdóms treysta sér sem sagt ekki til að heimila fjölmiðlum að taka yfir réttarhaldið og breyta því í sirkus. 

Því að þó að réttarhöldin séu, að hluta til,  pólitísk sýndarréttarhöld að hætti ráðstjórnarríkja gamla sovétsins.

Þá er Landsdómur samt sem áður fullgildur dómstóll er getur dæmt ráðherra og fyrrverandi ráðherra til refsingar. 

Svo alvarlegu máli er ekki hægt að breyta í sápuþátt í sjónvarpi. 

 


mbl.is Neyðarlögin urðu til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Halldórsson

Mér finnst að réttarhöld yfir manneskju eigi ekki heima í viðtækjum landsmanna. En sjálfsagt þykir mér að sjónvarpa yfirheyrslum yfir öllum þeim sem í þessu máli bera vitni og fleirum til, bara á öðrum vettvangi, þar sem tilgangurinn væri að kasta ljósi á hvað var í gangi og hvernig var brugðist við hruninu. Ekki þegar tilgangurinn er að skera úr um sekt eða sakleysi einstaklings.

Árni Halldórsson, 6.3.2012 kl. 22:49

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Árni.

Ég held að Landsdómur verði að láta gefa út skriflega vitnisburði.

Það er nauðsynlegt fyrir þá sem vilja skoða málið rétt eins og rannsóknarskýrsluna.

Enn getum við lært af Titanic slysinu 100 árum síðar.

Og ég held að íslenska bankahrunið verði skoðað og rannsakað í mannsaldur eða meir.

Hagfræðingar, lögfræðingar, stjórnmálafræðingar, sagnfræðingar þurfa nauðsynlega að fá aðgang að þessum vitnaleiðslum í rituðu máli.

Það er ekki nauðsynlegt að fá gögnin í mynd enda eiga þeir ekki að dæma í málinu.

Hin beina og milliliðalausa sönnunarfærsla í íslensku réttarfari er hins vegar þannig að dómarar þurfa nauðsynlega að hlýða sjálfir á framburð manna.

Rétt eins og að kjósendur þurfa að eiga þess kost að sjá og heyra í frambjóðendum þó að það sé ekki bundið í lög.

Oftast er betra að meta trúverðugleika aðila með því að hlýða á þá sjálfa.

Í fræðilegum rannsóknum eru sýnileg gögn er rannsökuð og borin saman við önnur gögn.

Og þannig reynt að komast að hinu sanna með sjáanlegum gögnum frekar en munnlegum heimildum.

Munnlegar heimildir eru vissulega mjög oft mikilvægar viðbætur og gögn.

Ef þær koma heim og saman við önnur skjöl og gögn málsins og aðilar trúverðugir. 

En í því tilliti er oftast nægilegt að munnlegu heimildirar séu á rituðu formi.

Þetta veistu auðvitað allt saman og fyrirgefur mér að hugsa þetta svona upphátt.

Hitt erum við algerlega sammála um að áhugasamir verði að geta nágast vitnisburð allra aðila.

Besta kveðja.

Viggó Jörgensson, 6.3.2012 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband