28.2.2012 | 07:53
Hér kemur smá upprifjun.
Neðangreind reifun var í á AMX vefnum á árinu 2009.
"Forsætisnefnd Alþingis tók fyrir á fundi 22. janúar síðastliðinn þátt Álheiðar Ingadóttur, núverandi heilbrigðisráðherra, í mótmælum við Alþingishúsið síðasta vetur.
Þar var því haldið fram að Álfheiður hefði verið í beinu sambandi við mótmælendur.
Í frétt Ríkisútvarpsins 23. nóvember á síðasta ári var því haldið fram að
Álfheiður Ingadóttir, þingmaður vinstri grænna, var ein þeirra sem tók þátt í áköfum mótmælum við Lögreglustöðina við Hverfisgötu sem fóru fram daginn áður.
Í samtali við Morgunblaðið í dag (9. desember) gagnrýnir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, framkomu Álfheiðar í mótmælunum síðasta vetur.
Í gær birtist grein í Morgunblaðinu eftir Gylfa Guðjónsson, fyrrverandi lögreglumann, um átökin við Alþingishúsið. Þar sagði Gylfi meðal annars að núverandi heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra hafi veifað til mótmælenda út um glugga þinghússins og utandyra til að þá til dáða í stórhættulegum athöfnum og afbrotum.
Margir lögreglumenn gengu frá þeim leik slasaðir og niðurbrotnir, skrifar Gylfi en greint hefur verið frá því að a.m.k. níu lögreglumenn hafi lagt fram bótakröfur vegna áverka sem þeir hlutu í átökunum. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir bendir flest til þess að efnisleg rök séu fyrir gagnrýni lögreglumanna á Álfheiði.
Nokkur hundruð manns komu saman fyrir framan lögreglustöðina á Hverfisgötu 22. nóvember á síðasta ári til að mótmæla handtöku Hauks Hilmarssonar, sem er þekktur aðgerðasinni og hafði meðal annars flaggað Bónusfána á Alþingishúsinu nokkru áður.
Síðar viðurkenndi Stefán Eiríksson, lögreglustjóri að handtakan hafi verið illa tímasett, en handtakan var vegna tveggja sektardóma frá í ágúst 2007, sem Haukur hafði í engu sinnt.
En mótmælin við lögreglustöðina, sem Ríkisútvarpið fullyrðir að Álfheiður Ingadóttir hafi tekið þátt í, fóru úr böndunum og segir svo í frétt útvarpsins: Lögreglan Lögreglukona við Alþingishúsið.
Mótmælendur við Hverfisgötuna brutu að minnsta kosti 5 rúður á lögreglustöðinni, beittu gangstéttarhellu til að brjóta glugga í aðalhurð hússins og sóttu síðan stærðar viðardrumb og reyndu að brjóta með honum innri hurðina í anddyri lögreglustöðvarinnar. Þegar þangað var komið brá lögreglan á það ráð að beita piparúða gegn fjöldanum. Síðan tóku sérsveitarmenn sér stöðu fyrir framan húsið og vörðu það. Þá kom til handalögmála. Álfheiður segist ekki geta lagt mat á það hvort mótmælendur hafi gengið of langt. Steingrímur J Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir Álfheiði ekki hafa farið yfir strikið. Vinstri grænir hafi tekið þátt í mótmælunum almennt og á meðan menn geri ekkert ólöglegt sé ekkert við þá að sakast.
Pétur Blöndal, blaðamaður á Morgunblaðinu skrifaði í blað sitt 16. desember síðastliðinn um mótmælin og lýsti meðal annars átökum milli starfsmanna Alþingis og mótmælenda sem reyndu að brjótast inn í þinghúsið. Því áhlaupi var hrundið eftir að liðsauki bast frá lögreglunni. En síðan segir Pétur:
Á Alþingi Íslendinga er þingmaður sem lætur lögreglumennina heyra það á meðan þeir reyna að hafa hemil á mótmælendum. Það er Álfheiður Ingadóttir. Sami þingmaður sá ekkert athugavert við að mótmælendur réðust inn í lögreglustöð. Henni fannst lögreglan ganga of langt! Sonur hennar stóð hinsvegar í stórræðum og eiginmaður hennar greiddi sektina fyrir þann sem inni sat.
Forsætisnefnd tók mál Álheiðar fyrir Á fundi forsætisnefndar Alþingis 22. janúar var, eins og áður segir, fjallað um framgöngu Álfheiðar í mótmælunum
og sagðist Kjartan Ólafsson, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa orðið vitni að því að Álfheiður Ingadóttir hafi verið í sambandi við fólk utan þinghússins, þegar mótmæli voru við húsið.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. núverandi forseti Alþingis, sagði að margir hefðu nefnt svipað í sín eyru.
Fundargerð forsetanefndar frá 22. janúar 2009 Viðstödd voru Sturla Böðvarsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Kjartan Ólafsson, Einar Már Sigurðarson (kom stuttu fyrir lok fundar), Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Kristinn H. Gunnarsson. Magnús Stefánsson sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi. Þá sátu fundinn Helgi Bernódusson skrifstofustjóri og aðstoðarskrifstofustjórarnir Karl M. Kristjánsson, Vigdís Jónsdóttir og Þorsteinn Magnússon.
ÞM ritaði fundargerð.
1. Aðgerðir við Alþingishúsið. Forseti gerði varaforsetum grein fyrir því alvarlega ástandi sem skapast hafði í óeirðum við Alþingishúsið í gærkveldi og nótt í tengslum við mótmælaaðgerðir gegn ríkisstjórninni. Hann greindi frá því að m. a. hafi eldi verið varpað að þinghúsinu, nær 30 rúður eyðilagðar í húsinu og fleiri skemmdir unnar.
2. Framganga tveggja þingmanna gagnrýnd. Forseti gerði að umtalsefni viðtal við Grétar Mar Jónsson alþingismann í DV í dag, en þar greinir GMJ frá því að hægt sé að komast um gangveg neðanjarðar frá Alþingishúsi yfir í Kristjáns- og Blöndahlshús. Forseti sagði að hér væri um alvarlegt mál að ræða þar sem þessar upplýsingar gæti orðið til þess að óspektarmenn beindu spjótum sínum að þessum timburhúsum sem gætu auðveldlega orðið eldi að bráð.
Þá greindi KÓ frá því að hann hefði orðið vitni að því að Álfheiður Ingadóttir alþingismaður hefði verið í sambandi við fólk utan hússins og virst vera að veita þeim upplýsingar um viðbúnað lögreglu. ÁRJ sagði að margir hefðu nefnt svipað í sín eyru. Forseti sagðist hafa átt fund með ÁI og formanni þingflokks Vinstri grænna um málið og hefði hún neitað ásökunum."
Álfheiður segir málinu lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.