Álfheiður og Svandís, ef þú kannast við nöfnin Steingrímur.

Þeir sem voru í innsta hring, í að skipuleggja mótmælin, vissu vel að Álfheiður Ingadóttir var að stjórnast í  framkvæmd þeirra.

Og að Svandís Svavarsdóttir, þá borgarfulltrúi, var einn af liðsforingjum Álfheiðar úti á Austurvelli. 

Það er líklega of seint fyrir Steingrím að biðja um rannsókn á farsímanotkun þingmanna sinna á þessum tíma. 

En hann hlýtur samt að láta reyna að það þegar hann er búinn að kæra þetta.

Úr því að hann er orðinn áhugamaður um sannleikann. 

Svo eru menn að hneykslast yfir því að símar kommúnista væru hleraðir á sinni tíð. 

Fólk sem hefur byltingu á stefnuskránni ætti auðvitað að hlera öllum stundum. 

  

 


mbl.is Vill að sannanir verði lagðar fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki sagt að sannleikanum sé hver sárreiðastur?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 18:18

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Nákvæmlega Kristján það breytist ekkert.

Menn sáu iðulega hvar Svandís var að skipuleggja aðsúg að Alþingishúsinu,

senda fólk á bakvið það o. s. frv. 

Og að hún var að tala í farsímann sinn við að skipuleggja þetta allt saman.

Um leið og hún talaði í símann leit hún jafnan upp í glugga Alþingishússins

og þar var Álfheiður úti í glugganum líka í farsímanum. 

Starfsfólk Alþingis heyrði Álfheiði og fleiri þingmenn hverja mótmælendur til dáða. 

Viggó Jörgensson, 28.2.2012 kl. 07:02

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Svo veistu auðvitað Kristján

að mótmælaspjöldin voru geymd á skrifstofu Vinstri grænna á milli mótmælafunda.

Atli Gíslason var einnig nefndur til sögunnar en hann sá að sér og fór í stjórnarandstöðu.   

Viggó Jörgensson, 28.2.2012 kl. 07:14

4 identicon

Auðvitað hefði átt að fara fram lögreglurannskókn á þessu strax, en er hægt að gera hana núna og styðjast við framburði almennra lögreglumanna og jafnvel rannsaka gögn símafyrirtækjanna? Þó það yrði ekki til annars en að afhjúpa viðkomandi og gera þeim illkleyft að bjóða sig fram til alþingis.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 11:50

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Miðað við rannsóknaræðið sem gripið hefur vinstri menn, ætti auðvitað að rannsaka þetta hjá þeim sjálfum.

Ég sef hins vegar alveg fyrir þessu.  

Veit nákvæmlega hvernig þetta var, hvernig kommarnir hugsa og þarf enga rannsókn á því. 

Viggó Jörgensson, 28.2.2012 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband