Og við í sjöunda himni með árangurinn.

Að ríkisstjórnin sé með ráðherranefnd í atvinnumálum kemur nokkuð á óvart. 

Þaðan komu auðvitað þessar þúsundir starfa sem frú Jóhanna úthlutar í hverri stefnuræðunni eftir aðra.

Hvaða pörupiltar sitja í þessari atvinnunefnd og ljúga þessum störfum inn á konukindina? 

Svo má maður lesa að ríkisstjórnin sé með ráðherranefnd í efnahagsmálum.  Var þetta í skaupinu? 

Og hverja skipaði frú Jóhanna í þá nefnd,  mætti ég spyrja?

Vonandi ekki löngu látna forystumenn Alþýðuflokksins úr Viðreisnarstjórninni?

Það gæti skýrt afköstin. 

   

 


mbl.is Sjö ráðherranefndir starfandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það væri ágætt að fá upplýst um þessar ráðherranefndir hverjir sitja í þeim og hve lengi þær hafa starfað og hvenær þær munu ljúka sínum störfum.   Þetta hefur farið ansi lágt reyndar eins og allt annað í þessum leyndarhjúp sem frúin hefur sveipað um sig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2012 kl. 17:47

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Allt er þetta ábyggilega á vef stjórnarráðsins ef maður nennti að leita Ásthildur Cesil.

Það skiptir bara engu máli.

Þetta fólk er ekkert að gera af viti.

Sú litla hugsun sem er til staðar fer í ESB. 

Viggó Jörgensson, 20.1.2012 kl. 00:19

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sennilega. Veit ekki hvort ég nenni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2012 kl. 12:48

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

skil það vel...

Viggó Jörgensson, 20.1.2012 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband