Fölsun Össurar.

Össur Skarphéðinsson er ekki af baki dottinn í að blekkja Íslendinga til inngöngu í ESB.

Alþingi hefur allar stjórnskipulegar heimildir til að setja lög á Íslandi, með atbeina forseta. 

Skiptir þá engu hvort þau lög eru samin í Reykjavík eða Brussel.

Séu lögin sjálf, eða einstakar greinar þeirra, í andstöðu við stjórnarskrána.

Munu dómstólar einfaldlega víkja þeim til hliðar í úrlausnum sínum. 

Alþingi getur því samþykkt alla lagabálka Evrópusambandsins ef út í það er farið.

Þær þjóðir sem eru innan Evrópusambandsins hafa hins vegar framselt lagasetningavald til ESB. 

Á þeim sviðum sem samstarfið í Evrópusambandinu tekur til. 

Löggjöf Evrópusambandsins verður því sjálfkrafa að lögum í þeim löndum.

Án þess að þjóðþing, ESB landanna, þurfi að samþykkja þau lög. 

Það er algerlega öfugt við það sem er í EFTA löndunum Íslandi, Noregi og Liechtenstein. 

Samstarfið um evrópska efnahagssvæðið, EES, er einmitt þannig að þjóðþing þessarra landa. 

Þurfa að samþykkja (innleiða) öll lög sem frá Evrópusambandinu kemur.

Eða að lægra sett stjórnvöld geri það með setningu reglugerða eða slíkra bindandi lagafyrirmæla.

Hér er þó ekki hálf sagan sögð. 

Það er ekki aðeins að Evrópusambandið, hafi eitt á sinni hendi, lagasetningarvaldið á þess sviðum.

Lög Evrópusambandsins hafa einnig forgang fram yfir lög aðildarlandanna sjálfra. 

Og það er einmitt þetta tvennt sem íslenska stjórnarskránin heimilar ekki. 

Hvorki framsal lagasetningarvaldsins til ESB og þess þá síður þessi forgangsáhrif á innlenda löggjöf. 

Íslenski stjórnarskrárgjafinn getur að sjálfsögðu breytt íslensku stjórnarskránni.

En þess þarf alls ekki vegna samstarfs okkar á Evrópska efnahagssvæðinu, það er blekking að halda því fram.  

Þá laug Össur Skarphéðinsson, einnig blákalt að þjóðinni að betra væri að vera innan ESB.

Svo að við gætum þá einnig nýtt neitunarvald okkar innan sambandsins.   

Þetta er einnig blekking. 

Engin þjóð í ESB hefur neitunarvald um lagasetningu sambandsins.    

Ísland hefur einmitt neitunarvald til að neita að taka upp lagareglur frá ESB á grundvelli EES samningsins. 

Héldum við svo áfram að neita að innleiða lagareglurnar, eða aðlaga, í íslensk lög (landsrétt).

Þá værum við í reynd að segja EES samningnum upp, með þeim hætti.

Í reynd gætum við ekki sagt upp ESB samningnum, værum við komin þar inn.

Væri neitunarmálið einstakt og smávægilegt en ekki viðvarandi neitun á að taka upp allar reglurnar. 

Þá fengjum við að þvæla um málið og kjósa um það endalaust í sameiginlegu EES nefndinni.

Þar til við segðum, á endanum, með einhverjum hætti já. 

Íslendingar fengju 6 þingmenn af 751 á Evrópuþinginu og við hefðum engin frekari áhrif en nú er.

Svokölluð sameiginleg EES nefnd starfar á vegum ESB og EFTA. 

Sömuleiðis sameiginleg EES-þingmannanefnd með þingmönnum af Evrópuþingi og þjóðþingum EFTA landa. 

Þá á Össur sæti í svokölluðu EES ráði sem ég vona að hann viti af. 

Þar sitja utanríkisráðherrar EFTA landa og hluti af helstu ráðamönnum ESB ríkja og sambandsins sjálfs.

Í öllum þessum nefndum geta Íslendingar, eins og aðrar EFTA þjóðir, reynt að hafa áhrif í ESB. 

Í svokallaðri framkvæmdastjórn ESB værum við ekki með framkvæmdastjóra að staðaldri.  

Undanfarið hafa menn svo getað fylgst með þeim kanslara Þýskalands og forseta Frakklands halda einkafundi um evruna. 

Það lýsir prýðilega valdaþráðum ESB í reynd.

 


mbl.is Setja þarf tappa í innleiðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband