Aftur í sjálfsblekkingunni.

Hélt að við hefðum lofað okkur eftir hrun.

Að hætta þessari vitleysu að eitthvað íslenskt væri best í heimi. Eða næstbest.

Bestu bankamennirnir, bestu viðskiptamennirnir, besta landið, besti borgarstjórinn o. s. frv.

Allt lýsir þetta minnimáttarkennd, heimóttaskap, fávísi og heimsku.

Hér getur eitt og annað verið í fremstu röð en aldrei best. 

Flugstöðin er fráleitt með þeim bestu í heimi frekar en veðrið eða Besti flokkurinn.

Hönnunin er léleg, þar sem þessi eini flugvélagangur er alltof langur og án göngufæribanda. 

Ekki var upphaflega gert ráð fyrir öðrum gagni og var það klúður í hönnun.  

Auk þess sem flugvélagangurinn var svo lengdur eftir að Schengen vitleysan kom til. 

Erlendir ferðamenn hafa því réttilega talið lengd flugvélagangsins vera stóran galla.

Flugstöðin er því fráleitt best, næstbest eða með þeim bestu frekar en annað hérlendis.  

Bestu fíflin kæmist kannski nærri því. 

A. m. k. á Alþingi.  

 


mbl.is Leifsstöð næstbesta flugstöð í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Nú fara smáir að stækka". "Há dú jú læke icland ! ! !

Jóhanna (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 07:35

2 identicon

Það er nú reyndar blaðið frommers sem eru að lofa okkur en ekki við sjálf. Það stendur eiginlega í fyrstu eða aðrari málsgrein fréttarinnar.

Svo hefur sá sem gerði þessa könnun örugglega metið kosti og galla allra flugvallana sem hann skoðaði. Þar hefur þessi langi gangur örugglega verið álitinn galli í flugvellinum okkar en kostirnir vegið meira á móti. Hefur þú skoðað hina flugvellina? Hvernig veistu að okkar flugvöllur er ekki samkeppnishæfur við hina á þessum lista?

Annars finnst mér alltaf gaman að fara í leifsstöðina, labba þar um og bíða eftir fluginu. Gangurinn hefur sjálfur aldrei farið neitt mikið í taugarnar á mér. Það er frekar maturinn þarna sem mér líkar ekki við.  

William (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 07:39

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Já það hríslast um mann smávægilegur þjóðarrembingur þegar meður les svona frétt, en það er töluvert til í þessu engu að síður... 

Flugstöð Leifs Eiríkssonar stenst mörgum miklu stærri flugstöðvum fyllilega snúning hvað varðar aðbúnað og umhverfi fyrir farðþega, ég hef sjálfur heimsótt ansi marga sem varla eru boðlegir þó að þeir séu í milljónaborgum ég get til dæmis tekið undir það sem kemur fram í greininni með Newark, og nefnt fleiri t.d. Schönefeld í Berlín, sem er ekki nein snilld, og það kom mér á óvart hversu þreyttur og lélegur Heathrow í London var.

Gæti nefnt fleiri en þess þarf í sjálfu sér ekki, við eigum að gleðjast yfir þessu og halda þessu hóflega á lofti og um þetta eru ferðaaðilar greinilega sammála því KEF var kosin einn besti flugvöllur í Evrópu af ferðamönnum fyrir stuttu síðan, það gefur í það minnsta vísbendingar að þessi partur af íslenskri ferðaþjónustu er á réttri leið.

Eiður Ragnarsson, 17.1.2012 kl. 07:48

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Nákvæmlega Jóhanna, sjálfsblekking að vera tyggja upp þessa vitleysu. 

Viggó Jörgensson, 17.1.2012 kl. 08:55

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll William.  

Ég er ekkert að þykjast hafa vit á flugvöllum þó að ég hafi komið á einhverja 30 alþjóðlega flugvelli. 

Sjáðu þennan vef, sem JFK flaggar um einkunnagjöf flugvalla.   Þarna kemst Keflavík ekkert á blað.

http://www.flightstats.com/go/Airport/airportUserRatingsByRating.do?queryType=1

Sjáðu svo hvað einkunn Keflavíkurflugvöllur fær þarna: 

http://www.flightstats.com/go/Airport/airportDetails.do?airportCode=KEF

Ég veit vel að þetta blað er að flagga þessu. 

En við eigum bara ekki að vera svo vitlaus að birta frétt þeirra eins og hún sé einhver sannleikur. 

Ég er ekkert ónægður með Leifsstöð enda ekki orðinn fótafúinn.

Reyndar finnst mér stórkostleg afturför að fá ELKÓ þar í stað Fríhafnarverslunarinnar eins og hún var.

Og finnst ekkert gaman að koma í Leifsstöð síðan það breyttist.    

Viggó Jörgensson, 17.1.2012 kl. 09:06

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Eiður

Það er bara þessi remba sem ég er, fyrst og fremst, að gera athugasemdir við.

Við getum glaðst yfir að fleiri sjái en við að þetta er falleg bygging með ágætri þjónustu.

Og einnig að gleðjast yfir þeim sem ánægðir með Leifsstöð og ferðaþjónustuna.

Bara ekki byrja að ljúga því að okkur að hlutirnir séu betri en þeir eru. 

Það reyndist ekki hollt í banka- og viðskiptaútrásinni.

Viggó Jörgensson, 17.1.2012 kl. 09:18

7 identicon

Ferlega er þetta uppblásið hjá þér Viggó. Þú ert eingöngu að lýsa því hvernig þér, persónulega, finnst um Keflavíkurflugvöll. Fréttin lýsir aðeins niðurstöðu frommers.com og þú telur það vera "minnimáttarkennd, heimóttaskap, fávísi og heimsku" að setja þetta inn á mbl.is.

Á hvaða háa hest situr þú eiginlega? Að hella úr skálum reiði sinnar yfir einhverju jafn smávægilegu og þessari grein er skilgreiningin á því að gera úlfalda úr mýflugu.

Trausti (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 12:45

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Rétt Trausti að þetta er uppblásið hjá mér gagnvart flugstöðinni og flugvellinum.

Það er uppslátturinn um að við séum best, eða næstbest, í einhverju sem ég er að blása upp. 

Og það má blása það miklu meira upp að slíkur uppsláttur hefur ekki reynst okkur vel. 

Við eigum að hætta að hugsa svona eða hrópa slíkt upp.

Mitt álit á flugstöðinni eða flugvellinum skiptir bara engu máli.

Ef þú setur upp gleraugun þá sérðu hlekki hér að ofan, hvað það er sem ég ber fyrir mig í því.

Ég er svo ekki reiður yfir þessu og vona að þú sért það ekki heldur. 

Viggó Jörgensson, 17.1.2012 kl. 14:40

9 identicon

Það er ég alls ekki Viggó. Ég ætlaði mér aðeins að veita þér holla gagnrýni og vona að það hafi ekki lent í grýttum jarðvegi. Gagnrýni er einmitt öflugt vopn sem nota má til að halda "uppslættinum", eins og þú kallar það, á mottunni. ;)

Hinsvegar er heldur ekkert að því að koma með jákvæðar fréttir líkt og þessa til að hrista aðeins upp í hlutunum. Í skammdegi og kreppu (ef hún er enn til staðar) er alltaf gott lesa svona greinar.

Trausti (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 21:14

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Við erum meira en sáttir Trausti.

Endilega skrifaðu sem oftast. 

Sendu mér svo C-gíróseðil fyrir ráðgjöf.  

Viggó Jörgensson, 18.1.2012 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband